Myndir af Rússunum vekja athygli: „Halda áfram að taka heimskulegar ákvarðanir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. desember 2020 14:37 Rússneska liðið fagnar sigrinum á Svíum í gærkvöldi. @Instagram-síða Rússlands Rússlenska kvennalandsliðið í handbolta virðist ekki hafa miklar áhyggjur af kórónuveirunni ef skoðaðar eru nýjustu myndir af hóteli liðsins. Aftur hefur rússneska kvennalandsliðið í handbolta komið sér í fréttirnar á EM og það ekki fyrir frammistöðu sína á vellinum í Danmörku. Í gær greindi Vísir frá því að þjálfarinn Ambros Martín, þjálfari liðsins, hafi fengið aðvörun fyrir að fara úr sínu svæði í íþróttahöllinni og talað við framkvæmdastjórann sem var á öðru svæði. EHF gaf þjálfaranum aðvörun en leikmenn og þjálfarateymi liðsins hafa ekki miklar áhyggjur af kórónuveirunni ef litið er til mynda sem birtust á Instagram síðu sambandsins um helgina. Þar má sjá rússneska hópinn, þar á meðal þjálfarann Ambros, taka þátt í alls konar leikjum þar sem nándin er ansi mikil. Meðal annars leikur þar sem leikmennirnir eru með skeiðina í munninum ansi nálægt hvor öðrum. Nú hefur sambandið fjarlægt myndirnar en Søren Paaske, blaðamaður BT, er virkilega hissa á framkomu rússneska landsliðsins og segir hana óábyrga. „Ég er satt að segja hneykslaður á að Rússarnir halda áfram að taka svona heimskulegar ákvarðanir. Núna hefur Ambros Martín brotið reglurnar og hann ætti að sitja einangraður inn á herbergi þar til hann hefur farið í allar prófanir sem sýna að hann hafi ekki smitast,“ sagði Paaske og hélt áfram. „En í stað þess þá er hann að leika sér með leikmönnunum og tekur áhættuna að smita einn af þeim. Já, hann tekur áhættuna á að mótið allt verði flautað af ef hann er með kórónuveiruna í líkamanum. Mér finnst þetta sýna fram á að Rússarnir bera ekki virðingu fyrir stöðunni og þetta er vonlaust,“ bætti Paaske við. Rússarnir unnu Svíþjóð í gærkvöldi 30-26 og eru komnar áfram í næstu umferð. Rússland fékk sex stig úr leikjunum þremur í riðlinum. Handbolti Tengdar fréttir Braut sóttvarnarreglur á EM við litla hrifningu þjálfara danska landsliðsins Það virðast ekki allir geta farið eftir hörðum sóttvarnarreglum á EM í handbolta. 7. desember 2020 17:45 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Aftur hefur rússneska kvennalandsliðið í handbolta komið sér í fréttirnar á EM og það ekki fyrir frammistöðu sína á vellinum í Danmörku. Í gær greindi Vísir frá því að þjálfarinn Ambros Martín, þjálfari liðsins, hafi fengið aðvörun fyrir að fara úr sínu svæði í íþróttahöllinni og talað við framkvæmdastjórann sem var á öðru svæði. EHF gaf þjálfaranum aðvörun en leikmenn og þjálfarateymi liðsins hafa ekki miklar áhyggjur af kórónuveirunni ef litið er til mynda sem birtust á Instagram síðu sambandsins um helgina. Þar má sjá rússneska hópinn, þar á meðal þjálfarann Ambros, taka þátt í alls konar leikjum þar sem nándin er ansi mikil. Meðal annars leikur þar sem leikmennirnir eru með skeiðina í munninum ansi nálægt hvor öðrum. Nú hefur sambandið fjarlægt myndirnar en Søren Paaske, blaðamaður BT, er virkilega hissa á framkomu rússneska landsliðsins og segir hana óábyrga. „Ég er satt að segja hneykslaður á að Rússarnir halda áfram að taka svona heimskulegar ákvarðanir. Núna hefur Ambros Martín brotið reglurnar og hann ætti að sitja einangraður inn á herbergi þar til hann hefur farið í allar prófanir sem sýna að hann hafi ekki smitast,“ sagði Paaske og hélt áfram. „En í stað þess þá er hann að leika sér með leikmönnunum og tekur áhættuna að smita einn af þeim. Já, hann tekur áhættuna á að mótið allt verði flautað af ef hann er með kórónuveiruna í líkamanum. Mér finnst þetta sýna fram á að Rússarnir bera ekki virðingu fyrir stöðunni og þetta er vonlaust,“ bætti Paaske við. Rússarnir unnu Svíþjóð í gærkvöldi 30-26 og eru komnar áfram í næstu umferð. Rússland fékk sex stig úr leikjunum þremur í riðlinum.
Handbolti Tengdar fréttir Braut sóttvarnarreglur á EM við litla hrifningu þjálfara danska landsliðsins Það virðast ekki allir geta farið eftir hörðum sóttvarnarreglum á EM í handbolta. 7. desember 2020 17:45 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Braut sóttvarnarreglur á EM við litla hrifningu þjálfara danska landsliðsins Það virðast ekki allir geta farið eftir hörðum sóttvarnarreglum á EM í handbolta. 7. desember 2020 17:45