Kjartan Atli: Hefði núllað þetta tímabil út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2020 14:00 Kjartan Atli Kjartansson sér um Domno´s Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport klukkan 20.00 í kvöld. Skjámynd/S2 Sport Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds bauð upp á sitt „hot take“ á ákvörðun KKÍ um að færa lið á milli deilda þótt að úrslit mótsins væru ekki ráðin. Kjartan Atli Kjartansson hefur sína skoðun á því hvað átti að gera með körfuboltatímabilið á Íslandi og er ekki sammála ákvörðun stjórnar Körfuknattleikssambands Íslands. „Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég núllað þetta tímabil út, enginn upp og enginn niður,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport en hann og Henry Birgir Gunnarsson voru þá að ræða harðort viðtal við Máté Dalmay, þjálfara 1. deildarliðs Hamars. Umræðuna hjá Kjartani og Henry má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Kjartan Atli um hvað átti að gera við körfuboltatímabilið Máté Dalmay og Hamarsmenn eru mjög ósáttir með að Höttur hafi fengið sæti í Domino´s deild karla frekar en þeir en liðin áttu eftir að mætast í annarri af þeim tveimur umferðum sem voru ólokið í 1. deildinni. „Við erum ekki búin að klára mótið og erum ekki komin með tölfræðilega niðurstöðu. Fjölnir er eina liðið sem er fallið og eina liðið sem hefði grætt á þessu. Það hefði sama gengið yfir öll 1. deildarliðin við þau hefðum við sagt að þetta eru aðstæður sem við ráðum ekki við og það fer bara enginn upp og enginn niður. Við byrjum bara aftur á næsta ári,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er það sem ég hefði lagt til. Eftir að hafa pælt aðeins í þessu en þegar Hannes kom hérna í gær þá var maður ekki búinn að melta þetta. Ég skil alveg Hamarsmenn að vera pirraða,“ sagði Kjartan Atli „Ég er samt ekki sammála Maté að þeir séu eina liðið sem sé að tapa á þessu því ég held að stærstu klúbbarnir tapi mestu fjárhagslega. Liðin sem hefðu farið í úrslitin og undanúrslitin eru að tapa langmestu,“ sagði Kjartan Atli. Það má heyra örugglega meira um þetta í Domino´s Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld en fram að því má sjá skoðun Kjartan Atla hér fyrir ofan. Domino´s Körfuboltakvöld fer í loftið klukkan 20.00. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Tengdar fréttir „Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44 Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00 Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds bauð upp á sitt „hot take“ á ákvörðun KKÍ um að færa lið á milli deilda þótt að úrslit mótsins væru ekki ráðin. Kjartan Atli Kjartansson hefur sína skoðun á því hvað átti að gera með körfuboltatímabilið á Íslandi og er ekki sammála ákvörðun stjórnar Körfuknattleikssambands Íslands. „Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég núllað þetta tímabil út, enginn upp og enginn niður,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport en hann og Henry Birgir Gunnarsson voru þá að ræða harðort viðtal við Máté Dalmay, þjálfara 1. deildarliðs Hamars. Umræðuna hjá Kjartani og Henry má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Kjartan Atli um hvað átti að gera við körfuboltatímabilið Máté Dalmay og Hamarsmenn eru mjög ósáttir með að Höttur hafi fengið sæti í Domino´s deild karla frekar en þeir en liðin áttu eftir að mætast í annarri af þeim tveimur umferðum sem voru ólokið í 1. deildinni. „Við erum ekki búin að klára mótið og erum ekki komin með tölfræðilega niðurstöðu. Fjölnir er eina liðið sem er fallið og eina liðið sem hefði grætt á þessu. Það hefði sama gengið yfir öll 1. deildarliðin við þau hefðum við sagt að þetta eru aðstæður sem við ráðum ekki við og það fer bara enginn upp og enginn niður. Við byrjum bara aftur á næsta ári,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er það sem ég hefði lagt til. Eftir að hafa pælt aðeins í þessu en þegar Hannes kom hérna í gær þá var maður ekki búinn að melta þetta. Ég skil alveg Hamarsmenn að vera pirraða,“ sagði Kjartan Atli „Ég er samt ekki sammála Maté að þeir séu eina liðið sem sé að tapa á þessu því ég held að stærstu klúbbarnir tapi mestu fjárhagslega. Liðin sem hefðu farið í úrslitin og undanúrslitin eru að tapa langmestu,“ sagði Kjartan Atli. Það má heyra örugglega meira um þetta í Domino´s Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld en fram að því má sjá skoðun Kjartan Atla hér fyrir ofan. Domino´s Körfuboltakvöld fer í loftið klukkan 20.00.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Tengdar fréttir „Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44 Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00 Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
„Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44
Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00
Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30
Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40