Fyrsta skólastigið en ekki þjónustustigið Haraldur Freyr Gíslason skrifar 7. desember 2020 15:01 Árið 2008 voru í fyrsta sinn sett lög um skólastarf á Íslandi sem gerðu ráð fyrir samhengi hlutverka leik-, grunn- og framhaldsskóla fyrir nemendur. Lögin um leikskólana, nr. 90/2008, afmarka hlutverk leikskólanna. Þar er leikskólinn skilgreindur sem fyrsta skólastigið fyrir börn sem ekki hafa náð skólaskyldualdri (en sem kunnugt er nær skólaskylda aðeins til barna í grunnskólum). Fyrsta grein laganna tiltekur hlutverk leikskólans: Hann skal annast uppeldi, umönnun og menntun barnanna í samræmi við nánari ákvæði laganna. Þar sem að ekki er skólaskylda á leikskólastiginu er það foreldra eða forsjáraðila að óska eftir leikskólaplássi fyrir börnin sín. Faglegt starf leikskóla byggir á að mæta þörfum barna og er gríðarlega fjölbreytt. Innan skólanna eru gerðar ríkulegar faglegar kröfur til að þess að tryggja þá þekkingu og hæfni sem til staðar þarf að vera svo að hægt sé að haga menntun, uppeldi og umönnun allra leikskólabarna í samræmi við rétt þeirra samkvæmt lögunum. Í lögum 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er til dæmis kveðið á um að 2/3 (67%) hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Umræða um faglegt starf í leikskólum á stundum erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi og vill víkja fyrir mun fyrirferðarmeiri umræðu um sérstakt þjónustuhlutverk leikskóla gagnvart foreldrum og atvinnulífi. Samt er óumdeilt og lögbundið að eina „þjónustuhlutverk“ leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Er það gert í gegnum leik sem er námsleið leikskólans. Þetta er sérlega sorglegt í ljósi þess að umræða um þarfir barna og möguleika leikskólastigsins til að standa undir lögbundnu hlutverki sínu þarf algeran forgang, m.a. vegna mjög alvarlegs og víðtæks kennaraskorts. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaganna nú um mundir er að fjölga leikskólakennurum. Í lykiltölum um leikskólastigið á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga má sjá að á árunum 2016-2018 fór hlutfall leikskólakennara er sinna uppeldi og menntun í leikskólum, úr 34% niður í 30%. Sláandi tölur sýna að frá byrjun árs 2018 til loka árs 2019 hafa 213 félagsmenn í Félagi leikskólakennara farið að kenna í grunnskóla, en einungis 46 félagsmenn í Félagi grunnskólakennara farið að kenna á leikskólastiginu. Munurinn er 167 félagsmenn leikskólastiginu í óhag. Helsta ástæðan fyrir þessu ójafnvægi eru ólíkir vinnutímakaflar í kjarasamningi skólastiganna. Þar hefur hingað til hallað mjög á leikskólann. Fyrsta janúar 2020 síðastliðinn tóku gildi lög sem meðal annars kveða á um að leyfisbréf geta gilt þvert á skólastig. Við þá breytingu jókst hættan enn á að leikskólakennarar flyttu sig yfir á önnur skólastig vegna ólíkra starfsaðstæðna og vinnutímafyrirkomulags. Markmið laganna er meðal annars að auka flæði á milli skólastiganna. Það er gott markmið. En flæðið þarf að vera í báðar áttir. Það er best gert með því að bæta stafsaðstæður á leikskólastiginu. Í nýgerðum kjarasamningi Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga (dags. 10. júní 2020) eru stigin skref til að bæta starfsaðstæður leikskólakennara og tryggja meiri tíma til að sinna undirbúningi fyrir fagleg störf. Töluverð aukning varð ennfremur á undirbúningstíma. Einnig var samið um skýrari og betri ramma varðandi framkvæmd undirbúningstímans. Þá var líka samið um styttingu vinnuvikunnar sem tekur gildi 1. janúar 2021. Ýmsar útfærslur eru mögulegar og geta þær verið mismunandi eftir starfsstöðvum. Stytting vinnuvikunnar er snúið verkefni í leikskólum. Sums staðar gengur sú vinna vel en annars staðar eru ljón í veginum. Félag leikskólakennara bindur vonir við að skýrari rammi, fjölgun undirbúningstíma og stytting vinnuvikunnar, ef vel tekst til, muni jafna starfsaðstæður á milli skólastiga og um leið auka fagleg gæði skólastarfs börnum til heilla. Þá standa vonir til þess að með þessum hætti séu stigin skref til að hækka hlutfall réttindakennara í leikskólum. Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla lögum samkvæmt. Þau eiga að hafa forystu um að tryggja börnum leikskóladvöl og bera ábyrgð á heildarskipan skólahalds í leikskólum landsins. Þau bera ábyrgð á starfsemi og þróun einstakra leikskóla, húsnæði og búnaði, sérúrræðum, sérfræðiþjónustu, mati og eftirliti sem og öflun og miðlun upplýsinga. Sveitarfélög skulu setja almenna stefnu um leikskólahald í hverju sveitarfélagi og kynna fyrir íbúum þess. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Lögum samkvæmt. Það er staðreynd. Hann byggir á þörfum barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun. Líka lögum samkvæmt. Hann býr ennfremur við margvíslegar áskoranir við að standa undir þessu hlutverki sínu. Hann hefur ekki rými til að taka auk þess við því þjónustuhlutverki sem krafa hefur verið gerð um og hent hefur verið á loft í pólitísku skyni í einstökum sveitarfélögum. Skyldurnar eru skýrar og þær sem beinast að sveitarstjórnum eiga sveitarstjórnirnar að taka alvarlega og standa undir. Stefnu, sem snýst um eitthvað allt annað, þarf að snúa. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Skóla - og menntamál Stytting vinnuvikunnar Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2008 voru í fyrsta sinn sett lög um skólastarf á Íslandi sem gerðu ráð fyrir samhengi hlutverka leik-, grunn- og framhaldsskóla fyrir nemendur. Lögin um leikskólana, nr. 90/2008, afmarka hlutverk leikskólanna. Þar er leikskólinn skilgreindur sem fyrsta skólastigið fyrir börn sem ekki hafa náð skólaskyldualdri (en sem kunnugt er nær skólaskylda aðeins til barna í grunnskólum). Fyrsta grein laganna tiltekur hlutverk leikskólans: Hann skal annast uppeldi, umönnun og menntun barnanna í samræmi við nánari ákvæði laganna. Þar sem að ekki er skólaskylda á leikskólastiginu er það foreldra eða forsjáraðila að óska eftir leikskólaplássi fyrir börnin sín. Faglegt starf leikskóla byggir á að mæta þörfum barna og er gríðarlega fjölbreytt. Innan skólanna eru gerðar ríkulegar faglegar kröfur til að þess að tryggja þá þekkingu og hæfni sem til staðar þarf að vera svo að hægt sé að haga menntun, uppeldi og umönnun allra leikskólabarna í samræmi við rétt þeirra samkvæmt lögunum. Í lögum 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er til dæmis kveðið á um að 2/3 (67%) hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Umræða um faglegt starf í leikskólum á stundum erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi og vill víkja fyrir mun fyrirferðarmeiri umræðu um sérstakt þjónustuhlutverk leikskóla gagnvart foreldrum og atvinnulífi. Samt er óumdeilt og lögbundið að eina „þjónustuhlutverk“ leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Er það gert í gegnum leik sem er námsleið leikskólans. Þetta er sérlega sorglegt í ljósi þess að umræða um þarfir barna og möguleika leikskólastigsins til að standa undir lögbundnu hlutverki sínu þarf algeran forgang, m.a. vegna mjög alvarlegs og víðtæks kennaraskorts. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaganna nú um mundir er að fjölga leikskólakennurum. Í lykiltölum um leikskólastigið á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga má sjá að á árunum 2016-2018 fór hlutfall leikskólakennara er sinna uppeldi og menntun í leikskólum, úr 34% niður í 30%. Sláandi tölur sýna að frá byrjun árs 2018 til loka árs 2019 hafa 213 félagsmenn í Félagi leikskólakennara farið að kenna í grunnskóla, en einungis 46 félagsmenn í Félagi grunnskólakennara farið að kenna á leikskólastiginu. Munurinn er 167 félagsmenn leikskólastiginu í óhag. Helsta ástæðan fyrir þessu ójafnvægi eru ólíkir vinnutímakaflar í kjarasamningi skólastiganna. Þar hefur hingað til hallað mjög á leikskólann. Fyrsta janúar 2020 síðastliðinn tóku gildi lög sem meðal annars kveða á um að leyfisbréf geta gilt þvert á skólastig. Við þá breytingu jókst hættan enn á að leikskólakennarar flyttu sig yfir á önnur skólastig vegna ólíkra starfsaðstæðna og vinnutímafyrirkomulags. Markmið laganna er meðal annars að auka flæði á milli skólastiganna. Það er gott markmið. En flæðið þarf að vera í báðar áttir. Það er best gert með því að bæta stafsaðstæður á leikskólastiginu. Í nýgerðum kjarasamningi Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga (dags. 10. júní 2020) eru stigin skref til að bæta starfsaðstæður leikskólakennara og tryggja meiri tíma til að sinna undirbúningi fyrir fagleg störf. Töluverð aukning varð ennfremur á undirbúningstíma. Einnig var samið um skýrari og betri ramma varðandi framkvæmd undirbúningstímans. Þá var líka samið um styttingu vinnuvikunnar sem tekur gildi 1. janúar 2021. Ýmsar útfærslur eru mögulegar og geta þær verið mismunandi eftir starfsstöðvum. Stytting vinnuvikunnar er snúið verkefni í leikskólum. Sums staðar gengur sú vinna vel en annars staðar eru ljón í veginum. Félag leikskólakennara bindur vonir við að skýrari rammi, fjölgun undirbúningstíma og stytting vinnuvikunnar, ef vel tekst til, muni jafna starfsaðstæður á milli skólastiga og um leið auka fagleg gæði skólastarfs börnum til heilla. Þá standa vonir til þess að með þessum hætti séu stigin skref til að hækka hlutfall réttindakennara í leikskólum. Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla lögum samkvæmt. Þau eiga að hafa forystu um að tryggja börnum leikskóladvöl og bera ábyrgð á heildarskipan skólahalds í leikskólum landsins. Þau bera ábyrgð á starfsemi og þróun einstakra leikskóla, húsnæði og búnaði, sérúrræðum, sérfræðiþjónustu, mati og eftirliti sem og öflun og miðlun upplýsinga. Sveitarfélög skulu setja almenna stefnu um leikskólahald í hverju sveitarfélagi og kynna fyrir íbúum þess. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Lögum samkvæmt. Það er staðreynd. Hann byggir á þörfum barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun. Líka lögum samkvæmt. Hann býr ennfremur við margvíslegar áskoranir við að standa undir þessu hlutverki sínu. Hann hefur ekki rými til að taka auk þess við því þjónustuhlutverki sem krafa hefur verið gerð um og hent hefur verið á loft í pólitísku skyni í einstökum sveitarfélögum. Skyldurnar eru skýrar og þær sem beinast að sveitarstjórnum eiga sveitarstjórnirnar að taka alvarlega og standa undir. Stefnu, sem snýst um eitthvað allt annað, þarf að snúa. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun