„Ég man, ég sagði nei“ Ásthildur Mía Ásmundardóttir skrifar 8. desember 2020 08:01 Ég átti samtal við vinkonu um daginn sem vill ekki láta nafn síns getið. Hún sagði mér frá sinni reynslu af kynbundnu ofbeldi. „Ég var ný flutt í annað bæjarfélag og á leiðinni í menntaskóla. Sem var frekar erfið umbreyting fyrir 16 ára stelpu og svo voru alvarleg veikindi hjá foreldri sem hafði mikil áhrif á mig. Ég átti enga vini og var spennt að kynnast nýju fólki, sem ég á endanum gerði. Í gegnum sameiginlega vini kynntist ég strák. Við byrjuðum að sofa saman og svo þróaðist sambandið okkar í góða vináttu. Þetta var strákur sem ég taldi mig þekkja vel og treysti. Einn daginn förum við heim til hans í hádegismat og ég ætlaði að leggja mig, eins og við höfðum oft gert áður. En þetta skipti var öðruvísi. Hann lagðist við hliðina á mér og ég man eftir að hafa sagt nei, svo missti ég alla stjórn á líkama mínum. Það tók mig nokkrar vikur að meðtaka það sem hafði átt sér stað og ég vissi að mín upplifun hafði ekki verið sú sama og hans. Mér fannst eins og mín upplifun hefði ekki verið rétt, var mín upplifun kannski ekki rétt? Mér fannst ósanngjarnt að segja að hann hefði beitt mig kynferðislegu ofbeldi, þetta var besti vinur minn. Mér fannst ég ekki geta talað við neinn um þetta og alls ekki heima. Ég vildi ekki leggja meira á foreldra mína vegna veikindanna sem fyrir voru á heimilinu. Ég ýtti atvikinu lengra og lengra frá mér. Ég hélt ennþá vináttu við strákinn og mér leið eins og það væri orðið of seint að segja frá. Ég varð „klikkaður“ unglingur eftir þetta atvik. Ég eyddi öllum stundum í herberginu mínu á milli þess sem ég reifst við foreldra mína. Þegar ég hafði byggt upp nægan kjark til að segja frá atvikinu, áttu vinir mínir erfitt með að trúa mér og snéru baki við mér. Ég reyndi nokkrum sinnum að fara til sálfræðings en var ekki tilbúin til að horfast í augu við vandamálin mín. Það tók mig langan tíma að slíta sambandi við strákinn. Þrátt fyrir allt var hann besti vinur minn. Í dag hef ég slitið öllu sambandi við hann og þá „vini“ mína sem völdu að trúa honum. Ég rekst ennþá á hann í dag og finn alltaf fyrir sömu tilfinningu, reiði. Mér finnst svo ósanngjarnt að hann hafi komist upp með þetta. Á meðan ber ég þessar tilfinningar á bakinu. Nýlega byrjaði ég aftur að mæta til sálfræðings og finnst ég vera betur í stakk búin til að vinna úr atvikinu. Hvað varðar skömmina sem fylgir því að vera nauðgað þá er ég ekki búin að skila henni. Nú fjórum árum síðar er ég enn að vinna úr þessu atviki og á langt í land.“ Höfundur situr í stjórn Ungmennaráðs UN Women á Íslandi sem varaforseti. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég átti samtal við vinkonu um daginn sem vill ekki láta nafn síns getið. Hún sagði mér frá sinni reynslu af kynbundnu ofbeldi. „Ég var ný flutt í annað bæjarfélag og á leiðinni í menntaskóla. Sem var frekar erfið umbreyting fyrir 16 ára stelpu og svo voru alvarleg veikindi hjá foreldri sem hafði mikil áhrif á mig. Ég átti enga vini og var spennt að kynnast nýju fólki, sem ég á endanum gerði. Í gegnum sameiginlega vini kynntist ég strák. Við byrjuðum að sofa saman og svo þróaðist sambandið okkar í góða vináttu. Þetta var strákur sem ég taldi mig þekkja vel og treysti. Einn daginn förum við heim til hans í hádegismat og ég ætlaði að leggja mig, eins og við höfðum oft gert áður. En þetta skipti var öðruvísi. Hann lagðist við hliðina á mér og ég man eftir að hafa sagt nei, svo missti ég alla stjórn á líkama mínum. Það tók mig nokkrar vikur að meðtaka það sem hafði átt sér stað og ég vissi að mín upplifun hafði ekki verið sú sama og hans. Mér fannst eins og mín upplifun hefði ekki verið rétt, var mín upplifun kannski ekki rétt? Mér fannst ósanngjarnt að segja að hann hefði beitt mig kynferðislegu ofbeldi, þetta var besti vinur minn. Mér fannst ég ekki geta talað við neinn um þetta og alls ekki heima. Ég vildi ekki leggja meira á foreldra mína vegna veikindanna sem fyrir voru á heimilinu. Ég ýtti atvikinu lengra og lengra frá mér. Ég hélt ennþá vináttu við strákinn og mér leið eins og það væri orðið of seint að segja frá. Ég varð „klikkaður“ unglingur eftir þetta atvik. Ég eyddi öllum stundum í herberginu mínu á milli þess sem ég reifst við foreldra mína. Þegar ég hafði byggt upp nægan kjark til að segja frá atvikinu, áttu vinir mínir erfitt með að trúa mér og snéru baki við mér. Ég reyndi nokkrum sinnum að fara til sálfræðings en var ekki tilbúin til að horfast í augu við vandamálin mín. Það tók mig langan tíma að slíta sambandi við strákinn. Þrátt fyrir allt var hann besti vinur minn. Í dag hef ég slitið öllu sambandi við hann og þá „vini“ mína sem völdu að trúa honum. Ég rekst ennþá á hann í dag og finn alltaf fyrir sömu tilfinningu, reiði. Mér finnst svo ósanngjarnt að hann hafi komist upp með þetta. Á meðan ber ég þessar tilfinningar á bakinu. Nýlega byrjaði ég aftur að mæta til sálfræðings og finnst ég vera betur í stakk búin til að vinna úr atvikinu. Hvað varðar skömmina sem fylgir því að vera nauðgað þá er ég ekki búin að skila henni. Nú fjórum árum síðar er ég enn að vinna úr þessu atviki og á langt í land.“ Höfundur situr í stjórn Ungmennaráðs UN Women á Íslandi sem varaforseti. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun