Fiskikóngurinn látinn taka vörur úr sölu: „Viljum við að þessar aldargömlu hefðir lognist útaf?“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. desember 2020 09:37 „Hugtakið veljum íslenskt, borðum íslenskt. Þetta hugtak er að hverfa úr íslenskri menningu,“ segir Fiskikóngurinn. Vísir/Vilhelm Tveir fulltrúar heilbrigðiseftirlitsins heimsóttu Fiskikónginn í gær og skipuðu honum að taka nokkrar vörur úr sölu, þeirra á meðal harðfisk, hnoðmör, reyktan lunda og hákarl. Umræddar vörur kaupir Fiskikóngurinn frá einstaklingum sem eru ekki með leyfi frá MAST til að verka og selja vörurnar en Kristján Berg Ásgeirsson, kóngurinn sjálfur, segist á Facebook velta því fyrir sér hvort fólk vilji að aldargamlar hefðir lognist út af. Kristján segist hafa verið andvaka eftir heimsóknina, þótt hann fagni eftirlitinu almennt. Á þeim tíma sem hann hafi selt fisk og aðra matvöru hafi fiskbúðir meðal annars þurft að hætta að selja hrefnukjöt, svartfugl og sel. Kristjáni Berg Ásgeirssyni virðist hafa verið mikið niðri fyrir þegar hann tjáði sig um málið á Facebook í nótt. „Hnoðmörina hef ég alltaf keypt af sömu konunni á Vestfjörðum frá því ég man eftir mér. Reykti lundinn var ekki með límmiða, framleiðandi, síðasti söludagur og þess hátta. Hákarlinn er líka frá einum sem ég hef keypt af í tugi ára. Hann verkar þetta meðfram öðru starfi og er sennilega ekki með leyfi frá MAST til þess að verka hákarlinn. Harðfiskurinn er frá Valla í Stykkishólmi. Hann sendi mér lúðurikkling, sem var ekki merktur framleiðsludegi og þess háttar. ...en það var ekki hægt að rekja söguna hans frá dánardegi fram til þess að hann lenti uppá fiskborðinu mínu,“ segir Kristján. Í framhaldinu veltir hann því sér hvort gamlar aðferðir tilheyri fortíðinni. Hann biður um góðan enda á ömurlegu ári. „Árið 2020 hefur verið ömurlegt fyrir flest alla. Er kannski best að klára þetta með stæl og fjarlægja þetta allt saman úr öllum hillum. Eða væri hægt að bíða með þessar aðgerðir og fara í þetta strax eftir áramót. -Leyfa okkur að njóta jólanna í smá friði. -Leyfa okkur að njóta síðustu kvöldmáltíðarinnar, þar sem við gæðum okkur þessum á ramm íslenska mat. .......síðasta máltíðin. Ég bið ekki um meira. Hugtakið veljum íslenskt, borðum íslenskt. Þetta hugtak er að hverfa úr íslenskri menningu,“ segir Fiskikóngurinn. „Mér finnst eins og það sé verið að rífa úr mér hjartað og sálina á sama tíma.“ Matur Matvælaframleiðsla Verslun Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Umræddar vörur kaupir Fiskikóngurinn frá einstaklingum sem eru ekki með leyfi frá MAST til að verka og selja vörurnar en Kristján Berg Ásgeirsson, kóngurinn sjálfur, segist á Facebook velta því fyrir sér hvort fólk vilji að aldargamlar hefðir lognist út af. Kristján segist hafa verið andvaka eftir heimsóknina, þótt hann fagni eftirlitinu almennt. Á þeim tíma sem hann hafi selt fisk og aðra matvöru hafi fiskbúðir meðal annars þurft að hætta að selja hrefnukjöt, svartfugl og sel. Kristjáni Berg Ásgeirssyni virðist hafa verið mikið niðri fyrir þegar hann tjáði sig um málið á Facebook í nótt. „Hnoðmörina hef ég alltaf keypt af sömu konunni á Vestfjörðum frá því ég man eftir mér. Reykti lundinn var ekki með límmiða, framleiðandi, síðasti söludagur og þess hátta. Hákarlinn er líka frá einum sem ég hef keypt af í tugi ára. Hann verkar þetta meðfram öðru starfi og er sennilega ekki með leyfi frá MAST til þess að verka hákarlinn. Harðfiskurinn er frá Valla í Stykkishólmi. Hann sendi mér lúðurikkling, sem var ekki merktur framleiðsludegi og þess háttar. ...en það var ekki hægt að rekja söguna hans frá dánardegi fram til þess að hann lenti uppá fiskborðinu mínu,“ segir Kristján. Í framhaldinu veltir hann því sér hvort gamlar aðferðir tilheyri fortíðinni. Hann biður um góðan enda á ömurlegu ári. „Árið 2020 hefur verið ömurlegt fyrir flest alla. Er kannski best að klára þetta með stæl og fjarlægja þetta allt saman úr öllum hillum. Eða væri hægt að bíða með þessar aðgerðir og fara í þetta strax eftir áramót. -Leyfa okkur að njóta jólanna í smá friði. -Leyfa okkur að njóta síðustu kvöldmáltíðarinnar, þar sem við gæðum okkur þessum á ramm íslenska mat. .......síðasta máltíðin. Ég bið ekki um meira. Hugtakið veljum íslenskt, borðum íslenskt. Þetta hugtak er að hverfa úr íslenskri menningu,“ segir Fiskikóngurinn. „Mér finnst eins og það sé verið að rífa úr mér hjartað og sálina á sama tíma.“
Matur Matvælaframleiðsla Verslun Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira