Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2020 23:36 Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar. EPA-EFE/STEPHEN BRASHEAR Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. Yfirmaður Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins, EASA, sagði í dag að stofnunin teldi vélarnar orðnar öruggar til flugs eftir að ráðist var í breytingar á hönnun vélarinnar. Tvær vélar af 737 Max gerð hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu árin 2018 og 2019 og dóu 346 í slysunum. Í kjölfarið vöknuðu upp spurningar um öryggi vélanna og voru þær settar í flugbann á meðan gerðar voru grundvallabreytingar á hönnun þeirra. EASA hefur þegar hafið undirbúning á tillögu um að enda flugbannið og verður tillagan gerð opinber í næstu viku. Þá tekur við mánaðarbið, þar sem hægt verður að gera athugasemdir við tillöguna. Þegar því ferli er lokið og búið er að vinna úr athugasemdunum verður tekin ákvörðun um hvort létta eigi flugbanninu og gert er ráð fyrir að sú ákvörðun verði gerð í janúar. Óljóst er hve langan tíma það mun taka fyrir flugvélarnar að komast aftur í notkun í Evrópu en flugmenn munu þurfa að fá þjálfun og flugfélög tíma til þess að uppfæra hugbúnað vélanna og tryggja að þær uppfylli staðla EASA. Áætlað er að notkun vélanna hefjist þann 29. desember í Bandaríkjunum en þá verða liðnar tæpar sex vikur frá því að eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum birtu tilskipun um að flugbanninu væri létt. Aðildarríki EASA eru öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins auk EFTA ríkjanna: Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss. Þá fellur Bretland einnig undir EASA en því mun ljúka 31. desember, þegar Bretland segir skilið við Evrópusambandið. Fréttin hefur verið uppfærð. Boeing Fréttir af flugi Evrópusambandið Tengdar fréttir Senda teymi til að sækja MAX-vélarnar úr eyðimörkinni Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur sent teymi flugvirkja í eyðimörkina við Victorville í Kaliforníu þar sem flugfélagið geymir 34 af Boeing 737 MAX-flugvélum sínum. 19. nóvember 2020 15:48 MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær. 19. nóvember 2020 07:33 Norwegian leitar til dómstóla til að bjarga félaginu frá gjaldþroti Flugfélagið Norwegian Air hefur leitað til dómstóla á Írlandi vegna mikilla skulda. Um er að ræða viðleitni til að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins á tímum kórónuveirufaraldursins. 18. nóvember 2020 16:53 Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. Yfirmaður Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins, EASA, sagði í dag að stofnunin teldi vélarnar orðnar öruggar til flugs eftir að ráðist var í breytingar á hönnun vélarinnar. Tvær vélar af 737 Max gerð hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu árin 2018 og 2019 og dóu 346 í slysunum. Í kjölfarið vöknuðu upp spurningar um öryggi vélanna og voru þær settar í flugbann á meðan gerðar voru grundvallabreytingar á hönnun þeirra. EASA hefur þegar hafið undirbúning á tillögu um að enda flugbannið og verður tillagan gerð opinber í næstu viku. Þá tekur við mánaðarbið, þar sem hægt verður að gera athugasemdir við tillöguna. Þegar því ferli er lokið og búið er að vinna úr athugasemdunum verður tekin ákvörðun um hvort létta eigi flugbanninu og gert er ráð fyrir að sú ákvörðun verði gerð í janúar. Óljóst er hve langan tíma það mun taka fyrir flugvélarnar að komast aftur í notkun í Evrópu en flugmenn munu þurfa að fá þjálfun og flugfélög tíma til þess að uppfæra hugbúnað vélanna og tryggja að þær uppfylli staðla EASA. Áætlað er að notkun vélanna hefjist þann 29. desember í Bandaríkjunum en þá verða liðnar tæpar sex vikur frá því að eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum birtu tilskipun um að flugbanninu væri létt. Aðildarríki EASA eru öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins auk EFTA ríkjanna: Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss. Þá fellur Bretland einnig undir EASA en því mun ljúka 31. desember, þegar Bretland segir skilið við Evrópusambandið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Boeing Fréttir af flugi Evrópusambandið Tengdar fréttir Senda teymi til að sækja MAX-vélarnar úr eyðimörkinni Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur sent teymi flugvirkja í eyðimörkina við Victorville í Kaliforníu þar sem flugfélagið geymir 34 af Boeing 737 MAX-flugvélum sínum. 19. nóvember 2020 15:48 MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær. 19. nóvember 2020 07:33 Norwegian leitar til dómstóla til að bjarga félaginu frá gjaldþroti Flugfélagið Norwegian Air hefur leitað til dómstóla á Írlandi vegna mikilla skulda. Um er að ræða viðleitni til að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins á tímum kórónuveirufaraldursins. 18. nóvember 2020 16:53 Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Senda teymi til að sækja MAX-vélarnar úr eyðimörkinni Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur sent teymi flugvirkja í eyðimörkina við Victorville í Kaliforníu þar sem flugfélagið geymir 34 af Boeing 737 MAX-flugvélum sínum. 19. nóvember 2020 15:48
MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær. 19. nóvember 2020 07:33
Norwegian leitar til dómstóla til að bjarga félaginu frá gjaldþroti Flugfélagið Norwegian Air hefur leitað til dómstóla á Írlandi vegna mikilla skulda. Um er að ræða viðleitni til að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins á tímum kórónuveirufaraldursins. 18. nóvember 2020 16:53
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf