Viðskipti innlent

Opna IKEA á fimmtudag eftir fimm vikna lokun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Svona var umhorfs í IKEA í gær, hvar starfsmenn voru í óða önn að afgreiða pantanir í gegnum netverslun. Ljóst er að þeir þurfa að taka til hendinni svo hægt verði að opna búðina á fimmtudag.
Svona var umhorfs í IKEA í gær, hvar starfsmenn voru í óða önn að afgreiða pantanir í gegnum netverslun. Ljóst er að þeir þurfa að taka til hendinni svo hægt verði að opna búðina á fimmtudag. Vísir/Sigurjón

IKEA mun opna verslun sína í Kauptúni klukkan tíu á fimmtudagsmorgun. Undirbúningur við opnunina stendur nú sem hæst eftir að tilkynnt var um tilslakanir á sóttvarnareglum í dag.

Verslun IKEA hefur staðið lokuð síðan 31. október. Ekki þótti stætt á því að hafa búðina opna þegar aðeins máttu tíu viðskiptavinir vera þar inni í einu.

Á fimmtudag taka hins vegar gildi rýmri sóttvarnareglur sem sérstaklega snúa að verslunum. Þannig mega allar verslanir taka á móti fimm viðskiptavinum á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns. Ætla má að IKEA nýti sér þær takmarkanir til fulls en verslunin er alls 22.500 fermetrar að stærð.

Stefán Rúnar Dagsson framkvæmdastjóri IKEA sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ef sóttvarnareglur yrðu ekki rýmkaðar á fimmtudag, þannig að hægt yrði að opna verslunina á ný, væri jólasalan ónýt þetta árið. Hann kvað starfsfólk jafnframt myndu leggja allt í sölurnar til að opna aftur, fengist heimild til þess.


Tengdar fréttir

Reglurnar „mjög ein­kenni­legar“ í ljósi fer­metranna 22.500

Framkvæmdastjóri IKEA segir að ef ekki verði slakað á fjöldatakmörkunum á fimmtudag, þannig að unnt verði að opna verslunina á ný, sé jólasalan ónýt. Hann segir núverandi reglur, sem gera aðeins ráð fyrir tíu viðskiptavinum í gríðarstórri versluninni í einu, einkennilegar.

IKEA lokar vegna hertra aðgerða

Munu einbeita sér að netverslun. Framkvæmdastjórinn vonast til að geta opnað aftur eftir tvær vikur.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×