Hélt að hann væri á þrekæfingu en þetta var bara upphitun hjá Bogdan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2020 11:00 Hápunktur Bogdan Kowalczyk sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta var þegar liðið vann B-keppnina í Frakklandi árið 1989 en hér má sjá úrklippu úr DV daginn eftir úrslitaleikinn. Skjámynd/Timarit.is/DV Guðjón Guðmundsson mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og Gaupi sagði þar frá snillingunum tveimur sem ollu straumhvörfum í íslenskum handbolta. Guðjón er landsþekktur íþróttafréttamaður og einn sá reyndasti af þeim sem starf enn í dag en áður en hann fór að vinna í sjónvarpi þá var hann þjálfari og aðstoðarmaður hjá Víkingi og íslenska handboltalandsliðinu. Gaupi var að sjálfsögðu spurður spjörunum úr þegar hann mætti í Sportið í dag á dögunum. Kjartan Atli spurði Guðjón Guðmundsson út í það hvort að það hafi verið straumhvörf í íslenskum handbolta þegar Pólverjinn Bogdan Kowalczyk kom til Íslands. „Hann gjörbreytir handboltanum á Íslandi en reyndar í samvinnu við Boris Bjarna Abkachev sem þjálfaði hjá Val,“ sagði Guðjón og hélt áfram. Boris Bjarni var fyrsti ráðinn til Víkings „Það er svo undarlegt að segja frá því Boris Bjarni Abkachev var fyrst ráðinn til Víkings vegna þess að Bogdan var að hætta. Bogdan fékk ekki leyfi til þess að koma til Íslands aftur því þú þurftir að fara í gegnum pólska utanríkisráðuneytið. Á þessum tíma var Járntjaldið upp á sitt besta og það var erfitt að komast á milli landa á þessum tíma,“ sagði Guðjón. „Matthías Á. Mathiesen heitinn, þáverandi utanríkisráðherra, fór í málið fyrir Víking sem varð til þess að Bogdan kom aftur og gat starfað hér áfram. Þá voru við með Boris Bjarna á kantinum og hann var atvinnulaus á Íslandi. Það var búið að gera við hann samning og hann var sendur til Vals þar sem hann gerði stórkostlega hluti,“ sagði Guðjón. Tveir menn sem gjörbreyttu handboltanum á Íslandi „Þessir tveir menn ullu straumhvörfum í íslenskum handbolta og gjörbreyttu leiknum. Ef Bogdan hefði ekki komið til Íslands þá værum við væntanlega ekki á þeim stað sem við erum í dag og sama er um Boris. Þetta voru og eru algjörir snillingar,“ sagði Guðjón. „Hvað varð það sem Bogdan gerði öðruvísi en aðrir þjálfarar,“ spurði þá Kjartan Atli. „Skipulag og taktík. Hann spilaði bara leikkerfi og hver einasta sókn var útfærð. Hann æfði gríðarlega mikið og gerði miklar kröfur. Við æfðum eins og atvinnumenn,“ sagði Guðjón sem var aðstoðarmaður Bogdan eins og flestir vita. Guðjón rifjaði upp landsleik við Dani þegar Jóhann Ingi Gunnarsson var þjálfari íslenska landsliðsins en þetta var áður en Bogdan Kowalczyk tók við landsliðinu. Setti Víkingana inn á í seinni og þeir unnu Dani „Ég held að þetta hafi verið 1980 eða 1981 en þá voru bara Víkingar og Valsmenn í landsliðinu. Við höfum aldrei unnið Dani áður á útivelli í handbolta. Jóhann Ingi var og er mjög klókur maður. Valsmennirnir spiluðu fyrri hálfleikinn og við vorum undir. Hann ákveður að setja Víkingana inn á í seinni hálfleik. Það var lítið búið að æfa og hvað gerðu Víkingarnir? Þeir spiluðu bara Víkingstaktíkina í landsleiknum á móti Dönum og við unnum okkar fyrsta sigur á Dönum á útivelli,“ sagði Guðjón. „Þarna kviknaði ljós hjá mönnum að það var kannski eitthvað á bak við það sem karlinn var að gera. En auðvitað var hann mjög sérstakur og hann var mjög kröfuharður maður. Það sem hann gerði fyrir landsliðið á sínum tíma var í raun og veru kraftaverk,“ sagði Guðjón. „Hann byrjaði á æfa á hverjum degi klukkan ellefu á kvöldin í Laugardalshöll til eitt. Hann sagði að það verður að æfa og harmónera þetta saman. Þetta var talið galið. Eru menn að fara að æfa á fimmtudagskvöldum klukkan ellefu í Laugardalshöll? Það var gert og þarna er eiginlega upphafið,“ sagði Guðjón. Eftirminnileg æfing í Strandgötu Guðjón sagði líka frá fyrstu kynnum FH-inganna Kristjáns Arasonar og Þorgils Óttar Matthiesen af æfingum Bogdan Kowalczyk en þessir tveir leikmenn áttu eftir að vera lykilmenn landsliðsins öll árin hjá Bodgan. „Ég man eftir því árið 1984 þegar það koma ungir menn í landsliðið. Við vorum að æfa í Strandgötunni í Hafnarfirði. Þorgils Óttar Mathiesen og Kristján Arason voru þá í landsliðinu og einhverjir fleiri úr FH. Þeir voru með gríðarlega efnilegt lið á þessum tíma,“ sagði Guðjón og hélt áfram: „Við byrjum að hita upp. Upphitunin er síðan búin að standa yfir í svona tuttugu mínútur og Óttar kemur hlaupandi á bekkinn og nær varla andanum. Hann segir við Steinar (Birgisson): Þetta er eitthvað klikkaður maður, það er leikur á morgun og hann er bara með þrekæfingu. Þá sagði Steinar og horfði á Óttar: Nei, nei, þetta er nú bara upphitunin,“ sagði Guðjón. Ofar í fréttinni má hlusta á allan þáttinn með Guðjóni Guðmundssyni. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Handbolti Sportið í dag Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Sjá meira
Guðjón er landsþekktur íþróttafréttamaður og einn sá reyndasti af þeim sem starf enn í dag en áður en hann fór að vinna í sjónvarpi þá var hann þjálfari og aðstoðarmaður hjá Víkingi og íslenska handboltalandsliðinu. Gaupi var að sjálfsögðu spurður spjörunum úr þegar hann mætti í Sportið í dag á dögunum. Kjartan Atli spurði Guðjón Guðmundsson út í það hvort að það hafi verið straumhvörf í íslenskum handbolta þegar Pólverjinn Bogdan Kowalczyk kom til Íslands. „Hann gjörbreytir handboltanum á Íslandi en reyndar í samvinnu við Boris Bjarna Abkachev sem þjálfaði hjá Val,“ sagði Guðjón og hélt áfram. Boris Bjarni var fyrsti ráðinn til Víkings „Það er svo undarlegt að segja frá því Boris Bjarni Abkachev var fyrst ráðinn til Víkings vegna þess að Bogdan var að hætta. Bogdan fékk ekki leyfi til þess að koma til Íslands aftur því þú þurftir að fara í gegnum pólska utanríkisráðuneytið. Á þessum tíma var Járntjaldið upp á sitt besta og það var erfitt að komast á milli landa á þessum tíma,“ sagði Guðjón. „Matthías Á. Mathiesen heitinn, þáverandi utanríkisráðherra, fór í málið fyrir Víking sem varð til þess að Bogdan kom aftur og gat starfað hér áfram. Þá voru við með Boris Bjarna á kantinum og hann var atvinnulaus á Íslandi. Það var búið að gera við hann samning og hann var sendur til Vals þar sem hann gerði stórkostlega hluti,“ sagði Guðjón. Tveir menn sem gjörbreyttu handboltanum á Íslandi „Þessir tveir menn ullu straumhvörfum í íslenskum handbolta og gjörbreyttu leiknum. Ef Bogdan hefði ekki komið til Íslands þá værum við væntanlega ekki á þeim stað sem við erum í dag og sama er um Boris. Þetta voru og eru algjörir snillingar,“ sagði Guðjón. „Hvað varð það sem Bogdan gerði öðruvísi en aðrir þjálfarar,“ spurði þá Kjartan Atli. „Skipulag og taktík. Hann spilaði bara leikkerfi og hver einasta sókn var útfærð. Hann æfði gríðarlega mikið og gerði miklar kröfur. Við æfðum eins og atvinnumenn,“ sagði Guðjón sem var aðstoðarmaður Bogdan eins og flestir vita. Guðjón rifjaði upp landsleik við Dani þegar Jóhann Ingi Gunnarsson var þjálfari íslenska landsliðsins en þetta var áður en Bogdan Kowalczyk tók við landsliðinu. Setti Víkingana inn á í seinni og þeir unnu Dani „Ég held að þetta hafi verið 1980 eða 1981 en þá voru bara Víkingar og Valsmenn í landsliðinu. Við höfum aldrei unnið Dani áður á útivelli í handbolta. Jóhann Ingi var og er mjög klókur maður. Valsmennirnir spiluðu fyrri hálfleikinn og við vorum undir. Hann ákveður að setja Víkingana inn á í seinni hálfleik. Það var lítið búið að æfa og hvað gerðu Víkingarnir? Þeir spiluðu bara Víkingstaktíkina í landsleiknum á móti Dönum og við unnum okkar fyrsta sigur á Dönum á útivelli,“ sagði Guðjón. „Þarna kviknaði ljós hjá mönnum að það var kannski eitthvað á bak við það sem karlinn var að gera. En auðvitað var hann mjög sérstakur og hann var mjög kröfuharður maður. Það sem hann gerði fyrir landsliðið á sínum tíma var í raun og veru kraftaverk,“ sagði Guðjón. „Hann byrjaði á æfa á hverjum degi klukkan ellefu á kvöldin í Laugardalshöll til eitt. Hann sagði að það verður að æfa og harmónera þetta saman. Þetta var talið galið. Eru menn að fara að æfa á fimmtudagskvöldum klukkan ellefu í Laugardalshöll? Það var gert og þarna er eiginlega upphafið,“ sagði Guðjón. Eftirminnileg æfing í Strandgötu Guðjón sagði líka frá fyrstu kynnum FH-inganna Kristjáns Arasonar og Þorgils Óttar Matthiesen af æfingum Bogdan Kowalczyk en þessir tveir leikmenn áttu eftir að vera lykilmenn landsliðsins öll árin hjá Bodgan. „Ég man eftir því árið 1984 þegar það koma ungir menn í landsliðið. Við vorum að æfa í Strandgötunni í Hafnarfirði. Þorgils Óttar Mathiesen og Kristján Arason voru þá í landsliðinu og einhverjir fleiri úr FH. Þeir voru með gríðarlega efnilegt lið á þessum tíma,“ sagði Guðjón og hélt áfram: „Við byrjum að hita upp. Upphitunin er síðan búin að standa yfir í svona tuttugu mínútur og Óttar kemur hlaupandi á bekkinn og nær varla andanum. Hann segir við Steinar (Birgisson): Þetta er eitthvað klikkaður maður, það er leikur á morgun og hann er bara með þrekæfingu. Þá sagði Steinar og horfði á Óttar: Nei, nei, þetta er nú bara upphitunin,“ sagði Guðjón. Ofar í fréttinni má hlusta á allan þáttinn með Guðjóni Guðmundssyni. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Handbolti Sportið í dag Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Sjá meira