Handbolti

Aron Pálmarsson meiddur - Gæti misst af Final 4

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aron Pálmarsson er mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins.
Aron Pálmarsson er mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins. vísir/getty

Spænska stórveldið Barcelona hefur staðfest að íslenski handknattleiksmaðurinn Aron Pálmarsson hafi meiðst á hné í sigurleik liðsins gegn Bidasoa um helgina.

Í tilkynningu félagsins segir að óvíst sé hvort Aron muni spila með liðinu í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu 2020 en þau verða leikin í Lanxess Arena í Köln dagana 28. og 29.desember næstkomandi.

Aron er að sjálfsögðu í HM-hópi Íslands sem heldur til Egyptalands í janúar og ljóst að íslenska þjóðin leggst nú á bæn um að meiðsli Arons reynist ekki alvarleg.

Íslenska liðið heldur til Egyptalands þann 11.janúar næstkomandi en áður en að því kemur mun liðið leika mikilvæga leiki við Portúgal í undankeppni EM 2022 sem spilaðir verða 6.janúar ytra og 10.janúar að Ásvöllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×