Gleðilegt hýrt ár! Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 30. desember 2020 14:01 Ég hlakka svo til ársins 2021 að ég er með kitl í maganum. Væntingar mínar til næsta árs eru kannski bjartsýnni en tilefni er til, en bjartsýni í nokkru óhófi hefur reyndar alltaf reynst mér ágætlega. Daginn er líka tekið að lengja, farsóttarfrelsið er handan við hornið og hvers vegna í ósköpunum ættu allar mínar hýrustu áramótaóskir ekki að rætast við slíkar aðstæður? Á árinu 2020 höfum við sannarlega þurft að venjast ýmsum framandlegum sviðsmyndum. Ein þeirra birtist í því að í fyrsta sinn síðan Árni Johnsen flutti ræðu gegn staðfestri samvist fólks af sama kyni árið 1996 stöndum við frammi fyrir því að talað sé gegn réttindum hinsegin fólks, nánar tiltekið réttindum trans og intersex fólks, með afdráttarlausum hætti á Alþingi Íslendinga. Á sama tíma sjáum við að æ oftar birtast blaðagreinar og skoðanapistlar sem mála upp misvísandi og jafnvel kolranga mynd af sömu hópum hinsegin fólks. Sem betur fer hafa langflestir stjórnmálaflokkar sýnt með skýrum hætti að þeir eru samherjar okkar og við vitum að yfir heildina litið eru viðhorf almennings á Íslandi gagnvart hinsegin fólki ein þau jákvæðustu á heimsvísu. Það er þó mikilvægt fyrir öll að átta sig á því að við sem erum hinsegin höfum almennt engan áhuga á því að tilvist okkar eða réttindi verði að einhvers konar pólitísku þrætuepli. Sú umræðuhringrás sem myndast í samfélaginu trekk í trekk tekur nefnilega á sálina. Það geta hommar, lesbíur og tvíkynhneigt fólk sem tókust á við erfiða samfélagsumræðu á sínum tíma vitnað um og það geta trans og intersex ungmenni og fullorðnir vitnað um núna. Ósk mín fyrir árið 2021 einkennist sannarlega af bjartsýni, en hún er líka einföld. Ég vona einlæglega að fólk — sama hvað það kýs og eiginlega sama hvað því finnst — staldri oftar við og geri sér grein fyrir því að orð þess og gjörðir, jafnvel smáar og jafnvel á internetinu, hafa alvöru áhrif á líf annars fólks. Ég vona að fólk hugsi sig um áður en það tjáir sig án þess að þekkja málin eða gefur manneskjum sem tala gegn mannréttindum fólks rými í umræðunni. Ég hvet fólk til að prófa að ímynda sér hvernig það er að fylgjast með tveimur andstæðum pólum takast á um það hvort að manneskja eins og þú megi fara í sund eða stunda íþróttir með eigin kyni, hvort að manneskja eins og þú geti verið í mynd Guðs, hvort að manneskja eins og þú megi ákveða sjálf hvað hún heitir. Þetta er ekki flókið. Þegar þið talið um hinsegin málefni, hvort sem það er á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum, á kaffistofum, í heita pottinum: Virkið samkenndina í brjóstum ykkar. Minnið ykkur á að hinsegin málefni snúast fyrst og fremst um fólk og þeirra innsta kjarna. Í kjarna hverrar manneskju er sannleikur sem er einfaldlega ekki hægt að rökræða. Á árinu 2021 munu Samtökin ‘78 áfram tala fyrir ást, mannvirðingu, hugrekki og samstöðu. Ég veit að fleiri munu gera það líka og að saman stöndum við vörð um samfélag þar sem allt fólk fær tækifæri til að blómstra. Stjórnmál sem byggja á andúð í garð minnihlutahópa hafa ekki notið víðtæks stuðnings á Íslandi hingað til og það er hlutverk okkar allra að halda því þannig. Förum vonglöð og hýr inn í 2021. Það er nefnilega fullt tilefni til bjartsýni. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hlakka svo til ársins 2021 að ég er með kitl í maganum. Væntingar mínar til næsta árs eru kannski bjartsýnni en tilefni er til, en bjartsýni í nokkru óhófi hefur reyndar alltaf reynst mér ágætlega. Daginn er líka tekið að lengja, farsóttarfrelsið er handan við hornið og hvers vegna í ósköpunum ættu allar mínar hýrustu áramótaóskir ekki að rætast við slíkar aðstæður? Á árinu 2020 höfum við sannarlega þurft að venjast ýmsum framandlegum sviðsmyndum. Ein þeirra birtist í því að í fyrsta sinn síðan Árni Johnsen flutti ræðu gegn staðfestri samvist fólks af sama kyni árið 1996 stöndum við frammi fyrir því að talað sé gegn réttindum hinsegin fólks, nánar tiltekið réttindum trans og intersex fólks, með afdráttarlausum hætti á Alþingi Íslendinga. Á sama tíma sjáum við að æ oftar birtast blaðagreinar og skoðanapistlar sem mála upp misvísandi og jafnvel kolranga mynd af sömu hópum hinsegin fólks. Sem betur fer hafa langflestir stjórnmálaflokkar sýnt með skýrum hætti að þeir eru samherjar okkar og við vitum að yfir heildina litið eru viðhorf almennings á Íslandi gagnvart hinsegin fólki ein þau jákvæðustu á heimsvísu. Það er þó mikilvægt fyrir öll að átta sig á því að við sem erum hinsegin höfum almennt engan áhuga á því að tilvist okkar eða réttindi verði að einhvers konar pólitísku þrætuepli. Sú umræðuhringrás sem myndast í samfélaginu trekk í trekk tekur nefnilega á sálina. Það geta hommar, lesbíur og tvíkynhneigt fólk sem tókust á við erfiða samfélagsumræðu á sínum tíma vitnað um og það geta trans og intersex ungmenni og fullorðnir vitnað um núna. Ósk mín fyrir árið 2021 einkennist sannarlega af bjartsýni, en hún er líka einföld. Ég vona einlæglega að fólk — sama hvað það kýs og eiginlega sama hvað því finnst — staldri oftar við og geri sér grein fyrir því að orð þess og gjörðir, jafnvel smáar og jafnvel á internetinu, hafa alvöru áhrif á líf annars fólks. Ég vona að fólk hugsi sig um áður en það tjáir sig án þess að þekkja málin eða gefur manneskjum sem tala gegn mannréttindum fólks rými í umræðunni. Ég hvet fólk til að prófa að ímynda sér hvernig það er að fylgjast með tveimur andstæðum pólum takast á um það hvort að manneskja eins og þú megi fara í sund eða stunda íþróttir með eigin kyni, hvort að manneskja eins og þú geti verið í mynd Guðs, hvort að manneskja eins og þú megi ákveða sjálf hvað hún heitir. Þetta er ekki flókið. Þegar þið talið um hinsegin málefni, hvort sem það er á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum, á kaffistofum, í heita pottinum: Virkið samkenndina í brjóstum ykkar. Minnið ykkur á að hinsegin málefni snúast fyrst og fremst um fólk og þeirra innsta kjarna. Í kjarna hverrar manneskju er sannleikur sem er einfaldlega ekki hægt að rökræða. Á árinu 2021 munu Samtökin ‘78 áfram tala fyrir ást, mannvirðingu, hugrekki og samstöðu. Ég veit að fleiri munu gera það líka og að saman stöndum við vörð um samfélag þar sem allt fólk fær tækifæri til að blómstra. Stjórnmál sem byggja á andúð í garð minnihlutahópa hafa ekki notið víðtæks stuðnings á Íslandi hingað til og það er hlutverk okkar allra að halda því þannig. Förum vonglöð og hýr inn í 2021. Það er nefnilega fullt tilefni til bjartsýni. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun