Þjálfari Íslandsmeistaranna vill sjá breytingar svo hægt sé að klára mótið með sem bestum hætti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. desember 2020 13:00 Darri Freyr tók við þjálfun KR síðasta vor. Liðið hefur aðeins leikið einn deildarleik undir hans stjórn vegna æfinga- og keppnisbanns hér á landi frá því í október. KR Karfa Darri Freyr Atlason, þjálfari meistaraflokks karla hjá Íslandsmeisturum KR, vill sjá fyrirkomulagi Dominos-deildarinnar breytt svo hægt sé að klára mótið með viðunandi hætti. Darri Freyr birti á Twitter-síðu sinni hugmyndir um hvernig mætti útfæra Íslandsmótið með þrjú mikilvæg atriði að leiðarljósi. Hann telur að heilsa leikmanna eigi allaf að vera í fyrsta sæti, svo þurfi að huga að fjárhag liðanna sem og vörunni sem körfubolti er. Þráður um hvernig má endurskipuleggja íslandsmótið í körfubolta.Fyrir mér eru þrjú atriði mikilvægust:1) Heilsa leikmanna2) Fjárhagur liðanna3) Varan körfubolti1/n#korfubolti— Darri (@DarriFreyr) December 15, 2020 Darri vill spila ellefu leikja deildarkeppni á sem stystum tíma en halda bæði bikar og úrslitakeppni óbreyttri. Liðin sem enda í 7. og 8. sæti spila við liðin í 9. og 10. sæti um að komast inn í úrslitakeppnina. Liðin í efri tveimur sætunum þyrftu að vinna einn leik en neðri tvö þyrftu að vinna tvo leiki. Liðin í neðstu tveimur sætum Dominos-deildarinnar (11. og 12. sæti) myndu svo leika í hefðbundinni seríu gegn efstu tveimur liðunum í 1. deild. Með þessu fyrirkomulagi væri tryggt að ekkert félag myndi falla „ósanngjarnt“ niður um deild vegna þess hve fáa leiki það hefur spilað eða af því liðin í kringum þau ættu til að mynda eftir að spila við topplið deildarinnar. „Öll lið fá alvöru leiki sem draga að áhuga og auka verðmæti vörunnar,“ segir einnig í þræði Darra sem telur níu tíst. Með þessu er tryggt að ekkert lið fer "ósanngjarnt" niður á fáum leikjum spiluðum. Öll lið fá alvöru leiki sem draga að áhuga og auka verðmæti vörunnar.4/n— Darri (@DarriFreyr) December 15, 2020 Þá telur Darri það henta deildinni illa að spila vel inn í næsta sumar þar sem úrslitakeppnin borgar að hluta til undir rekstur deildarkeppninnar. Þá telur hann körfuboltann ekki vilja keppa við stórmót í fótbolta (EM fer fram), Pepsi Max deildirnar og sumarfrí landsliðsmanna. „Styrktaraðilar deildarinnar fá með því minna fyrir peninginn sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir fjármögnun komandi tímabila. Bæði fyrir KKÍ og liðin. Varan okkar er úrslitakeppnin. Vorin eru eign körfunnar. Snúum þessu í tækifæri og markaðssetjum 100 daga mót sem enginn má missa af á þessum síðustu og verstu,“ segir Darri að endingu. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla KR Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Darri Freyr birti á Twitter-síðu sinni hugmyndir um hvernig mætti útfæra Íslandsmótið með þrjú mikilvæg atriði að leiðarljósi. Hann telur að heilsa leikmanna eigi allaf að vera í fyrsta sæti, svo þurfi að huga að fjárhag liðanna sem og vörunni sem körfubolti er. Þráður um hvernig má endurskipuleggja íslandsmótið í körfubolta.Fyrir mér eru þrjú atriði mikilvægust:1) Heilsa leikmanna2) Fjárhagur liðanna3) Varan körfubolti1/n#korfubolti— Darri (@DarriFreyr) December 15, 2020 Darri vill spila ellefu leikja deildarkeppni á sem stystum tíma en halda bæði bikar og úrslitakeppni óbreyttri. Liðin sem enda í 7. og 8. sæti spila við liðin í 9. og 10. sæti um að komast inn í úrslitakeppnina. Liðin í efri tveimur sætunum þyrftu að vinna einn leik en neðri tvö þyrftu að vinna tvo leiki. Liðin í neðstu tveimur sætum Dominos-deildarinnar (11. og 12. sæti) myndu svo leika í hefðbundinni seríu gegn efstu tveimur liðunum í 1. deild. Með þessu fyrirkomulagi væri tryggt að ekkert félag myndi falla „ósanngjarnt“ niður um deild vegna þess hve fáa leiki það hefur spilað eða af því liðin í kringum þau ættu til að mynda eftir að spila við topplið deildarinnar. „Öll lið fá alvöru leiki sem draga að áhuga og auka verðmæti vörunnar,“ segir einnig í þræði Darra sem telur níu tíst. Með þessu er tryggt að ekkert lið fer "ósanngjarnt" niður á fáum leikjum spiluðum. Öll lið fá alvöru leiki sem draga að áhuga og auka verðmæti vörunnar.4/n— Darri (@DarriFreyr) December 15, 2020 Þá telur Darri það henta deildinni illa að spila vel inn í næsta sumar þar sem úrslitakeppnin borgar að hluta til undir rekstur deildarkeppninnar. Þá telur hann körfuboltann ekki vilja keppa við stórmót í fótbolta (EM fer fram), Pepsi Max deildirnar og sumarfrí landsliðsmanna. „Styrktaraðilar deildarinnar fá með því minna fyrir peninginn sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir fjármögnun komandi tímabila. Bæði fyrir KKÍ og liðin. Varan okkar er úrslitakeppnin. Vorin eru eign körfunnar. Snúum þessu í tækifæri og markaðssetjum 100 daga mót sem enginn má missa af á þessum síðustu og verstu,“ segir Darri að endingu.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla KR Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira