Viðskipti erlent

IKEA-vöru­listinn heyrir nú sögunni til

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrsti IKEA-bækingurinn kom út árið 1951.
Fyrsti IKEA-bækingurinn kom út árið 1951. IKEA

Eftir sjötíu ára sögu heyrir útgáfa IKEA-vörulistans – IKEA-bæklingsins – nú sögunni til. 

Frá þessu er greint á heimasíðu IKEA. „Þetta er mjög rökrétt, en einnig mjög tilkynningaþrungin ákvörðun,“ segir Konrad Grüss, forstjóri Inter IKEA Systems.

Í tilkynningu frá IKEA segir að ákvörðunin um að hætta útgáfunni megi rekja til breyttra neytendavenja og breyttrar fjölmiðlanotkunar almennings. Þá sé það stefna félagsins að verða sífellt stafrænna og aðgengilegra.  

Þá segir að þó gefin verði út sérstök, prentuð viðhafnarútgáfa IKEA-vörulistans á næsta ári sem er hugsuð sem virðingarvottur við fyrri vörulista IKEA. Sú útgáfa verði þó einungis aðgengileg í verslunum IKEA og ekki dreift á heimili.

Árið 2016 var sett met þegar IKEA-vörulistinn var gefinn út í 200 milljónum eintaka, á alls 32 tungumálum, í 69 útgáfum og á fimmtíu mörkuðum.

Einungis á rafrænu formi

Í sumarlok tilkynnti IKEA á Íslandi að vörulistinn yrði einungis gefinn út á rafrænu formi að þessu sinni og að fyrir því væru ýmsar ástæður. Þá sagði að í ljós yrði að koma hvort að um breytingu til framtíðar væri að ræða.

Sé litið til tilkynningar IKEA í morgun má nú ljóst vera að svo var.

Fyrsti IKEA-bækingurinn kom út árið 1951 og var það Ingvar Kamprad sjálfur sem setti hann saman. Á forsíðu fyrsta bæklingsins var að finna MK hægindastólinn með brúnu áklæði. Sá vörulisti var 68 síður að lengd og var gefinn út í 285 þúsund eintökum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,12
25
452.643
SJOVA
2,27
25
193.534
ARION
2,16
46
1.361.687
MAREL
2,04
39
582.450
SIMINN
1,85
14
350.533

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,34
2
3.406
ICESEA
-1,18
7
13.751
BRIM
0
6
15.074
ORIGO
0
4
13.235
EIM
0
9
215.249
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.