Færri gjaldþrot en óttast var Sylvía Hall skrifar 30. desember 2020 19:40 Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist búast við því að atvinnuleysi haldist svipað um áramót. Hún á ekki von á því að ástandið batni í fyrsta mánuði næsta árs, en enn eigi eftir að spá fyrir um vormánuðina. „Það hægir alltaf svolítið á í desember, sem betur fer, en svo kemur þetta oft af krafti í janúar,“ segir Unnur um stöðuna á vinnumarkaði þessa stundina. Atvinnuleysi í nóvember var tólf prósent í heildina, þar af 10,6 prósent í almennu atvinnuleysi og 1,5 prósent í minnkuðu starfshlutfalli. Hún ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag þar sem árið hjá Vinnumálastofnun var gert upp. „Ég býst við því að þessi tala haldist og verði svipuð um áramótin allavega, hvað svo gerist í janúar fram í mars/apríl erum við ekki búin að greina.“ Hún segir ljóst að stærsti hluti þeirra sem misstu vinnuna vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið fólk innan ferðaþjónustunnar. Í kjölfarið hafi áhrifanna farið að gæta í fleiri starfsgreinum, en að mati Unnar kom faraldurinn verst niður á þjónustustarfsemi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar gerðu gagn „Það má vera smá á jákvæðu nótunum, ég held að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi gert mikið gagn. Við erum til dæmis með færri gjaldþrot en óttast var,“ segir Unnur. Fyrirtækin hafi líklega náð að draga seglin saman svo þau gætu lifað þetta tímabil af. „Það hefur dempað höggið og það er kannski að takast það sem allir voru að vona, að fyrirtækin gætu farið niður í einhvers konar hýði þannig að þau séu tilbúin þegar allt fer að glæðast aftur og við förum vonandi að sjá ferðamenn koma aftur til landsins.“ Hún segir árið hafa verið rússíbana sem enginn gat séð fyrir. Starfsmenn hafi þurft að takast á við hvert verkefnið á fætur öðru og þar hafi miklu máli skipt að hafa öflugt starfsfólk. „Við erum bara búin að vera að hlaupa og reyna að standa okkur. Ég hef verið svo heppin, og við, að hafa svona gott starfsfólk. Það settu allir undir sig hausinn og voru tilbúnir – það er alveg ómetanlegt.“ Vegna aukinna umsvifa þurfti Vinnumálastofnun að bæta við starfsfólki og segir Unnur ljóst að stofnunin þurfi ekki að vera af þeirri stærðargráðu sem hún er nú í venjulegu árferði. Hún búist við því að það þurfi að fækka starfsfólki, en bindur vonir við að það geti leitað aftur í fyrri störf. „Við höfum verið að ráða mikið af fólki sem missti vinnuna í þessum ósköpum og ég á alveg eins von á því að það fólk vilji fara aftur í sín gömlu störf.“ Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Tengdar fréttir Verðbólga mælist 3,6 prósent Verðbólga mælist nú 3,6 prósent og er um hækkun að ræða. Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember. 22. desember 2020 12:10 Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
„Það hægir alltaf svolítið á í desember, sem betur fer, en svo kemur þetta oft af krafti í janúar,“ segir Unnur um stöðuna á vinnumarkaði þessa stundina. Atvinnuleysi í nóvember var tólf prósent í heildina, þar af 10,6 prósent í almennu atvinnuleysi og 1,5 prósent í minnkuðu starfshlutfalli. Hún ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag þar sem árið hjá Vinnumálastofnun var gert upp. „Ég býst við því að þessi tala haldist og verði svipuð um áramótin allavega, hvað svo gerist í janúar fram í mars/apríl erum við ekki búin að greina.“ Hún segir ljóst að stærsti hluti þeirra sem misstu vinnuna vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið fólk innan ferðaþjónustunnar. Í kjölfarið hafi áhrifanna farið að gæta í fleiri starfsgreinum, en að mati Unnar kom faraldurinn verst niður á þjónustustarfsemi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar gerðu gagn „Það má vera smá á jákvæðu nótunum, ég held að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi gert mikið gagn. Við erum til dæmis með færri gjaldþrot en óttast var,“ segir Unnur. Fyrirtækin hafi líklega náð að draga seglin saman svo þau gætu lifað þetta tímabil af. „Það hefur dempað höggið og það er kannski að takast það sem allir voru að vona, að fyrirtækin gætu farið niður í einhvers konar hýði þannig að þau séu tilbúin þegar allt fer að glæðast aftur og við förum vonandi að sjá ferðamenn koma aftur til landsins.“ Hún segir árið hafa verið rússíbana sem enginn gat séð fyrir. Starfsmenn hafi þurft að takast á við hvert verkefnið á fætur öðru og þar hafi miklu máli skipt að hafa öflugt starfsfólk. „Við erum bara búin að vera að hlaupa og reyna að standa okkur. Ég hef verið svo heppin, og við, að hafa svona gott starfsfólk. Það settu allir undir sig hausinn og voru tilbúnir – það er alveg ómetanlegt.“ Vegna aukinna umsvifa þurfti Vinnumálastofnun að bæta við starfsfólki og segir Unnur ljóst að stofnunin þurfi ekki að vera af þeirri stærðargráðu sem hún er nú í venjulegu árferði. Hún búist við því að það þurfi að fækka starfsfólki, en bindur vonir við að það geti leitað aftur í fyrri störf. „Við höfum verið að ráða mikið af fólki sem missti vinnuna í þessum ósköpum og ég á alveg eins von á því að það fólk vilji fara aftur í sín gömlu störf.“
Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Tengdar fréttir Verðbólga mælist 3,6 prósent Verðbólga mælist nú 3,6 prósent og er um hækkun að ræða. Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember. 22. desember 2020 12:10 Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Verðbólga mælist 3,6 prósent Verðbólga mælist nú 3,6 prósent og er um hækkun að ræða. Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember. 22. desember 2020 12:10
Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24