Handbolti

Aron gæti misst af HM í hand­bolta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óvíst er með þátttöku Arons á HM í Egyptalandi.
Óvíst er með þátttöku Arons á HM í Egyptalandi. TF-Images/Getty Images

Aron Pálmarsson er meiddur á hné og næstu dagar munu skera úr um það hvort hann verði leikfær fyrir leikina gegn Portúgal sem og þegar HM í handbolta fer fram í Egyptalandi.

„Eins og staðan er í dag þá erum við bara í óvissu með þetta. Það er óvíst hvort hann verði klár eða ekki,“ sagði Gunnar Magnússon – aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins – í viðtali við Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld.

„Menn eru að tínast saman núna. Hluti leikmanna eru komnir til landsins, aðrir koma í dag og næstu daga,“ sagði Gunnar um leikmannahóp Íslands en undirbúningur liðsins fyrir leikina gegn Portúgal og HM í Egyptalandi hefst annan janúar.

„Þetta er þannig ástand að maður tekur einn dag í einu, þetta breytist svo hratt. Eins og staðan er núna er undirbúningurinn mjög snarpur. Við hefjum æfingar 2. janúar, þá förum við inn í þessa „búbblu“ hér á landi. Það er enn á planinu að spila tvo leiki við Portúgal og svo förum við út til Egyptalands eftir það.“

„Eins og staðan er núna eru þetta sjö æfingar og tveir leikir sem við höfum í undirbúning áður en við fljúgum til Egyptalands,“ bætti Gunnar við.

Fyrsti leikur Íslands á HM verður einmitt gegn Portúgal þann 14. janúar 2021.

Klippa: Gæti misst af HM í handbolta



Fleiri fréttir

Sjá meira


×