Það sem skiptir máli Drífa Snædal skrifar 20. mars 2020 15:30 Það sem skiptir öllu máli núna er heilsa fólks, að við náum tökum á veirunni og hún valdi ekki miklum skaða. Þar er starfsfólk í framlínunni sem oft og tíðum er ósýnilegt í okkar samfélagi en er núna orðið mikilvægasta fólkið fyrir líf okkar og heilsu. Það er of langt mál að telja upp starfsstéttirnar sem halda grunnstoðunum gangandi en þau eiga svo sannarlega skilið virðingu okkar og velvild. Þetta er ekki aðeins starfsfólk í heilbrigðisgeiranum eða velferðarkerfinu heldur líka starfsfólk sem tryggir hreinlæti í opinberum rýmum og fólk í verslunum sem sér til þess að við getum keypt í matinn. Förum að öllum reglum og verjum, eins og kostur er, það fólk á vinnumarkaði sem er útsett fyrir smiti. Nú er verið að afgreiða á þinginu tvö lykilfrumvörp sem styðja við vinnandi fólk í skertri vinnu eða sóttkví. Niðurstaðan liggur ekki fyrir og við hefðum vissulega viljað sjá stuðninginn ganga lengra en það er óskandi að stuðningur við launagreiðslur komi í veg fyrir uppsagnir. Það eru háværar raddir um að keyra hlutina í gegn fljótt og örugglega og vissulega er það mikilvægt en það versta sem við gerum í þessari stöðu er að gefa afslátt af lýðræðinu, samtalinu og samráðinu. Ef við gerum það er voðinn vís og þeir sem mest völd hafa, til dæmis í skjóli fjármagns, ná undirtökunum. Næst heilsu og lífi fólks skiptir mestu máli að við komumst út úr ástandinu vitandi að ákvarðanir hafa verið teknar með lýðræðislegum hætti fyrir almenning og fjöldann en ekki sérhagsmuni. Þannig verður samfélag okkar sterkara og grunnstoðirnar traustari. Förum vel með okkur, hugum að eigin heilsu og annarra! Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Það sem skiptir öllu máli núna er heilsa fólks, að við náum tökum á veirunni og hún valdi ekki miklum skaða. Þar er starfsfólk í framlínunni sem oft og tíðum er ósýnilegt í okkar samfélagi en er núna orðið mikilvægasta fólkið fyrir líf okkar og heilsu. Það er of langt mál að telja upp starfsstéttirnar sem halda grunnstoðunum gangandi en þau eiga svo sannarlega skilið virðingu okkar og velvild. Þetta er ekki aðeins starfsfólk í heilbrigðisgeiranum eða velferðarkerfinu heldur líka starfsfólk sem tryggir hreinlæti í opinberum rýmum og fólk í verslunum sem sér til þess að við getum keypt í matinn. Förum að öllum reglum og verjum, eins og kostur er, það fólk á vinnumarkaði sem er útsett fyrir smiti. Nú er verið að afgreiða á þinginu tvö lykilfrumvörp sem styðja við vinnandi fólk í skertri vinnu eða sóttkví. Niðurstaðan liggur ekki fyrir og við hefðum vissulega viljað sjá stuðninginn ganga lengra en það er óskandi að stuðningur við launagreiðslur komi í veg fyrir uppsagnir. Það eru háværar raddir um að keyra hlutina í gegn fljótt og örugglega og vissulega er það mikilvægt en það versta sem við gerum í þessari stöðu er að gefa afslátt af lýðræðinu, samtalinu og samráðinu. Ef við gerum það er voðinn vís og þeir sem mest völd hafa, til dæmis í skjóli fjármagns, ná undirtökunum. Næst heilsu og lífi fólks skiptir mestu máli að við komumst út úr ástandinu vitandi að ákvarðanir hafa verið teknar með lýðræðislegum hætti fyrir almenning og fjöldann en ekki sérhagsmuni. Þannig verður samfélag okkar sterkara og grunnstoðirnar traustari. Förum vel með okkur, hugum að eigin heilsu og annarra! Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun