Viðskipti erlent

Kín­verskur tölvu­leikja­mógúll látinn eftir eitrun

Atli Ísleifsson skrifar
Lin Qi stofnaði Yoozoo árið 2009.
Lin Qi stofnaði Yoozoo árið 2009. Getty

Lin Qi, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri tölvuleikjaframleiðandans Yoozoo, er látinn eftir að eitrað hafði verið fyrir honum.

Lögregla í Shanghai segir hann hafa látist á jóladag og að grunur leiki á að einn samstarfsmaður Qi – titlaður Xu – hafi eitrað fyrir honum. 

Yoozoo er þekktast fyrir leikinn Game of Thrones: Winter Is Coming.

BBC segir frá því að auður Lin Qi hafi verið metinn á um 6,8 milljarða yuan, um 166 milljarða króna. Segir að margir starfsmenn og fyrrverandi Yoozoo hafi safnast saman fyrir utan heimili Lin til að syrgja hann eftir fréttir bárust um andlátið.

Lin Qi var mjög áberandi í tölvuleikjageiranum í Kína og hafði hann sömuleiðis fetað inn á braut framleiðslu kvikmynda.

Hann stofnaði Yoozoo árið 2009.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.