Börn með skarð í vör Lárus Sigurður Lárusson skrifar 21. mars 2020 09:10 Skv. 76. gr. stjórnarskrárinnar skal í lögum tryggja öllum sem þess þurfa aðstoð vegna sjúkleika. Í 3. mgr. sama ákvæðis er börnum tryggð aukin vernd og skal í lögum tryggja þeim umönnun sem velferð þeirra krefst. Víða í lögum er kveðið á um rétt einstaklinga til heilbrigðisþjónustu og jafnt aðgengi þeirra að henni. Nefna má lög um réttindi sjúklinga, lög um heilbrigðisþjónustu og lög um sjúkratryggingar. Skv. 20. gr. laga um sjúkratryggingar skulu nauðsynlegra tannlækninga og tannréttinga vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla falla undir sjúkratryggingar. Af orðalagi laganna að dæmi mætti ætla að ríkið greiddi tannlæknaþjónustu allra barna með alvarlega meðfædda galla, s.s. skarð í vör og vik í góm. í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um greiðsluþáttöku sjúkratrygginga í tilviki alvarlegra meðfæddra galla og sjúkdóma. Nýlega var reglugerðinni breytt í þá vera að taka til skarðs í efri tannboga eða klofins góms, harða eða mjúka, sem valdið hefur alvarlegri tannskekkju og annarra heilkenna. Lengi var deilt um hvort túlka ætti orðlag reglugerðarinnar þannig að almenna reglan væri sú að skarð í vör teldist alvarlegt tilvik ellegar hvort leggja þyrfti á það mat í hverju tilviki fyrir sig hvort slíkur meðfæddur galli væri það mikill að hann gæti talist alvarlegt tilvik. Fyrri túlkunarleiðin hefði þýtt að öll börn með skarð í vör fengu bróðurpartinn af tannlæknakostnaði sínum greiddan af ríkinu en seinni túlkunarkostur myndi leiða af sér að einungis alvarlegustu tilvikin fengu það hlutfall kostnaðarins greiddan. Af einhverjum ástæðum var ákveðið að velja síðari kostinn með þeim afleiðingum að fjöldi barna með skarð í vör og vik í góm fengu ekki tannlæknakostnað sinn greiddan nema að takmörkuðu leyti. Innan Sjúkratrygginar Íslands var starfrækt sérstök fagnefnd til þess að leggja mat á alvarleika tilvika og virtist nefndin líta svo á að eingöngu allra alvarlegustu tilvikin ættu rétt á greiðslum frá ríkinu. Þessi afstaða stangaðist annkanalega á við fyrrgreint orðalag laga, reglugerðar og ekki síst stjórnarskrár. Þótt núverandi ráðherra hafi gert nokkra bragarbót á þessu með breytingum á fyrrgreindri reglugerð þá er enn ekki búið að taka allan vafa af. Þá hefur píslarganga þessara barna verið lengd ef eitthvað er með breytingunni. Nú þurfa foreldrar þessara barna fyrst að leita til tannlæknadeildar Háskóla Íslands og fara með börn sín í greiningu þar áður en þau fara með börnin til tannlæknis. Áður gátu foreldar leitað beint til tannlæknis í sinni heimabyggð. Nú þurfa allri að leita fyrst til tannlæknadeildar Háskóla Íslands í Reykjavík. Þá er heldur ekki tekin af tvímæli um hvort Sjúkratryggingum sé heimitl að starfrækja fagnefnd til þess að leggja mat á umsóknir um greiðsluþátttöku sem svipuðum hætti og áður var. Við erum öll sammála um mikilvægi þess að börn með meðfædda galla fái alla þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa. Það er skoðun mín að ríkið eigi að greiða fyrir þá þjónustu að mestu leyti og réttur barna eigi að vera skýr í lögum hvað það varðar. Það er brýnt að taka af öll tvímæli í þessum efnum og auðvelda börnum og foreldum þeirra að feta þessa braut en setja ekk stein í götu þeirra með óþarfa skilyrðum. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skv. 76. gr. stjórnarskrárinnar skal í lögum tryggja öllum sem þess þurfa aðstoð vegna sjúkleika. Í 3. mgr. sama ákvæðis er börnum tryggð aukin vernd og skal í lögum tryggja þeim umönnun sem velferð þeirra krefst. Víða í lögum er kveðið á um rétt einstaklinga til heilbrigðisþjónustu og jafnt aðgengi þeirra að henni. Nefna má lög um réttindi sjúklinga, lög um heilbrigðisþjónustu og lög um sjúkratryggingar. Skv. 20. gr. laga um sjúkratryggingar skulu nauðsynlegra tannlækninga og tannréttinga vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla falla undir sjúkratryggingar. Af orðalagi laganna að dæmi mætti ætla að ríkið greiddi tannlæknaþjónustu allra barna með alvarlega meðfædda galla, s.s. skarð í vör og vik í góm. í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um greiðsluþáttöku sjúkratrygginga í tilviki alvarlegra meðfæddra galla og sjúkdóma. Nýlega var reglugerðinni breytt í þá vera að taka til skarðs í efri tannboga eða klofins góms, harða eða mjúka, sem valdið hefur alvarlegri tannskekkju og annarra heilkenna. Lengi var deilt um hvort túlka ætti orðlag reglugerðarinnar þannig að almenna reglan væri sú að skarð í vör teldist alvarlegt tilvik ellegar hvort leggja þyrfti á það mat í hverju tilviki fyrir sig hvort slíkur meðfæddur galli væri það mikill að hann gæti talist alvarlegt tilvik. Fyrri túlkunarleiðin hefði þýtt að öll börn með skarð í vör fengu bróðurpartinn af tannlæknakostnaði sínum greiddan af ríkinu en seinni túlkunarkostur myndi leiða af sér að einungis alvarlegustu tilvikin fengu það hlutfall kostnaðarins greiddan. Af einhverjum ástæðum var ákveðið að velja síðari kostinn með þeim afleiðingum að fjöldi barna með skarð í vör og vik í góm fengu ekki tannlæknakostnað sinn greiddan nema að takmörkuðu leyti. Innan Sjúkratrygginar Íslands var starfrækt sérstök fagnefnd til þess að leggja mat á alvarleika tilvika og virtist nefndin líta svo á að eingöngu allra alvarlegustu tilvikin ættu rétt á greiðslum frá ríkinu. Þessi afstaða stangaðist annkanalega á við fyrrgreint orðalag laga, reglugerðar og ekki síst stjórnarskrár. Þótt núverandi ráðherra hafi gert nokkra bragarbót á þessu með breytingum á fyrrgreindri reglugerð þá er enn ekki búið að taka allan vafa af. Þá hefur píslarganga þessara barna verið lengd ef eitthvað er með breytingunni. Nú þurfa foreldrar þessara barna fyrst að leita til tannlæknadeildar Háskóla Íslands og fara með börn sín í greiningu þar áður en þau fara með börnin til tannlæknis. Áður gátu foreldar leitað beint til tannlæknis í sinni heimabyggð. Nú þurfa allri að leita fyrst til tannlæknadeildar Háskóla Íslands í Reykjavík. Þá er heldur ekki tekin af tvímæli um hvort Sjúkratryggingum sé heimitl að starfrækja fagnefnd til þess að leggja mat á umsóknir um greiðsluþátttöku sem svipuðum hætti og áður var. Við erum öll sammála um mikilvægi þess að börn með meðfædda galla fái alla þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa. Það er skoðun mín að ríkið eigi að greiða fyrir þá þjónustu að mestu leyti og réttur barna eigi að vera skýr í lögum hvað það varðar. Það er brýnt að taka af öll tvímæli í þessum efnum og auðvelda börnum og foreldum þeirra að feta þessa braut en setja ekk stein í götu þeirra með óþarfa skilyrðum. Höfundur er lögmaður
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun