Víðfeðmi kærleikans Hildur Björnsdóttir skrifar 21. mars 2020 11:06 „Ef við lítum á björtu hliðarnar, þá hefur samkomubannið hið minnsta, opnað þá löngu tímabæru umræðu, hvað börn eru leiðinleg.“ Svohljóðandi var fullyrðing barnlausrar vinkonu, sem unir hag sínum vel. Hún fylgist kímin með barnafólki - á botni mannlegrar eymdar - yfir skertri leikskólaþjónustu, á tímum heimsfaraldurs. Fullyrðingunni er ég vitaskuld ósammála. Börn eru það besta og helst vildi ég þrettán – en ég kann að meta húmorinn. Nýlega sótti ég fyrirlestur hjá þjóðþekktri leikkonu. Hún taldi engar aðstæður svo alvarlegar að hlátrinum fyndist ekki staður. Hún sagði sögu af óhugsandi harmleik – jarðarför ungs barns – hvar bróðir sagði eftir langa mæðu, raunamæddur og ákveðinn: ,,Þetta er um það bil leiðinlegasta jarðarför sem ég hef farið í”. Viðstaddir gátu ekki annað en hlegið að einlægni og sakleysi barnsins – og hafandi hlegið um stund varð þeim jafnframt auðveldara að móttaka sorgina. Hláturinn er eitt það fegursta sem mannfólkið á og hann veitir huggun þegar móti blæs. Samkomubann, sóttkví og fjöldatakmarkanir reynast mörgum torfæra. Sá nýi veruleiki er þó uppfullur af tækifærum. Margir kynnast jákvæðum hliðum fjarvinnu og fjarkennslu - sem hvoru tveggja auka sveigjanleika og hagræði. Innlend netverslun færist í aukana og veitir þeirri erlendu aukna samkeppni. Útivist, hreyfing og gönguferðir verða algengari. Landsmenn vanda handþvott, safna ketilbjöllum og ætla sér flestir að vera sæmilega vel skeindir. Angela Merkel og Margrét Danadrottning ávörpuðu þjóðir sínar á dögunum. Þær ræddu breytta mannlega hegðun og það nýstárlega merki umhyggju, að halda hæfilegri fjarlægð. Fjarlægðarreglur eru mikilvægar sóttvarnaráðstafanir – jafnvel merki um ást og umhyggju - en þeim fylgir gjarnan einsemd. Í samstöðu er íslenska þjóðin best. Þegar heimsóknarbann olli öldruðum einsemd glöddu skólabörn og listamenn með tónlist. Þegar fjölga þurfti skimunum bauð Íslensk erfðagreining aðstoð. Þegar viðkvæmir þurftu tillit lengdu verslanir opnunartíma. Þegar spítala skorti öndunarvélar barst nafnlaus hjálparhönd. Kærleikann þarf ekki að ríkisvæða. Fólk og fyrirtæki leggja sitt að mörkum. Forystuteymi þjóðarinnar veitir upplýsingar, dregur úr óvissu og ávinnur traust. Það er mikilvægt – því óvissan er systir óttans – og með traustinu kemur samstaðan. Ástandið er tímabundin torfæra og hláturinn góður ferðafélagi. Við munum komast upp brattasta hjallann og minnast þess við leiðarlok – að einmitt þegar róðurinn reyndist þyngstur - sýndi mennskan sitt fegursta andlit. Samhug og samstöðu. Víðfeðmi kærleikans. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Ef við lítum á björtu hliðarnar, þá hefur samkomubannið hið minnsta, opnað þá löngu tímabæru umræðu, hvað börn eru leiðinleg.“ Svohljóðandi var fullyrðing barnlausrar vinkonu, sem unir hag sínum vel. Hún fylgist kímin með barnafólki - á botni mannlegrar eymdar - yfir skertri leikskólaþjónustu, á tímum heimsfaraldurs. Fullyrðingunni er ég vitaskuld ósammála. Börn eru það besta og helst vildi ég þrettán – en ég kann að meta húmorinn. Nýlega sótti ég fyrirlestur hjá þjóðþekktri leikkonu. Hún taldi engar aðstæður svo alvarlegar að hlátrinum fyndist ekki staður. Hún sagði sögu af óhugsandi harmleik – jarðarför ungs barns – hvar bróðir sagði eftir langa mæðu, raunamæddur og ákveðinn: ,,Þetta er um það bil leiðinlegasta jarðarför sem ég hef farið í”. Viðstaddir gátu ekki annað en hlegið að einlægni og sakleysi barnsins – og hafandi hlegið um stund varð þeim jafnframt auðveldara að móttaka sorgina. Hláturinn er eitt það fegursta sem mannfólkið á og hann veitir huggun þegar móti blæs. Samkomubann, sóttkví og fjöldatakmarkanir reynast mörgum torfæra. Sá nýi veruleiki er þó uppfullur af tækifærum. Margir kynnast jákvæðum hliðum fjarvinnu og fjarkennslu - sem hvoru tveggja auka sveigjanleika og hagræði. Innlend netverslun færist í aukana og veitir þeirri erlendu aukna samkeppni. Útivist, hreyfing og gönguferðir verða algengari. Landsmenn vanda handþvott, safna ketilbjöllum og ætla sér flestir að vera sæmilega vel skeindir. Angela Merkel og Margrét Danadrottning ávörpuðu þjóðir sínar á dögunum. Þær ræddu breytta mannlega hegðun og það nýstárlega merki umhyggju, að halda hæfilegri fjarlægð. Fjarlægðarreglur eru mikilvægar sóttvarnaráðstafanir – jafnvel merki um ást og umhyggju - en þeim fylgir gjarnan einsemd. Í samstöðu er íslenska þjóðin best. Þegar heimsóknarbann olli öldruðum einsemd glöddu skólabörn og listamenn með tónlist. Þegar fjölga þurfti skimunum bauð Íslensk erfðagreining aðstoð. Þegar viðkvæmir þurftu tillit lengdu verslanir opnunartíma. Þegar spítala skorti öndunarvélar barst nafnlaus hjálparhönd. Kærleikann þarf ekki að ríkisvæða. Fólk og fyrirtæki leggja sitt að mörkum. Forystuteymi þjóðarinnar veitir upplýsingar, dregur úr óvissu og ávinnur traust. Það er mikilvægt – því óvissan er systir óttans – og með traustinu kemur samstaðan. Ástandið er tímabundin torfæra og hláturinn góður ferðafélagi. Við munum komast upp brattasta hjallann og minnast þess við leiðarlok – að einmitt þegar róðurinn reyndist þyngstur - sýndi mennskan sitt fegursta andlit. Samhug og samstöðu. Víðfeðmi kærleikans. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun