Liðið sem var sæti neðar fékk að fara upp | „Algjörlega fáránlegt“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 08:00 Halldór Stefán Haraldsson var með Volda í 3. sæti þegar mótið í Noregi var blásið af. MYND/VOLDA Volda, liðið sem Halldór Stefán Haraldsson þjálfar í Noregi, var í 3. sæti næstefstu deildar kvenna í handbolta þegar mótið var blásið af vegna kórónuveirunnar. Hins vegar mun liðið í 4. sæti fara upp í úrvalsdeild en ekki Volda. Norska handknattleikssambandið ákvað að þrjú lið úr 1. deild myndu komast upp í úrvalsdeild. Jafnframt var ákveðið að það yrðu þau þrjú lið sem flest stig hefðu fengið að meðaltali í sínum leikjum á leiktíðinni, vegna þess að mismunandi er hve mörgum leikjum liðin höfðu lokið. Volda var með 29 stig eftir 21 leik en Rælingen með 28 stig eftir 20 leiki. Það þýðir að meðaltalið var 0,019 stigum betra hjá Rælingen sem var þar með boðið úrvalsdeildarsæti. Þriðja sæti 1. deildar myndi vanalega gilda sem umspilssæti gegn liði úr úrvalsdeildinni, og Halldór Stefán segist í samtali við mbl.is því ekki hafa kallað sérstaklega eftir því að Volda fengi að fara upp um deild þegar ljóst var að ekki yrði meira spilað á tímabilinu. Hins vegar er hann afar ósáttur við að Oslóarlið Rælingen skyldi fá úrvalsdeildarsæti á kostnað smábæjarliðsins Volda: „Maður er í raun bara sjokkeraður því manni finnst í raun bara á manni brotið ef svo má segja. Við vorum alls ekki að kalla neitt eftir því að við myndum fara upp um deild yfirhöfuð. Okkur hefði fundist eðlilegt, fyrir fram í það minnsta, að þar sem við vorum í þessu svokallaða umspilssæti þegar leiktíðinni var slaufað þá yrði það bara dæmt dautt og gilt og aðeins tvö lið myndu fara upp um deild. Það að liðið sem er svo í fjórða sæti B-deildarinnar skuli fara upp um deild er algjörlega fáránlegt,“ sagði Halldór Stefán við mbl.is. Stig Quille hjá norska handknattleikssambandinu segist hafa skilning á afstöðu Volda. „Við reyndum að finna aðferð sem væri hægt að beita á allar deildirnar og væri réttlátust í heildina. Volda olli vandræðum sem við vörðum miklum tíma í að skoða. Ákvörðunin var ekki einföld en við viljum meina að þetta sé besta aðferðin ef við viljum beita sömu aðferð á allar deildir,“ sagði Quille við TV2. Sagði hann ljóst að hægt væri að áfrýja ákvörðun sambandsins og það hyggjast forráðamenn Volda gera. Norski handboltinn Tengdar fréttir Tímabilið í norska handboltanum flautað af vegna veirunnar Tímabilinu í norska handboltanum er lokið. Ákveðið hefur verið að aflýsa því vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 13:06 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
Volda, liðið sem Halldór Stefán Haraldsson þjálfar í Noregi, var í 3. sæti næstefstu deildar kvenna í handbolta þegar mótið var blásið af vegna kórónuveirunnar. Hins vegar mun liðið í 4. sæti fara upp í úrvalsdeild en ekki Volda. Norska handknattleikssambandið ákvað að þrjú lið úr 1. deild myndu komast upp í úrvalsdeild. Jafnframt var ákveðið að það yrðu þau þrjú lið sem flest stig hefðu fengið að meðaltali í sínum leikjum á leiktíðinni, vegna þess að mismunandi er hve mörgum leikjum liðin höfðu lokið. Volda var með 29 stig eftir 21 leik en Rælingen með 28 stig eftir 20 leiki. Það þýðir að meðaltalið var 0,019 stigum betra hjá Rælingen sem var þar með boðið úrvalsdeildarsæti. Þriðja sæti 1. deildar myndi vanalega gilda sem umspilssæti gegn liði úr úrvalsdeildinni, og Halldór Stefán segist í samtali við mbl.is því ekki hafa kallað sérstaklega eftir því að Volda fengi að fara upp um deild þegar ljóst var að ekki yrði meira spilað á tímabilinu. Hins vegar er hann afar ósáttur við að Oslóarlið Rælingen skyldi fá úrvalsdeildarsæti á kostnað smábæjarliðsins Volda: „Maður er í raun bara sjokkeraður því manni finnst í raun bara á manni brotið ef svo má segja. Við vorum alls ekki að kalla neitt eftir því að við myndum fara upp um deild yfirhöfuð. Okkur hefði fundist eðlilegt, fyrir fram í það minnsta, að þar sem við vorum í þessu svokallaða umspilssæti þegar leiktíðinni var slaufað þá yrði það bara dæmt dautt og gilt og aðeins tvö lið myndu fara upp um deild. Það að liðið sem er svo í fjórða sæti B-deildarinnar skuli fara upp um deild er algjörlega fáránlegt,“ sagði Halldór Stefán við mbl.is. Stig Quille hjá norska handknattleikssambandinu segist hafa skilning á afstöðu Volda. „Við reyndum að finna aðferð sem væri hægt að beita á allar deildirnar og væri réttlátust í heildina. Volda olli vandræðum sem við vörðum miklum tíma í að skoða. Ákvörðunin var ekki einföld en við viljum meina að þetta sé besta aðferðin ef við viljum beita sömu aðferð á allar deildir,“ sagði Quille við TV2. Sagði hann ljóst að hægt væri að áfrýja ákvörðun sambandsins og það hyggjast forráðamenn Volda gera.
Norski handboltinn Tengdar fréttir Tímabilið í norska handboltanum flautað af vegna veirunnar Tímabilinu í norska handboltanum er lokið. Ákveðið hefur verið að aflýsa því vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 13:06 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
Tímabilið í norska handboltanum flautað af vegna veirunnar Tímabilinu í norska handboltanum er lokið. Ákveðið hefur verið að aflýsa því vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 13:06