Víðfeðmi kærleikans Hildur Björnsdóttir skrifar 21. mars 2020 11:06 „Ef við lítum á björtu hliðarnar, þá hefur samkomubannið hið minnsta, opnað þá löngu tímabæru umræðu, hvað börn eru leiðinleg.“ Svohljóðandi var fullyrðing barnlausrar vinkonu, sem unir hag sínum vel. Hún fylgist kímin með barnafólki - á botni mannlegrar eymdar - yfir skertri leikskólaþjónustu, á tímum heimsfaraldurs. Fullyrðingunni er ég vitaskuld ósammála. Börn eru það besta og helst vildi ég þrettán – en ég kann að meta húmorinn. Nýlega sótti ég fyrirlestur hjá þjóðþekktri leikkonu. Hún taldi engar aðstæður svo alvarlegar að hlátrinum fyndist ekki staður. Hún sagði sögu af óhugsandi harmleik – jarðarför ungs barns – hvar bróðir sagði eftir langa mæðu, raunamæddur og ákveðinn: ,,Þetta er um það bil leiðinlegasta jarðarför sem ég hef farið í”. Viðstaddir gátu ekki annað en hlegið að einlægni og sakleysi barnsins – og hafandi hlegið um stund varð þeim jafnframt auðveldara að móttaka sorgina. Hláturinn er eitt það fegursta sem mannfólkið á og hann veitir huggun þegar móti blæs. Samkomubann, sóttkví og fjöldatakmarkanir reynast mörgum torfæra. Sá nýi veruleiki er þó uppfullur af tækifærum. Margir kynnast jákvæðum hliðum fjarvinnu og fjarkennslu - sem hvoru tveggja auka sveigjanleika og hagræði. Innlend netverslun færist í aukana og veitir þeirri erlendu aukna samkeppni. Útivist, hreyfing og gönguferðir verða algengari. Landsmenn vanda handþvott, safna ketilbjöllum og ætla sér flestir að vera sæmilega vel skeindir. Angela Merkel og Margrét Danadrottning ávörpuðu þjóðir sínar á dögunum. Þær ræddu breytta mannlega hegðun og það nýstárlega merki umhyggju, að halda hæfilegri fjarlægð. Fjarlægðarreglur eru mikilvægar sóttvarnaráðstafanir – jafnvel merki um ást og umhyggju - en þeim fylgir gjarnan einsemd. Í samstöðu er íslenska þjóðin best. Þegar heimsóknarbann olli öldruðum einsemd glöddu skólabörn og listamenn með tónlist. Þegar fjölga þurfti skimunum bauð Íslensk erfðagreining aðstoð. Þegar viðkvæmir þurftu tillit lengdu verslanir opnunartíma. Þegar spítala skorti öndunarvélar barst nafnlaus hjálparhönd. Kærleikann þarf ekki að ríkisvæða. Fólk og fyrirtæki leggja sitt að mörkum. Forystuteymi þjóðarinnar veitir upplýsingar, dregur úr óvissu og ávinnur traust. Það er mikilvægt – því óvissan er systir óttans – og með traustinu kemur samstaðan. Ástandið er tímabundin torfæra og hláturinn góður ferðafélagi. Við munum komast upp brattasta hjallann og minnast þess við leiðarlok – að einmitt þegar róðurinn reyndist þyngstur - sýndi mennskan sitt fegursta andlit. Samhug og samstöðu. Víðfeðmi kærleikans. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
„Ef við lítum á björtu hliðarnar, þá hefur samkomubannið hið minnsta, opnað þá löngu tímabæru umræðu, hvað börn eru leiðinleg.“ Svohljóðandi var fullyrðing barnlausrar vinkonu, sem unir hag sínum vel. Hún fylgist kímin með barnafólki - á botni mannlegrar eymdar - yfir skertri leikskólaþjónustu, á tímum heimsfaraldurs. Fullyrðingunni er ég vitaskuld ósammála. Börn eru það besta og helst vildi ég þrettán – en ég kann að meta húmorinn. Nýlega sótti ég fyrirlestur hjá þjóðþekktri leikkonu. Hún taldi engar aðstæður svo alvarlegar að hlátrinum fyndist ekki staður. Hún sagði sögu af óhugsandi harmleik – jarðarför ungs barns – hvar bróðir sagði eftir langa mæðu, raunamæddur og ákveðinn: ,,Þetta er um það bil leiðinlegasta jarðarför sem ég hef farið í”. Viðstaddir gátu ekki annað en hlegið að einlægni og sakleysi barnsins – og hafandi hlegið um stund varð þeim jafnframt auðveldara að móttaka sorgina. Hláturinn er eitt það fegursta sem mannfólkið á og hann veitir huggun þegar móti blæs. Samkomubann, sóttkví og fjöldatakmarkanir reynast mörgum torfæra. Sá nýi veruleiki er þó uppfullur af tækifærum. Margir kynnast jákvæðum hliðum fjarvinnu og fjarkennslu - sem hvoru tveggja auka sveigjanleika og hagræði. Innlend netverslun færist í aukana og veitir þeirri erlendu aukna samkeppni. Útivist, hreyfing og gönguferðir verða algengari. Landsmenn vanda handþvott, safna ketilbjöllum og ætla sér flestir að vera sæmilega vel skeindir. Angela Merkel og Margrét Danadrottning ávörpuðu þjóðir sínar á dögunum. Þær ræddu breytta mannlega hegðun og það nýstárlega merki umhyggju, að halda hæfilegri fjarlægð. Fjarlægðarreglur eru mikilvægar sóttvarnaráðstafanir – jafnvel merki um ást og umhyggju - en þeim fylgir gjarnan einsemd. Í samstöðu er íslenska þjóðin best. Þegar heimsóknarbann olli öldruðum einsemd glöddu skólabörn og listamenn með tónlist. Þegar fjölga þurfti skimunum bauð Íslensk erfðagreining aðstoð. Þegar viðkvæmir þurftu tillit lengdu verslanir opnunartíma. Þegar spítala skorti öndunarvélar barst nafnlaus hjálparhönd. Kærleikann þarf ekki að ríkisvæða. Fólk og fyrirtæki leggja sitt að mörkum. Forystuteymi þjóðarinnar veitir upplýsingar, dregur úr óvissu og ávinnur traust. Það er mikilvægt – því óvissan er systir óttans – og með traustinu kemur samstaðan. Ástandið er tímabundin torfæra og hláturinn góður ferðafélagi. Við munum komast upp brattasta hjallann og minnast þess við leiðarlok – að einmitt þegar róðurinn reyndist þyngstur - sýndi mennskan sitt fegursta andlit. Samhug og samstöðu. Víðfeðmi kærleikans. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun