MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2020 07:33 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að flugmenn verði brátt þjálfaðir til að fljúga vélunum. Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, kveðst reikna með að MAX-vélar félagsins verði teknar í notkun og komi inn í áætlun hjá flugfélaginu næsta vor. Miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Þetta segir Bogi Nils í samtali við Morgunblaðið þar sem hann er aðspurður um þær fréttir að bandarísk flugmálayfirvöld hafi nú gefið grænt ljós á ferðir vélanna, Boeing 737-MAX, sem voru allar kyrrsettar í kjölfar tveggja flugslysa í Indónesíu annars vegar og Eþíópíu hins vegar, þar sem samtals 346 fórust. Bogi Nils segist gera ráð fyrir að evrópsk flugmálayfirvöld muni nú fara yfir niðurstöður þeirra bandarísku og svo sjálft gefa grænt ljós á vélarnar í byrjun árs. Icelandair muni svo taka MAX-vélar sínar í notkun eitthvað eftir það. Hann segir að framundan sé vinna við að miðla upplýsingum til viðskiptavina um öryggi vélanna til að byggja megi upp traust. Sömuleiðis muni brátt hefjast vinna við að þjálfa flugmenn að fljúga vélunum. Flugfélagið tilkynnti um kaup á sextán MAX-vélum árið 2013, en eftir að samið var við Boeing eftir kyrrsetningu mun Icelandair nú eignast samtals tólf slíkar vélar í stað sextán. Einhverjar þeirra höfðu þegar verið teknar í notkun þegar ákveðið var um kyrrsetningu. Fréttir af flugi Icelandair Boeing Tengdar fréttir MAX-vélarnar fá grænt ljós í Bandaríkjunum Bandarísk flugmálayfirvöld hafa aflétt nærri tveggja ára löngu flugbanni á Boeing 737 MAX flugvélarnar. Afléttingin gildir um Bandaríkin. 18. nóvember 2020 13:04 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, kveðst reikna með að MAX-vélar félagsins verði teknar í notkun og komi inn í áætlun hjá flugfélaginu næsta vor. Miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Þetta segir Bogi Nils í samtali við Morgunblaðið þar sem hann er aðspurður um þær fréttir að bandarísk flugmálayfirvöld hafi nú gefið grænt ljós á ferðir vélanna, Boeing 737-MAX, sem voru allar kyrrsettar í kjölfar tveggja flugslysa í Indónesíu annars vegar og Eþíópíu hins vegar, þar sem samtals 346 fórust. Bogi Nils segist gera ráð fyrir að evrópsk flugmálayfirvöld muni nú fara yfir niðurstöður þeirra bandarísku og svo sjálft gefa grænt ljós á vélarnar í byrjun árs. Icelandair muni svo taka MAX-vélar sínar í notkun eitthvað eftir það. Hann segir að framundan sé vinna við að miðla upplýsingum til viðskiptavina um öryggi vélanna til að byggja megi upp traust. Sömuleiðis muni brátt hefjast vinna við að þjálfa flugmenn að fljúga vélunum. Flugfélagið tilkynnti um kaup á sextán MAX-vélum árið 2013, en eftir að samið var við Boeing eftir kyrrsetningu mun Icelandair nú eignast samtals tólf slíkar vélar í stað sextán. Einhverjar þeirra höfðu þegar verið teknar í notkun þegar ákveðið var um kyrrsetningu.
Fréttir af flugi Icelandair Boeing Tengdar fréttir MAX-vélarnar fá grænt ljós í Bandaríkjunum Bandarísk flugmálayfirvöld hafa aflétt nærri tveggja ára löngu flugbanni á Boeing 737 MAX flugvélarnar. Afléttingin gildir um Bandaríkin. 18. nóvember 2020 13:04 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
MAX-vélarnar fá grænt ljós í Bandaríkjunum Bandarísk flugmálayfirvöld hafa aflétt nærri tveggja ára löngu flugbanni á Boeing 737 MAX flugvélarnar. Afléttingin gildir um Bandaríkin. 18. nóvember 2020 13:04