Móðir Vanessu, ekkju Kobes, fer í mál við hana og vill fá háar fjárhæðir fyrir að passa barnabörnin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. desember 2020 08:00 Vanessa Bryant flytur ræðu á minningarathöfn um Kobe Bryant. getty/Kevork Djansezian Vanessa Bryant, ekkja Kobes Bryant, hefur greint frá því að móðir hennar hafi farið í mál við hana og sagt að hún skuldi sér háar fjárhæðir, meðal annars fyrir að passa barnabörnin. Sofia Urbieta Lane segir að tengdasonur sinn, Kobe Bryant, hafi lofað að sjá um sig fjárhagslega og hún hafi starfað hjá Bryant-fjölskyldunni um áraraðir sem eins konar aðstoðarkona og barnfóstra án þess að fá greitt fyrir það. Móðirin krefur dóttur sína um tæplega hundrað Bandaríkjadali á tímann fyrir að passa barnabörnin tólf tíma á dag í átján ár. Það gera fimm milljónir Bandaríkjadala og þá vill Sofia einnig fá íbúð og bíl frá Vanessu. Sofia heldur því fram að Vanessa hafi ekki virt óskir Kobes um að sjá um sig og hrakið sig burt af heimili sínu. Dóttirin segir það af og frá. Hún segir að Sofia hafi búið frítt í íbúð í eigu Bryant-hjónanna í tuttugu ár og að hún hafi bara einstaka sinnum passað barnabörnin. Vanessa segist vera særð vegna málsóknar móður sinnar og að hún skeyti engu um hvaða áhrif þetta hafi á hana og barnabörnin. Hún bætti við að móðir sín vildi lifa á henni það sem eftir væri. Vanessa segir jafnframt að Kobe hafi ekki lofað tengdamóður sinni neinu og ef hann væri á lífi væri hann svo vonsvikinn með framkomu hennar. Kobe lést í þyrluslysi ásamt þrettán ára dóttur sinni, Giönnu, þann 26. janúar. Talið er að eigur Kobes, sem Vanessa hefur nú umsjón með, séu metnar á 600 milljónir Bandaríkjadala. NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira
Sofia Urbieta Lane segir að tengdasonur sinn, Kobe Bryant, hafi lofað að sjá um sig fjárhagslega og hún hafi starfað hjá Bryant-fjölskyldunni um áraraðir sem eins konar aðstoðarkona og barnfóstra án þess að fá greitt fyrir það. Móðirin krefur dóttur sína um tæplega hundrað Bandaríkjadali á tímann fyrir að passa barnabörnin tólf tíma á dag í átján ár. Það gera fimm milljónir Bandaríkjadala og þá vill Sofia einnig fá íbúð og bíl frá Vanessu. Sofia heldur því fram að Vanessa hafi ekki virt óskir Kobes um að sjá um sig og hrakið sig burt af heimili sínu. Dóttirin segir það af og frá. Hún segir að Sofia hafi búið frítt í íbúð í eigu Bryant-hjónanna í tuttugu ár og að hún hafi bara einstaka sinnum passað barnabörnin. Vanessa segist vera særð vegna málsóknar móður sinnar og að hún skeyti engu um hvaða áhrif þetta hafi á hana og barnabörnin. Hún bætti við að móðir sín vildi lifa á henni það sem eftir væri. Vanessa segir jafnframt að Kobe hafi ekki lofað tengdamóður sinni neinu og ef hann væri á lífi væri hann svo vonsvikinn með framkomu hennar. Kobe lést í þyrluslysi ásamt þrettán ára dóttur sinni, Giönnu, þann 26. janúar. Talið er að eigur Kobes, sem Vanessa hefur nú umsjón með, séu metnar á 600 milljónir Bandaríkjadala.
NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira