Viðskipti erlent

Ry­anair kaupir 210 Boeing 737 Max vélar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ryanair hefur fest kaup á 210 Boeing 737 Max flugvélum.
Ryanair hefur fest kaup á 210 Boeing 737 Max flugvélum. Getty/Nik Oiko

Írska flugfélagið Ryanair hefur skrifað undir samning um kaup á 75 Boeing 737 Max flugvélum til viðbótar við 135 sem félagið hafði þegar keypt. Flugbanni, sem sett var á eftir tvö mannskæð flugslys, verður líklega létt í Evrópu í janúar.

Ryanair hefur þegar skrifað undir kaupsamning á 135 flugvélum. Vélarnar 75 sem bætt hefur verið við munu hækka kaupverðið upp í 22 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 2.800 milljörðum íslenskra króna.

Nýlega afléttu eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum flugbanninu eftir 20 mánaða langt flugbann vélanna. Flugöryggisstofnun Evrópusambandsins á enn eftir að aflétta banninu en talið er að það gæti gerst í janúar næstkomandi.

Ryanair vonast til þess að það geti tekið við nýju flugvélunum á fyrri hluta næsta árs.

Boeing neyddist til þess að taka hönnun vélanna til skoðunar eftir að tvær vélar af 737 Max gerð hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu árin 2018 og 2019. 346 dóu í slysunum. Í kjölfarið vöknuðu upp spurningar um öryggi vélanna og voru þær settar í flugbann á meðan gerðar voru grundvallabreytingar á hönnun þeirra.


Tengdar fréttir

MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor

Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
4,3
16
477.525
VIS
1,51
15
69.463
SJOVA
1,38
20
112.984
KVIKA
1,05
30
609.444
LEQ
0,59
3
1.466

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,75
37
101.944
FESTI
-1,03
6
27.006
MAREL
-0,89
12
150.228
SIMINN
-0,57
17
292.109
EIK
-0,56
5
9.412
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.