Myndir af Rússunum vekja athygli: „Halda áfram að taka heimskulegar ákvarðanir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. desember 2020 14:37 Rússneska liðið fagnar sigrinum á Svíum í gærkvöldi. @Instagram-síða Rússlands Rússlenska kvennalandsliðið í handbolta virðist ekki hafa miklar áhyggjur af kórónuveirunni ef skoðaðar eru nýjustu myndir af hóteli liðsins. Aftur hefur rússneska kvennalandsliðið í handbolta komið sér í fréttirnar á EM og það ekki fyrir frammistöðu sína á vellinum í Danmörku. Í gær greindi Vísir frá því að þjálfarinn Ambros Martín, þjálfari liðsins, hafi fengið aðvörun fyrir að fara úr sínu svæði í íþróttahöllinni og talað við framkvæmdastjórann sem var á öðru svæði. EHF gaf þjálfaranum aðvörun en leikmenn og þjálfarateymi liðsins hafa ekki miklar áhyggjur af kórónuveirunni ef litið er til mynda sem birtust á Instagram síðu sambandsins um helgina. Þar má sjá rússneska hópinn, þar á meðal þjálfarann Ambros, taka þátt í alls konar leikjum þar sem nándin er ansi mikil. Meðal annars leikur þar sem leikmennirnir eru með skeiðina í munninum ansi nálægt hvor öðrum. Nú hefur sambandið fjarlægt myndirnar en Søren Paaske, blaðamaður BT, er virkilega hissa á framkomu rússneska landsliðsins og segir hana óábyrga. „Ég er satt að segja hneykslaður á að Rússarnir halda áfram að taka svona heimskulegar ákvarðanir. Núna hefur Ambros Martín brotið reglurnar og hann ætti að sitja einangraður inn á herbergi þar til hann hefur farið í allar prófanir sem sýna að hann hafi ekki smitast,“ sagði Paaske og hélt áfram. „En í stað þess þá er hann að leika sér með leikmönnunum og tekur áhættuna að smita einn af þeim. Já, hann tekur áhættuna á að mótið allt verði flautað af ef hann er með kórónuveiruna í líkamanum. Mér finnst þetta sýna fram á að Rússarnir bera ekki virðingu fyrir stöðunni og þetta er vonlaust,“ bætti Paaske við. Rússarnir unnu Svíþjóð í gærkvöldi 30-26 og eru komnar áfram í næstu umferð. Rússland fékk sex stig úr leikjunum þremur í riðlinum. Handbolti Tengdar fréttir Braut sóttvarnarreglur á EM við litla hrifningu þjálfara danska landsliðsins Það virðast ekki allir geta farið eftir hörðum sóttvarnarreglum á EM í handbolta. 7. desember 2020 17:45 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira
Aftur hefur rússneska kvennalandsliðið í handbolta komið sér í fréttirnar á EM og það ekki fyrir frammistöðu sína á vellinum í Danmörku. Í gær greindi Vísir frá því að þjálfarinn Ambros Martín, þjálfari liðsins, hafi fengið aðvörun fyrir að fara úr sínu svæði í íþróttahöllinni og talað við framkvæmdastjórann sem var á öðru svæði. EHF gaf þjálfaranum aðvörun en leikmenn og þjálfarateymi liðsins hafa ekki miklar áhyggjur af kórónuveirunni ef litið er til mynda sem birtust á Instagram síðu sambandsins um helgina. Þar má sjá rússneska hópinn, þar á meðal þjálfarann Ambros, taka þátt í alls konar leikjum þar sem nándin er ansi mikil. Meðal annars leikur þar sem leikmennirnir eru með skeiðina í munninum ansi nálægt hvor öðrum. Nú hefur sambandið fjarlægt myndirnar en Søren Paaske, blaðamaður BT, er virkilega hissa á framkomu rússneska landsliðsins og segir hana óábyrga. „Ég er satt að segja hneykslaður á að Rússarnir halda áfram að taka svona heimskulegar ákvarðanir. Núna hefur Ambros Martín brotið reglurnar og hann ætti að sitja einangraður inn á herbergi þar til hann hefur farið í allar prófanir sem sýna að hann hafi ekki smitast,“ sagði Paaske og hélt áfram. „En í stað þess þá er hann að leika sér með leikmönnunum og tekur áhættuna að smita einn af þeim. Já, hann tekur áhættuna á að mótið allt verði flautað af ef hann er með kórónuveiruna í líkamanum. Mér finnst þetta sýna fram á að Rússarnir bera ekki virðingu fyrir stöðunni og þetta er vonlaust,“ bætti Paaske við. Rússarnir unnu Svíþjóð í gærkvöldi 30-26 og eru komnar áfram í næstu umferð. Rússland fékk sex stig úr leikjunum þremur í riðlinum.
Handbolti Tengdar fréttir Braut sóttvarnarreglur á EM við litla hrifningu þjálfara danska landsliðsins Það virðast ekki allir geta farið eftir hörðum sóttvarnarreglum á EM í handbolta. 7. desember 2020 17:45 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira
Braut sóttvarnarreglur á EM við litla hrifningu þjálfara danska landsliðsins Það virðast ekki allir geta farið eftir hörðum sóttvarnarreglum á EM í handbolta. 7. desember 2020 17:45