Íslenskt eða hvað? Daði Geir Samúelsson og Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifa 4. desember 2020 08:30 Við erum að verða of sein á æfingu. Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni og þegar við áttum okkur á því að það eru 20 mín í æfingu stökkvum við af stað. En þegar við erum að bruna af stað byrjar garnirnar að gaula en matartíminn fór eitthvað fram hjá okkur. Við hoppum í búð á leiðinni. Daði grípur próteindrykk, gulrætur og skyr og Jóhanna dós af sódavatni og samloku. Við teljum okkur bæði meðvituð um okkar mat og viljum kaupa íslenskt og gripum því vörur sem voru kirfilegar merktar á íslensku. Svo er haldið á æfingu og maturinn hámaður í sig á leiðinni. Að æfingu lokinni förum við að skoða umbúðirnar af nestinu sem við höfðum hesthúsað í okkur á núll einni þá kom ýmislegt í ljós. Eða kannski réttara sagt kom ekki í ljós. Það var nefnilega ekkert skýrt hvort um íslenska vöru væri um að ræða. Umbúðirnar voru allar á íslensku en það kom alls ekki alls staðar fram hvaðan megin innihaldið væri. Jú gulræturnar voru vel merktar að um íslenska ræktun væri að ræða enda eru á Íslandi gerðar kröfur um upprunamerkingar á matjurtum, nautgripakjöti, kjöti af svínum, sauðfé, geitum, alifuglum og á hunangi. Aðrar matvörur þurfa því ekki að tilgreina uppruna á aðal hráefnum eða framleiðslustað. Þá hófst rannsóknar leiðangurinn um uppruna varanna sem var ekki endilega mjög skýr. Skyrið reyndist íslenskt úr íslenskri mjólk og framleitt hér á landi. Próteindrykkurinn sem var við hliðina á skyrinu í kælinum, merktur íslenskum slagorðum í bak og fyrir reyndist hins vegar framleiddur erlendis og sömu sögu var að segja um sódavatnið. Samlokuna var hins vegar ógerningur að greina. Á öllum vörum voru mismunandi merkingar og sumar hverjar ekki mjög skýrar. Er ásættanlegt að leggja þurfi upp í slíka greiningarvinnu til að fá réttmætar upplýsingar um vöru sem maður ætlar að leggja sér til munns? Af hverju er ekki kveðið skýrt á um uppruna og framleiðslustað á umbúðum? Í janúar 2014 skrifuðu Samtök atvinnulífsins, Bændasamtök Íslands og Neytendasamtökin undir sáttmála um upprunamerkingar matvæla. Enn í dag er að finna brotalöm á upplýsingum til neytenda er varða uppruna matvæla. Í könnun sem var gerð sama ár kom fram að rúmlega tveir þriðju landsmanna teldu það óásættanlegt að upprunalands hráefnis sé ekki getið á umbúðum unninna matvæla. Könnunin sýndi einnig að áhersla Íslendinga á upprunamerkingar hafði aukist umtalsvert frá fyrri könnunum. Því miður eru margir enn að einblína á hvernig þeir geta komist hjá því að upplýsa neytendur um réttan uppruna og láta þannig reyna á ýmis lýsingarorð sem geta verið villandi. Ásamt notkun umbúða eða merkja sem líkjast þeim sem eru á vörum sem neytendur bera traust til. Þá ber framleiðendum heldur ekki skylda til að upplýsa neytendur ef framleiðslulandi eða innihaldi er breytt, þannig geta neytendur lagt traust á vöru úr íslenskum hráefnum sem síðan er breytt án sérstakra tilkynninga þar um. Þegar kemur að upprunamerkingum eru margir hagaðilar sem njóta þess ef að þær merkingar eru réttar og skýrar. Skýr framsetning á uppruna matvæla eykur traust neytenda til framleiðenda, vinnsluaðila og söluaðila. Því ber að fagna frumkvæði þeirra sem hafa merkt vörur skilmerkilega með uppruna matvæla þegar að slíkt er ekki endilega bundið í lög og reglur. Á sambandsþingi ungra framsóknarmann sem haldið var í október var samþykkt ályktun þar sem krafa var gerð um að matvæli og drykkjarvörur sem seldar eru á Íslandi skuli vera með öruggri og skýrri upprunamerkingu. Upprunamerkingar eru hagsmunamál allra Íslendinga sem stuðlar að innlendir verðmætasköpun. Þegar þú velur íslenska vöru og þjónustu skilar það sér aftur til þín. Svo við tökum undir það góða slagorð: íslenskt láttu það ganga. Daði Geir Samúelsson, verkfræðingur og í stjórn SUF, Sambands ungra Framsóknarmanna. Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri og í varastjórn SUF, Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Neytendur Jóhanna María Sigmundsdóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum að verða of sein á æfingu. Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni og þegar við áttum okkur á því að það eru 20 mín í æfingu stökkvum við af stað. En þegar við erum að bruna af stað byrjar garnirnar að gaula en matartíminn fór eitthvað fram hjá okkur. Við hoppum í búð á leiðinni. Daði grípur próteindrykk, gulrætur og skyr og Jóhanna dós af sódavatni og samloku. Við teljum okkur bæði meðvituð um okkar mat og viljum kaupa íslenskt og gripum því vörur sem voru kirfilegar merktar á íslensku. Svo er haldið á æfingu og maturinn hámaður í sig á leiðinni. Að æfingu lokinni förum við að skoða umbúðirnar af nestinu sem við höfðum hesthúsað í okkur á núll einni þá kom ýmislegt í ljós. Eða kannski réttara sagt kom ekki í ljós. Það var nefnilega ekkert skýrt hvort um íslenska vöru væri um að ræða. Umbúðirnar voru allar á íslensku en það kom alls ekki alls staðar fram hvaðan megin innihaldið væri. Jú gulræturnar voru vel merktar að um íslenska ræktun væri að ræða enda eru á Íslandi gerðar kröfur um upprunamerkingar á matjurtum, nautgripakjöti, kjöti af svínum, sauðfé, geitum, alifuglum og á hunangi. Aðrar matvörur þurfa því ekki að tilgreina uppruna á aðal hráefnum eða framleiðslustað. Þá hófst rannsóknar leiðangurinn um uppruna varanna sem var ekki endilega mjög skýr. Skyrið reyndist íslenskt úr íslenskri mjólk og framleitt hér á landi. Próteindrykkurinn sem var við hliðina á skyrinu í kælinum, merktur íslenskum slagorðum í bak og fyrir reyndist hins vegar framleiddur erlendis og sömu sögu var að segja um sódavatnið. Samlokuna var hins vegar ógerningur að greina. Á öllum vörum voru mismunandi merkingar og sumar hverjar ekki mjög skýrar. Er ásættanlegt að leggja þurfi upp í slíka greiningarvinnu til að fá réttmætar upplýsingar um vöru sem maður ætlar að leggja sér til munns? Af hverju er ekki kveðið skýrt á um uppruna og framleiðslustað á umbúðum? Í janúar 2014 skrifuðu Samtök atvinnulífsins, Bændasamtök Íslands og Neytendasamtökin undir sáttmála um upprunamerkingar matvæla. Enn í dag er að finna brotalöm á upplýsingum til neytenda er varða uppruna matvæla. Í könnun sem var gerð sama ár kom fram að rúmlega tveir þriðju landsmanna teldu það óásættanlegt að upprunalands hráefnis sé ekki getið á umbúðum unninna matvæla. Könnunin sýndi einnig að áhersla Íslendinga á upprunamerkingar hafði aukist umtalsvert frá fyrri könnunum. Því miður eru margir enn að einblína á hvernig þeir geta komist hjá því að upplýsa neytendur um réttan uppruna og láta þannig reyna á ýmis lýsingarorð sem geta verið villandi. Ásamt notkun umbúða eða merkja sem líkjast þeim sem eru á vörum sem neytendur bera traust til. Þá ber framleiðendum heldur ekki skylda til að upplýsa neytendur ef framleiðslulandi eða innihaldi er breytt, þannig geta neytendur lagt traust á vöru úr íslenskum hráefnum sem síðan er breytt án sérstakra tilkynninga þar um. Þegar kemur að upprunamerkingum eru margir hagaðilar sem njóta þess ef að þær merkingar eru réttar og skýrar. Skýr framsetning á uppruna matvæla eykur traust neytenda til framleiðenda, vinnsluaðila og söluaðila. Því ber að fagna frumkvæði þeirra sem hafa merkt vörur skilmerkilega með uppruna matvæla þegar að slíkt er ekki endilega bundið í lög og reglur. Á sambandsþingi ungra framsóknarmann sem haldið var í október var samþykkt ályktun þar sem krafa var gerð um að matvæli og drykkjarvörur sem seldar eru á Íslandi skuli vera með öruggri og skýrri upprunamerkingu. Upprunamerkingar eru hagsmunamál allra Íslendinga sem stuðlar að innlendir verðmætasköpun. Þegar þú velur íslenska vöru og þjónustu skilar það sér aftur til þín. Svo við tökum undir það góða slagorð: íslenskt láttu það ganga. Daði Geir Samúelsson, verkfræðingur og í stjórn SUF, Sambands ungra Framsóknarmanna. Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri og í varastjórn SUF, Sambands ungra Framsóknarmanna.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun