Mjög hversdagslegt og ekkert punchline Gunnar Dan Wiium skrifar 7. desember 2020 12:01 Þegar ekkert er að. Ég er miðaldra. Með iðnmenntun í grunninn og talsverða starfsreynslu. Alltaf unnið, aldrei langa daga en alltaf unnið. Ég hef aldrei leigt íbúð, svona kaupari. Ég er gagnkynhneigður, giftur góðri konu og saman eigum við góða dóttur. Bý í húsi sem er ekki yfirveðsett. Á grasflöt og sólpall. Við eigum líka kött, eða einna heldur það býr köttur í stofunni hjá okkur. Hún hefur búið hjá okkur í 5 ár. Veit ekki hvort hún myndi halda því áfram ef ég myndi ekki gefa henni að borða. Hún myndi örugglega bara fara, hún er samt mjög löt og ég veit ekki hvað hún heitir. Ég vinn með börnum eins og er, kenni þeim smíði. Þau elska það, bíða í röðum fyrir utan stofuna hjá mér fyrir tímann. Ég er ekki með yfirdrátt og legg meira að segja fyrir. Ég slæ grasið berfættur og er nýlega komin með blæti fyrir moltugerð. Ég monta mig yfir moltunni minni og sýni gestum og gangandi inn í hana. Síðasta sumar ræktaði ég um tvö hundruð THC fríar kannabisplöntur og drekk ég afraksturinn á hverju kvöldi. Mér finnst það æðislegt og segi gestum og gangandi frá því. Ég horfi á Netflix, mér finnst það nice. Um daginn horfði ég á heila seríu um skákkonu á þrem dögum. Svo sagði ég fólki frá því. Ég er meðalmaður en hef ekkert alltaf verið það. Ég hef upplifað stjórnleysi og logið. Ég hef verið með yfirdrátt og verið ábyrgðarlaus. Ég hef brugðist skyldum mínum og komið mér og öðrum í vandræði. En í dag er eins og ég hafi náð að koma mér á annan stað. Það er eins og það sé ekkert að. Það er bara þögn og ég leita af óuppgerðu, einhverju veseni og ég finn það ekki. Það er þögn og kötturinn sefur. Hún sefur reyndar mjög mikið svo það er kannski ekki marktækt. Hún væri eflaust sofandi í ringulreið. Nema kannski ef hún fengi ekki mat. Hafið þið góðan dag meðbræður og systur. Munið að hlusta eftir þögninni milli einda. Höfundur er smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ekkert er að. Ég er miðaldra. Með iðnmenntun í grunninn og talsverða starfsreynslu. Alltaf unnið, aldrei langa daga en alltaf unnið. Ég hef aldrei leigt íbúð, svona kaupari. Ég er gagnkynhneigður, giftur góðri konu og saman eigum við góða dóttur. Bý í húsi sem er ekki yfirveðsett. Á grasflöt og sólpall. Við eigum líka kött, eða einna heldur það býr köttur í stofunni hjá okkur. Hún hefur búið hjá okkur í 5 ár. Veit ekki hvort hún myndi halda því áfram ef ég myndi ekki gefa henni að borða. Hún myndi örugglega bara fara, hún er samt mjög löt og ég veit ekki hvað hún heitir. Ég vinn með börnum eins og er, kenni þeim smíði. Þau elska það, bíða í röðum fyrir utan stofuna hjá mér fyrir tímann. Ég er ekki með yfirdrátt og legg meira að segja fyrir. Ég slæ grasið berfættur og er nýlega komin með blæti fyrir moltugerð. Ég monta mig yfir moltunni minni og sýni gestum og gangandi inn í hana. Síðasta sumar ræktaði ég um tvö hundruð THC fríar kannabisplöntur og drekk ég afraksturinn á hverju kvöldi. Mér finnst það æðislegt og segi gestum og gangandi frá því. Ég horfi á Netflix, mér finnst það nice. Um daginn horfði ég á heila seríu um skákkonu á þrem dögum. Svo sagði ég fólki frá því. Ég er meðalmaður en hef ekkert alltaf verið það. Ég hef upplifað stjórnleysi og logið. Ég hef verið með yfirdrátt og verið ábyrgðarlaus. Ég hef brugðist skyldum mínum og komið mér og öðrum í vandræði. En í dag er eins og ég hafi náð að koma mér á annan stað. Það er eins og það sé ekkert að. Það er bara þögn og ég leita af óuppgerðu, einhverju veseni og ég finn það ekki. Það er þögn og kötturinn sefur. Hún sefur reyndar mjög mikið svo það er kannski ekki marktækt. Hún væri eflaust sofandi í ringulreið. Nema kannski ef hún fengi ekki mat. Hafið þið góðan dag meðbræður og systur. Munið að hlusta eftir þögninni milli einda. Höfundur er smíðakennari.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar