Að vera tryggður en samt ekki Guðbrandur Einarsson skrifar 23. desember 2020 15:01 Með vinnuframlagi sínu tryggja launamenn framlag í Atvinnuleysistryggingasjóð sem er fjármagnaður með skyldugreiðslu tryggingagjalds, sem m.a. er nýtt til fjármögnunar sjóðsins og Fæðingarorlofssjóðs. Á sínum tíma stóð Atvinnuleysistryggingasjóður einn og sér með talsvert eigið fé, en var síðan sogaður inn í ríkissjóð. Þannig varð um ýmsar sértekjur sem áttu að fjármagna ýmis sértæk verkefni s.s. uppbyggingu samgöngumannvirkja, hjúkrunarheimili og fl. Staðan í dag er því þannig að Atvinnuleysistryggingasjóður er nýttur í ýmis önnur verkefni en til greiðslu atvinnuleysisbóta. Mikið atvinnuleysi Atvinnuleysi á Íslandi er mikið, en þó mismikið eftir landshlutum. Á Suðurnesjum er atvinnuleysið komið yfir 20% og hafa margir verið lengi atvinnulausir. Þeirra bíður lítið annað en fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna þegar réttur til atvinnuleysisbóta hefur verið fullnýttur. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hvatti nýverið ríkisstjórn til þess að lengja tímabil atvinnuleysisbóta tímabundið til þess að bregðast við þessari erfiðu stöðu, en við því var ekki orðið, því miður. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga Staða margra er því sú að þurfa að leita á náðir sveitarfélaga og óska eftir fjárhagsaðstoð, sem í öllum tilfellum er lægri en grunnfjárhæð atvinnuleysisbóta og það hafa margir gagnrýnt. Upphæð fjárhagsaðstoðar í Reykjanesbæ er í dag kr. 152.000 en verður hækkuð um rúm 14% um áramót í kr.174.000. Það dugar þó hvergi nærri til. Hver á að greiða? Staðan er hins vegar þannig að flestir sem eru nú að leita eftir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, er fólk sem misst hefur vinnu sína. Réttur til atvinnuleysisbóta er í dag 30 mánuðir en var fyrir hrun 36 mánuðir og var þá lengdur í 50 mánuði til þess að bregðast við því ástandi sem þá var. Það að lengja bótaréttinn í 36 mánuði eins og hann var fyrir í hrun myndi breyta miklu. Stóra spurningin finnst mér hins vegar vera þessi: Hver á greiða fólki sem missir vinnu sína? Er það sveitarfélag sem hefur engan annan tekjustofn en útsvar til á nýta eða ríkissjóður sem hefur sértekjur af tryggingargjaldi til þess að fjármagna slíkt. Liggur svarið ekki í augum uppi? Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Með vinnuframlagi sínu tryggja launamenn framlag í Atvinnuleysistryggingasjóð sem er fjármagnaður með skyldugreiðslu tryggingagjalds, sem m.a. er nýtt til fjármögnunar sjóðsins og Fæðingarorlofssjóðs. Á sínum tíma stóð Atvinnuleysistryggingasjóður einn og sér með talsvert eigið fé, en var síðan sogaður inn í ríkissjóð. Þannig varð um ýmsar sértekjur sem áttu að fjármagna ýmis sértæk verkefni s.s. uppbyggingu samgöngumannvirkja, hjúkrunarheimili og fl. Staðan í dag er því þannig að Atvinnuleysistryggingasjóður er nýttur í ýmis önnur verkefni en til greiðslu atvinnuleysisbóta. Mikið atvinnuleysi Atvinnuleysi á Íslandi er mikið, en þó mismikið eftir landshlutum. Á Suðurnesjum er atvinnuleysið komið yfir 20% og hafa margir verið lengi atvinnulausir. Þeirra bíður lítið annað en fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna þegar réttur til atvinnuleysisbóta hefur verið fullnýttur. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hvatti nýverið ríkisstjórn til þess að lengja tímabil atvinnuleysisbóta tímabundið til þess að bregðast við þessari erfiðu stöðu, en við því var ekki orðið, því miður. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga Staða margra er því sú að þurfa að leita á náðir sveitarfélaga og óska eftir fjárhagsaðstoð, sem í öllum tilfellum er lægri en grunnfjárhæð atvinnuleysisbóta og það hafa margir gagnrýnt. Upphæð fjárhagsaðstoðar í Reykjanesbæ er í dag kr. 152.000 en verður hækkuð um rúm 14% um áramót í kr.174.000. Það dugar þó hvergi nærri til. Hver á að greiða? Staðan er hins vegar þannig að flestir sem eru nú að leita eftir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, er fólk sem misst hefur vinnu sína. Réttur til atvinnuleysisbóta er í dag 30 mánuðir en var fyrir hrun 36 mánuðir og var þá lengdur í 50 mánuði til þess að bregðast við því ástandi sem þá var. Það að lengja bótaréttinn í 36 mánuði eins og hann var fyrir í hrun myndi breyta miklu. Stóra spurningin finnst mér hins vegar vera þessi: Hver á greiða fólki sem missir vinnu sína? Er það sveitarfélag sem hefur engan annan tekjustofn en útsvar til á nýta eða ríkissjóður sem hefur sértekjur af tryggingargjaldi til þess að fjármagna slíkt. Liggur svarið ekki í augum uppi? Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun