„Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta“ Baldur Borgþórsson skrifar 8. desember 2020 14:00 Titill greinarinnar segir allt sem segja þarf um við hvað er að etja þegar meirihluti borgarsstjórnar á í hlut. Orðin féllu af hálfu fulltrúa meirihluta borgarstjórnar að loknum fundi þar sem tekist var á um varanlega lokun Laugavegs allt frá gömlu Mjólkursamsölunni til enda við Lækjargötu. Tilefnið var spurning undirritaðs vegna fyrirhugaðs samráðsfundar með íbúum og hagaðilum á svæðinu. Spurningin var einföld: Hvað ætlið þið að gera ef allir íbúar og allir hagaðilar andmæla áformum um lokun götunnar? Svarið var líka einfalt: „Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.“ Þarna var ljóst að til stóð að auglýsa samráðsfund sem jafnframt var búið að ákveða að virða einskis. Undirritaður fór af því tilefni fram á að fundurinn yrði auglýstur rétt. Sem sýndarsamráðsfundur. Þeirri ósk var hafnað. Ekkert hefur breyst og nú stendur til að eyðileggja ósnortna strandlengju rétt við Nauthólsvík. Nú skal reisa borgarlínubrú og kannski sleppa glersundlauginni sem sumum fulltrúum meirihlutans hugnaðist að hengd yrði utan á brúnna miðja. Lögum samkvæmt þarf að gera arðsemismat á framkvæmdina. Þar sem bara strætó má nýta mannvirkið en ekki almenn bílaumferð myndi slíkt arðsemismat þýða falleinkunn á verkefnið. Meirihlutinn er með lausn við því: Ekkert arðsemismat verður gert. Aftur skal boðað til samráðsfundar undir fallegum merkjum: Nýr Skerjafjörður. Því miður er ekki tilefni til að ætla að hér verði um samráðsfund að ræða, heldur enn og aftur sýndarsamráðsfund. Meirihluta borgarstjórnar er þegar upp er staðið ,,alveg sama hvað fólk vill´´. Vilji íbúa, verndun fuglalífs, verndun grænna svæða borgarinnar og heilbrigð skynsemi mega sín lítils gegn slíku viðhorfi. ,, Framkvæmdin mun hafa áhrif á gróður, stand- og sjávarlífríki á svæðinu þar sem að landfylling mun ná yfir um 700 m kafla strandlengjunnar og um 100 m út í sjó. Framkvæmdasvæðið er grunn og breið vík. Helstu vistgerðirnar sem er að finna í víkinni eru leirur og klóþangsklungur. Samkvæmt 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 njóta leirur sérstakrar verndar. Þá hefur klóþangsklungur mjög hátt verndargildi skv. vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands.´´ Ofangreind tilvitnun úr umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands ætti ein og sér að duga til að slá öll áform um 4.3 hektara landfyllingu út af borðinu og myndi sannarlega duga til ef verið væri að eiga við fólk sem er reiðubúið að nota almenna skynsemi við ákvarðanatökur. Svo er ekki. Við erum að eiga við meirihluta borgarstjórnar Vg,P,Sf og Viðreisnar og ,,Græna Planið´´ þeirra. ,,Græna Planið´´ sem prentað var út í upplagi upp á 9,6 tonn og sent á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu… Rétt eins og samráðsfundirnir eru græn plön meirihlutans ekki mikils virði. Raunar er fátt grænt þar að finna. Helstu tíðindin eru að framvegis skulu óverjanleg verkefni, lántökur og skuldsetning meirihlutans fá nýtt nafn: ,,Grænar fjárfestingar´´- ,, Græn Fjármögnun´´ - ,,Græn skuldabréf´´. Heilbrigð skynsemi kemur lítið við sögu og raunar ekki neitt. Virðing fyrir vilja íbúa fer sömu leið. Virðing fyrir fé og hag borgarbúa er hvergi að finna heldur. Virðing fyrir fjölskrúðugu fuglalífi og raunveruleg verndun svæða sem eru á verndunarskrá? Hvergi að finna. Hvernig má þetta vera? Fólk sem er vant að beita heilbrigðri skynsemi og ábyrgð við ákvarðanatökur á auðvitað engin svör við þessari spurningu. Eftir stendur að undirritaður,fulltrúi Miðflokks í Umhverfis og heilbrigðisráði ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks í ráðinu þeim Birni Gíslasyni og Agli Þór Jónssyni munu áfram berjast gegn þessari aðför meirihlutans í ráðinu að ósnortnum grænum svæðum borgarinnar og því dýralífi sem þar er að finna. Miðflokkurinn er flokkur lausna en ekki vandamála. Undirritaður hefur áður birt grein sem snýr að strætó sem vert er að kynna sér i þessu samhengi og finna má á þessari slóð. Raunverulegar lausnir í þágu allra íbúa, manna og dýra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Titill greinarinnar segir allt sem segja þarf um við hvað er að etja þegar meirihluti borgarsstjórnar á í hlut. Orðin féllu af hálfu fulltrúa meirihluta borgarstjórnar að loknum fundi þar sem tekist var á um varanlega lokun Laugavegs allt frá gömlu Mjólkursamsölunni til enda við Lækjargötu. Tilefnið var spurning undirritaðs vegna fyrirhugaðs samráðsfundar með íbúum og hagaðilum á svæðinu. Spurningin var einföld: Hvað ætlið þið að gera ef allir íbúar og allir hagaðilar andmæla áformum um lokun götunnar? Svarið var líka einfalt: „Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.“ Þarna var ljóst að til stóð að auglýsa samráðsfund sem jafnframt var búið að ákveða að virða einskis. Undirritaður fór af því tilefni fram á að fundurinn yrði auglýstur rétt. Sem sýndarsamráðsfundur. Þeirri ósk var hafnað. Ekkert hefur breyst og nú stendur til að eyðileggja ósnortna strandlengju rétt við Nauthólsvík. Nú skal reisa borgarlínubrú og kannski sleppa glersundlauginni sem sumum fulltrúum meirihlutans hugnaðist að hengd yrði utan á brúnna miðja. Lögum samkvæmt þarf að gera arðsemismat á framkvæmdina. Þar sem bara strætó má nýta mannvirkið en ekki almenn bílaumferð myndi slíkt arðsemismat þýða falleinkunn á verkefnið. Meirihlutinn er með lausn við því: Ekkert arðsemismat verður gert. Aftur skal boðað til samráðsfundar undir fallegum merkjum: Nýr Skerjafjörður. Því miður er ekki tilefni til að ætla að hér verði um samráðsfund að ræða, heldur enn og aftur sýndarsamráðsfund. Meirihluta borgarstjórnar er þegar upp er staðið ,,alveg sama hvað fólk vill´´. Vilji íbúa, verndun fuglalífs, verndun grænna svæða borgarinnar og heilbrigð skynsemi mega sín lítils gegn slíku viðhorfi. ,, Framkvæmdin mun hafa áhrif á gróður, stand- og sjávarlífríki á svæðinu þar sem að landfylling mun ná yfir um 700 m kafla strandlengjunnar og um 100 m út í sjó. Framkvæmdasvæðið er grunn og breið vík. Helstu vistgerðirnar sem er að finna í víkinni eru leirur og klóþangsklungur. Samkvæmt 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 njóta leirur sérstakrar verndar. Þá hefur klóþangsklungur mjög hátt verndargildi skv. vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands.´´ Ofangreind tilvitnun úr umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands ætti ein og sér að duga til að slá öll áform um 4.3 hektara landfyllingu út af borðinu og myndi sannarlega duga til ef verið væri að eiga við fólk sem er reiðubúið að nota almenna skynsemi við ákvarðanatökur. Svo er ekki. Við erum að eiga við meirihluta borgarstjórnar Vg,P,Sf og Viðreisnar og ,,Græna Planið´´ þeirra. ,,Græna Planið´´ sem prentað var út í upplagi upp á 9,6 tonn og sent á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu… Rétt eins og samráðsfundirnir eru græn plön meirihlutans ekki mikils virði. Raunar er fátt grænt þar að finna. Helstu tíðindin eru að framvegis skulu óverjanleg verkefni, lántökur og skuldsetning meirihlutans fá nýtt nafn: ,,Grænar fjárfestingar´´- ,, Græn Fjármögnun´´ - ,,Græn skuldabréf´´. Heilbrigð skynsemi kemur lítið við sögu og raunar ekki neitt. Virðing fyrir vilja íbúa fer sömu leið. Virðing fyrir fé og hag borgarbúa er hvergi að finna heldur. Virðing fyrir fjölskrúðugu fuglalífi og raunveruleg verndun svæða sem eru á verndunarskrá? Hvergi að finna. Hvernig má þetta vera? Fólk sem er vant að beita heilbrigðri skynsemi og ábyrgð við ákvarðanatökur á auðvitað engin svör við þessari spurningu. Eftir stendur að undirritaður,fulltrúi Miðflokks í Umhverfis og heilbrigðisráði ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks í ráðinu þeim Birni Gíslasyni og Agli Þór Jónssyni munu áfram berjast gegn þessari aðför meirihlutans í ráðinu að ósnortnum grænum svæðum borgarinnar og því dýralífi sem þar er að finna. Miðflokkurinn er flokkur lausna en ekki vandamála. Undirritaður hefur áður birt grein sem snýr að strætó sem vert er að kynna sér i þessu samhengi og finna má á þessari slóð. Raunverulegar lausnir í þágu allra íbúa, manna og dýra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar