Handbolti

Sandra Erlingsdóttir aftur í raðir ÍBV

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sandra í leik með ÍBV gegn Fram áður en hún flutti til Reykjavíkur og gekk í raðir Vals.
Sandra í leik með ÍBV gegn Fram áður en hún flutti til Reykjavíkur og gekk í raðir Vals. Vísir/Anton

Sandra Erlingsdóttir er gengin aftur í raðir ÍBV eftir að hafa leikið með Val síðustu tvö tímabil. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ÍBV gaf frá sér rétt í þessu.

Sandra gekk í raðir Vals árið 2018 eftir að hafa leikið með ÍBV frá árinu 2016. Hefur hún stundað nám í Reykjavík og leikið með Val undanfarin tvö ár. Varð hún meðal annars Íslandsmeistari með liðinu á síðustu leiktíð.

Hin 22 ára gamla Sandra skrifar undir tveggja ára samning við ÍBV. 


Tengdar fréttir

Sigraðist á átröskun til að þurfa ekki að leggja skóna á hilluna

Handboltakonan Sandra Erlingsdóttir varð þrefaldur meistari með Valsliðinu á síðasta ári, var fyrirliði landsliðsins í handbolta upp alla yngri flokkana og spilaði tímabil í þýsku Bundesligunni. Um tíma var hún samt nánast of veikburða til að spila handbolta vegna átröskunar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.