Fiskikóngurinn látinn taka vörur úr sölu: „Viljum við að þessar aldargömlu hefðir lognist útaf?“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. desember 2020 09:37 „Hugtakið veljum íslenskt, borðum íslenskt. Þetta hugtak er að hverfa úr íslenskri menningu,“ segir Fiskikóngurinn. Vísir/Vilhelm Tveir fulltrúar heilbrigðiseftirlitsins heimsóttu Fiskikónginn í gær og skipuðu honum að taka nokkrar vörur úr sölu, þeirra á meðal harðfisk, hnoðmör, reyktan lunda og hákarl. Umræddar vörur kaupir Fiskikóngurinn frá einstaklingum sem eru ekki með leyfi frá MAST til að verka og selja vörurnar en Kristján Berg Ásgeirsson, kóngurinn sjálfur, segist á Facebook velta því fyrir sér hvort fólk vilji að aldargamlar hefðir lognist út af. Kristján segist hafa verið andvaka eftir heimsóknina, þótt hann fagni eftirlitinu almennt. Á þeim tíma sem hann hafi selt fisk og aðra matvöru hafi fiskbúðir meðal annars þurft að hætta að selja hrefnukjöt, svartfugl og sel. Kristjáni Berg Ásgeirssyni virðist hafa verið mikið niðri fyrir þegar hann tjáði sig um málið á Facebook í nótt. „Hnoðmörina hef ég alltaf keypt af sömu konunni á Vestfjörðum frá því ég man eftir mér. Reykti lundinn var ekki með límmiða, framleiðandi, síðasti söludagur og þess hátta. Hákarlinn er líka frá einum sem ég hef keypt af í tugi ára. Hann verkar þetta meðfram öðru starfi og er sennilega ekki með leyfi frá MAST til þess að verka hákarlinn. Harðfiskurinn er frá Valla í Stykkishólmi. Hann sendi mér lúðurikkling, sem var ekki merktur framleiðsludegi og þess háttar. ...en það var ekki hægt að rekja söguna hans frá dánardegi fram til þess að hann lenti uppá fiskborðinu mínu,“ segir Kristján. Í framhaldinu veltir hann því sér hvort gamlar aðferðir tilheyri fortíðinni. Hann biður um góðan enda á ömurlegu ári. „Árið 2020 hefur verið ömurlegt fyrir flest alla. Er kannski best að klára þetta með stæl og fjarlægja þetta allt saman úr öllum hillum. Eða væri hægt að bíða með þessar aðgerðir og fara í þetta strax eftir áramót. -Leyfa okkur að njóta jólanna í smá friði. -Leyfa okkur að njóta síðustu kvöldmáltíðarinnar, þar sem við gæðum okkur þessum á ramm íslenska mat. .......síðasta máltíðin. Ég bið ekki um meira. Hugtakið veljum íslenskt, borðum íslenskt. Þetta hugtak er að hverfa úr íslenskri menningu,“ segir Fiskikóngurinn. „Mér finnst eins og það sé verið að rífa úr mér hjartað og sálina á sama tíma.“ Matur Matvælaframleiðsla Verslun Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Umræddar vörur kaupir Fiskikóngurinn frá einstaklingum sem eru ekki með leyfi frá MAST til að verka og selja vörurnar en Kristján Berg Ásgeirsson, kóngurinn sjálfur, segist á Facebook velta því fyrir sér hvort fólk vilji að aldargamlar hefðir lognist út af. Kristján segist hafa verið andvaka eftir heimsóknina, þótt hann fagni eftirlitinu almennt. Á þeim tíma sem hann hafi selt fisk og aðra matvöru hafi fiskbúðir meðal annars þurft að hætta að selja hrefnukjöt, svartfugl og sel. Kristjáni Berg Ásgeirssyni virðist hafa verið mikið niðri fyrir þegar hann tjáði sig um málið á Facebook í nótt. „Hnoðmörina hef ég alltaf keypt af sömu konunni á Vestfjörðum frá því ég man eftir mér. Reykti lundinn var ekki með límmiða, framleiðandi, síðasti söludagur og þess hátta. Hákarlinn er líka frá einum sem ég hef keypt af í tugi ára. Hann verkar þetta meðfram öðru starfi og er sennilega ekki með leyfi frá MAST til þess að verka hákarlinn. Harðfiskurinn er frá Valla í Stykkishólmi. Hann sendi mér lúðurikkling, sem var ekki merktur framleiðsludegi og þess háttar. ...en það var ekki hægt að rekja söguna hans frá dánardegi fram til þess að hann lenti uppá fiskborðinu mínu,“ segir Kristján. Í framhaldinu veltir hann því sér hvort gamlar aðferðir tilheyri fortíðinni. Hann biður um góðan enda á ömurlegu ári. „Árið 2020 hefur verið ömurlegt fyrir flest alla. Er kannski best að klára þetta með stæl og fjarlægja þetta allt saman úr öllum hillum. Eða væri hægt að bíða með þessar aðgerðir og fara í þetta strax eftir áramót. -Leyfa okkur að njóta jólanna í smá friði. -Leyfa okkur að njóta síðustu kvöldmáltíðarinnar, þar sem við gæðum okkur þessum á ramm íslenska mat. .......síðasta máltíðin. Ég bið ekki um meira. Hugtakið veljum íslenskt, borðum íslenskt. Þetta hugtak er að hverfa úr íslenskri menningu,“ segir Fiskikóngurinn. „Mér finnst eins og það sé verið að rífa úr mér hjartað og sálina á sama tíma.“
Matur Matvælaframleiðsla Verslun Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira