Keyrðu úr Hólminum, æfingunni var aflýst og þeir teknir af löggunni á leiðinni til baka: „Þeir færðu fórnir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. desember 2020 15:01 Brynjar Þór Björnsson og Teitur Örlygsson í settinu á föstudagskvöldið. /Skjáskot Stöð 2 Sport Brynjar Þór Björnsson, fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og núverandi leikmaður KR, segir að „nýja“ landsliðið okkar verði að vera tilbúið að færa fórnir. Brynjar var gestur í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið þar sem farið var yfir víðan völl. Þar á meðal íslenska landsliðið sem vann báða leiki sína í undankeppni EuroBasket á dögunum. Stórskyttan var hluti af hópnum sem fór í tvígang á stórmót en hann segir að strákarnir sem eru að koma inn núna þurfi að vera tilbúnir að leggja mikið á sig. „Þessi hópur sem er að hverfa, sem voru í landsliðinu í tíu ár, bjuggu til kjarna sem þú býrð ekki til á einu ári,“ sagði Brynjar og sagði að einhverjir af „nýju“ leikmönnunum þurfa að sætta sig við að spila lítið. „Ægir, Elvar, Hörður Axel, Jón Axel, Martin. Það er einhver af þessum sem er ekki að fara spila mjög mikið en það er lykilatriði að þeir búi til þennan sterka kjarna. Það er sama með fótboltalandsliðið. Það þarf að leggja vinnu þetta og fórna þér fyrir land og þjóð. Þú færð engan pening fyrir að spila við íslenska landsliðið.“ Hann segir að það sé mikið stolt í að spila með íslenska landsliðinu og nefndi til að mynda Loga Gunnarsson, Hlyn Bæringsson og Sigurð Þorvaldsson. „Ég var fyrir aftan Jón og Loga og fékk varla að spila. Mér fannst þetta bara svo gaman. Að vera á æfingum og reyna sanna mig. Það gekk ekkert allt of vel en...,“ sagði Brynjar léttur og tók Loga Gunnarsson sem dæmi. „Logi var átján sumur, þar sem hann fórnaði sínum tíma til þess að vera með landsliðinu. Þetta var bara stolt hans að vera með og sama með Jón. Það voru einhver átján ár. Jakob og Hlynur einnig. Það eru margar góðar sögur.“ „Til dæmis þar sem Hlynur og Siggi voru að koma úr Hólminum heilt í sumar til þess að koma á æfingar. Svo kom eitthvað upp á að æfingin datt upp fyrir og þeir keyra aftur til baka. Þeir voru teknir af löggunni og þeir þurftu að greiða það sjálfir. Það borgaði það enginn fyrir þá. Þeir færðu fórnir og gerðu það að verkum að við fórum tvisvar á EuroBasket,“ sagði Brynjar. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Brynjar og Teitur um landsliðið Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Brynjar var gestur í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið þar sem farið var yfir víðan völl. Þar á meðal íslenska landsliðið sem vann báða leiki sína í undankeppni EuroBasket á dögunum. Stórskyttan var hluti af hópnum sem fór í tvígang á stórmót en hann segir að strákarnir sem eru að koma inn núna þurfi að vera tilbúnir að leggja mikið á sig. „Þessi hópur sem er að hverfa, sem voru í landsliðinu í tíu ár, bjuggu til kjarna sem þú býrð ekki til á einu ári,“ sagði Brynjar og sagði að einhverjir af „nýju“ leikmönnunum þurfa að sætta sig við að spila lítið. „Ægir, Elvar, Hörður Axel, Jón Axel, Martin. Það er einhver af þessum sem er ekki að fara spila mjög mikið en það er lykilatriði að þeir búi til þennan sterka kjarna. Það er sama með fótboltalandsliðið. Það þarf að leggja vinnu þetta og fórna þér fyrir land og þjóð. Þú færð engan pening fyrir að spila við íslenska landsliðið.“ Hann segir að það sé mikið stolt í að spila með íslenska landsliðinu og nefndi til að mynda Loga Gunnarsson, Hlyn Bæringsson og Sigurð Þorvaldsson. „Ég var fyrir aftan Jón og Loga og fékk varla að spila. Mér fannst þetta bara svo gaman. Að vera á æfingum og reyna sanna mig. Það gekk ekkert allt of vel en...,“ sagði Brynjar léttur og tók Loga Gunnarsson sem dæmi. „Logi var átján sumur, þar sem hann fórnaði sínum tíma til þess að vera með landsliðinu. Þetta var bara stolt hans að vera með og sama með Jón. Það voru einhver átján ár. Jakob og Hlynur einnig. Það eru margar góðar sögur.“ „Til dæmis þar sem Hlynur og Siggi voru að koma úr Hólminum heilt í sumar til þess að koma á æfingar. Svo kom eitthvað upp á að æfingin datt upp fyrir og þeir keyra aftur til baka. Þeir voru teknir af löggunni og þeir þurftu að greiða það sjálfir. Það borgaði það enginn fyrir þá. Þeir færðu fórnir og gerðu það að verkum að við fórum tvisvar á EuroBasket,“ sagði Brynjar. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Brynjar og Teitur um landsliðið Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira