Verðbólga mælist 3,6 prósent Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. desember 2020 12:10 Hagstofan. VÍSIR Verðbólga mælist nú 3,6 prósent og er um hækkun að ræða. Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember. Hagstofan greindi frá því í morgun að vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í desembermánuði hækkar um 0,20% frá fyrri mánuði. Heiðrún Erika Guðmundsdóttir er deildarstjóri vísitöludeildar hjá Hagstofu Íslands. „Það er ekki víst að fólk finni fyrir því algjörlega á augnablikinu sem hækkunin kemur en þegar þetta safnast upp yfir tíma og í fleiri neysluvörum þá fer fólk að fyrir því að geta keypt minna fyrri þær ráðstöfunartekjur sem það hefur, þannig smátt og smátt þá finnur fólk fyrir því að verðlag verður hærra,“ sagði Heiðrún Erika. Verðbólga mælist því 3,6 prósent. „Við tölum um 12 mánaða breytingu. Vísitala neysluverðs hefur á einu ári hækkað um 3,6 prósent og þá er talað um að verðbólgan sé 3,6 prósent. Hún er búin að vera á bilinu 3,5-3,6 núna síðustu fjóra mánuði en hún var minni í upphafi ársins 2020 þá var hún 1,7. Verðbólgan hefur aðeins farið upp á við núna þegar liðið hefur á árið.“ Breytingar á neyslu fólks Faraldur kórónuveirunnar hafi áhrif. „Þegar Covid kemur til sögunnar þá breytist svo mikið í samfélaginu. Bæði rýrnaði gjaldmiðillinn okkar lítillega í vor og í sumar sem hefur áhrif á allt innflutningsverðlag.“ Einnig eru ákveðnar breytingar á neyslu fólks. Það kaupi meira af mat og drykk og nýtir peningana ekki í leikhúsmiða þar sem leikhúsin eru lokuð að sögn Heiðrúnar. „Fólk nær ekki að sinna hlutum sem það sinnti áður, það ferðast minna og annað slíkt, þannig við sjáum kannski þrýsting í þeim neysluflokkum þar sem fólk er að eyða peningunum sínum núna,“ sagði Heiðrún Erika. Atvinnuleysi hækkar milli mánaða Alls voru 14.900 atvinnulausir í nóvembermánuði eða 7,1 prósent af vinnuaflinu og hækkaði atvinnuleysi milli mánaða. Vinnumarkaður Verðlag Neytendur Íslenska krónan Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Hagstofan greindi frá því í morgun að vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í desembermánuði hækkar um 0,20% frá fyrri mánuði. Heiðrún Erika Guðmundsdóttir er deildarstjóri vísitöludeildar hjá Hagstofu Íslands. „Það er ekki víst að fólk finni fyrir því algjörlega á augnablikinu sem hækkunin kemur en þegar þetta safnast upp yfir tíma og í fleiri neysluvörum þá fer fólk að fyrir því að geta keypt minna fyrri þær ráðstöfunartekjur sem það hefur, þannig smátt og smátt þá finnur fólk fyrir því að verðlag verður hærra,“ sagði Heiðrún Erika. Verðbólga mælist því 3,6 prósent. „Við tölum um 12 mánaða breytingu. Vísitala neysluverðs hefur á einu ári hækkað um 3,6 prósent og þá er talað um að verðbólgan sé 3,6 prósent. Hún er búin að vera á bilinu 3,5-3,6 núna síðustu fjóra mánuði en hún var minni í upphafi ársins 2020 þá var hún 1,7. Verðbólgan hefur aðeins farið upp á við núna þegar liðið hefur á árið.“ Breytingar á neyslu fólks Faraldur kórónuveirunnar hafi áhrif. „Þegar Covid kemur til sögunnar þá breytist svo mikið í samfélaginu. Bæði rýrnaði gjaldmiðillinn okkar lítillega í vor og í sumar sem hefur áhrif á allt innflutningsverðlag.“ Einnig eru ákveðnar breytingar á neyslu fólks. Það kaupi meira af mat og drykk og nýtir peningana ekki í leikhúsmiða þar sem leikhúsin eru lokuð að sögn Heiðrúnar. „Fólk nær ekki að sinna hlutum sem það sinnti áður, það ferðast minna og annað slíkt, þannig við sjáum kannski þrýsting í þeim neysluflokkum þar sem fólk er að eyða peningunum sínum núna,“ sagði Heiðrún Erika. Atvinnuleysi hækkar milli mánaða Alls voru 14.900 atvinnulausir í nóvembermánuði eða 7,1 prósent af vinnuaflinu og hækkaði atvinnuleysi milli mánaða.
Vinnumarkaður Verðlag Neytendur Íslenska krónan Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira