Komandi ár bjartsýni og vonar Hólmfríður Árnadóttir skrifar 30. desember 2020 19:55 Síðasta ár hefur fyrir marga verið ár hörmunga og jafnvel vonleysis. Þó hefur margt jákvætt átt sér stað, ótrúlega margt ef miðað er við að viðbrögð og úrræði hafa flest snúist um skaðaminnkun og rústabjörgun. Hvort sem um ræðir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki eða stjórnvöld. Ekkert okkar er ósnert af áföllum eða einhverjum sem hefur borið skarðan hlut frá borði. Fyrir utan viðspyrnuaðgerðir hafa ráðherrar okkar hugað sérstaklega að börnum, tekjulágum og öryrkjum, okkar minnstu bræðrum og systrum sem okkur ber skylda til að sinna vel. Lækkun á greiðsluhlutfalli notenda heilbrigðiskerfisins er umtalsverð og nú síðast lækkun á greiðsluhlutfalli vegna leghálssýna sem allar konur eða um helmingur þjóðarinnar nýtur góðs af. Framundan er lækkun komugjalda á heilsugæslu. Þegar kreppir að sjáum við hvað það er mikilvægt, að líta til grunnþarfa okkar: Samvera með börnum okkar og stytting vinnuvikunnar, sem þýðir einnig styttri leikskóladvöl og þá lægri dagvistunargjöld, meiri tími til sjálfbærni og umhverfisvitundar. Þar eru ekki háar upphæðir eða langur tími en fyrsta skrefið og þegar á heildina er litið munar um allt. En kökunni er ekki rétt skipt. Sjálfsagt verður það aldrei þannig en við getum gert okkar besta til að sjá til þess að samfélagið verði réttlátara, að misrétti heyri sögunni til og sameiginlegir sjóðir okkar haldist í okkar eigu og séu til góða fyrir okkur öll. Réttlátara samfélag fyrir alla, þar eigum við spöl eftir að landi. Það á að vera liðin tíð að unga fólkið okkar, sem er að eignast þak yfir höfuðið, mennta sig og ala upp börn, þurfi að velta hverri krónu fyrir sér og stöðugt vona að næstu mánaðarmót komi aðeins fyrr. Að aukavinnu þurfi til að endar nái saman sem leiðir til minni samveru við börnin á þeirra mikilvægustu þroskaárum og stöðugs álags vegna samvirkni alls þessa. Við verðum að halda áfram að styðjaunga fólkið okkar og ein leið er að efla námslánakerfið, minnka greiðsluhlutfall við húsnæðiskaup og uppeldi barna, styðja við menningu, listir, tómstundastarf og efla nýsköpun. Fátækt, í hvað mynd sem hún er, á einnig að heyra sögunni til, þess vegna þurfum við jafnframt að styðja öryrkja og þá efnalitlu af mannvirðingu. Við eigum nefnilega öll rétt á mannsæmandi lífi, tómstundum og tilveru þar sem vonin ríkir. Slíku mun félagshyggjustjórn alltaf standa fyrir. En til þess þurfum við að ná mörgum í okkar lið, við þurfum að landa stórum hluta þingsæta og ná að hafa áhrif í sem flestum ráðuneytum og stjórnum. Aðeins þannig höfum við raunveruleg áhrif. Gleðilegt nýtt ár bjartsýni og kosninga! Höfundur er formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölskyldumál Félagsmál Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Síðasta ár hefur fyrir marga verið ár hörmunga og jafnvel vonleysis. Þó hefur margt jákvætt átt sér stað, ótrúlega margt ef miðað er við að viðbrögð og úrræði hafa flest snúist um skaðaminnkun og rústabjörgun. Hvort sem um ræðir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki eða stjórnvöld. Ekkert okkar er ósnert af áföllum eða einhverjum sem hefur borið skarðan hlut frá borði. Fyrir utan viðspyrnuaðgerðir hafa ráðherrar okkar hugað sérstaklega að börnum, tekjulágum og öryrkjum, okkar minnstu bræðrum og systrum sem okkur ber skylda til að sinna vel. Lækkun á greiðsluhlutfalli notenda heilbrigðiskerfisins er umtalsverð og nú síðast lækkun á greiðsluhlutfalli vegna leghálssýna sem allar konur eða um helmingur þjóðarinnar nýtur góðs af. Framundan er lækkun komugjalda á heilsugæslu. Þegar kreppir að sjáum við hvað það er mikilvægt, að líta til grunnþarfa okkar: Samvera með börnum okkar og stytting vinnuvikunnar, sem þýðir einnig styttri leikskóladvöl og þá lægri dagvistunargjöld, meiri tími til sjálfbærni og umhverfisvitundar. Þar eru ekki háar upphæðir eða langur tími en fyrsta skrefið og þegar á heildina er litið munar um allt. En kökunni er ekki rétt skipt. Sjálfsagt verður það aldrei þannig en við getum gert okkar besta til að sjá til þess að samfélagið verði réttlátara, að misrétti heyri sögunni til og sameiginlegir sjóðir okkar haldist í okkar eigu og séu til góða fyrir okkur öll. Réttlátara samfélag fyrir alla, þar eigum við spöl eftir að landi. Það á að vera liðin tíð að unga fólkið okkar, sem er að eignast þak yfir höfuðið, mennta sig og ala upp börn, þurfi að velta hverri krónu fyrir sér og stöðugt vona að næstu mánaðarmót komi aðeins fyrr. Að aukavinnu þurfi til að endar nái saman sem leiðir til minni samveru við börnin á þeirra mikilvægustu þroskaárum og stöðugs álags vegna samvirkni alls þessa. Við verðum að halda áfram að styðjaunga fólkið okkar og ein leið er að efla námslánakerfið, minnka greiðsluhlutfall við húsnæðiskaup og uppeldi barna, styðja við menningu, listir, tómstundastarf og efla nýsköpun. Fátækt, í hvað mynd sem hún er, á einnig að heyra sögunni til, þess vegna þurfum við jafnframt að styðja öryrkja og þá efnalitlu af mannvirðingu. Við eigum nefnilega öll rétt á mannsæmandi lífi, tómstundum og tilveru þar sem vonin ríkir. Slíku mun félagshyggjustjórn alltaf standa fyrir. En til þess þurfum við að ná mörgum í okkar lið, við þurfum að landa stórum hluta þingsæta og ná að hafa áhrif í sem flestum ráðuneytum og stjórnum. Aðeins þannig höfum við raunveruleg áhrif. Gleðilegt nýtt ár bjartsýni og kosninga! Höfundur er formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar