Fagnar því að neytandinn hafi haft sigur Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2020 21:21 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Hægra megin á mynd sést Eames-hægindastóll, sambærilegur þeim sem málið varðar. Arnar/penninn Formaður Neytendasamtakanna fagnar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli konu, sem neitað var um að fá hægindastól afhentan sem hún greiddi að stærstum hluta fyrir með inneignarnótum og gjafabréfi. Hann segir málið ódæmigert; flest mál sem tengist inneignarnótum og rati inn á borð samtakanna varði gildistíma. Vísir fjallaði um dóm héraðsdóms í dag en málið varðar konu sem keypti Eames-hægindastól fyrir rétt rúma milljón króna hjá Pennanum sumarið 2018. Nær allt andvirði stólsins greiddi konan með inneignarnótum sem hún hafði öðlast með bóksölu á skiptibókamarkaði Pennans og gjafakorti. Enginn fyrirvari var gerður við greiðsluna og gefinn var út sölureikningur fyrir kaupunum. Síðar hafnaði Penninn því að afhenda konunni stólinn og sagði viðskiptin ekki hafa verið lögmæt. Pennanum var þó loks gert að afhenda konunni stólinn. „Veit ekki hvað Pennanum gengur til“ „Fyrstu viðbrögð eru að það sé gott að fyrirtækinu sé gert að taka við eigin gjafakortum og inneignarnótum, það finnst manni mjög eðlilegt. Og svo náttúrulega, eins og er í svona málum, eru vafaatriði dæmd neytandanum í hag, sem er líka eðlilegt gagnvart venjulegum neytendarétti,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. „Maður veit ekki hvað Pennanum gengur til að afhenda ekki vöruna, því samkvæmt þessari frétt þá er enginn ágreiningur um að hún gerði þennan kaupsamning og greiddi vöruna, með inneignarnótu, gjafabréfi og 18 þúsund krónum í reiðufé.“ Upphæðin einnig óvenjuleg Breki segir að hann hafi ekki fengið veður af sambærilegu máli áður. „Ég get ekki sagt að þetta sé dæmigert mál fyrir það sem við fáum til okkar. Þetta er óvenjulegt á marga vegu.“ Mál tengd gjafakortum og inneignarnótum sem koma á borð samtakanna varði yfirleitt gildistíma. „Oft á tíðum er skammur gildistími og við höfum verið að gagnrýna það mjög og hefðum viljað hafa einhvers konar samræmdan tíma. Mörg fyrirtæki eru farin að bjóða upp á ótakmarkaðan gildistíma, þ.e.a.s. að það rennur ekki út, önnur fyrirtæki standa enn á því að inneignarnótur renni út á einu ári. Við teljum að þetta eigi að vera eins og aðrar fjárkröfur,“ segir Breki. Ekki hefur enn reynt á gildistíma gjafabréfa eða inneignarnóta fyrir dómstólum „Við erum að bíða eftir einhverju slíku máli að fara með. En yfirleitt eru þetta ekki svona háar upphæðir eins og þetta, þetta eru yfirleitt einhverjir þúsundkallar eða tugir þúsunda að hámarki, en ekki milljón. Sem er líka ódæmigert fyrir þau mál sem koma til okkar. En við fögnum þessari niðurstöðu fyrir hönd neytandans.“ Neytendur Dómsmál Tengdar fréttir Fær loksins milljón króna hægindastólinn sem hún keypti með inneignarnótum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Pennann ehf. í síðustu viku til að afhenda konu milljón króna hægindastól, sem hún greiddi nær alfarið fyrir með inneignarnótum og gjafabréfi. Penninn vildi ekki afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að konan hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ á skiptibókamarkaði, auk þess sem þær mætti ekki nota til húsgagnakaupa. 3. desember 2020 18:13 Ríflega 28 þúsund beiðnir um endurgreiðslu enn á borði Icelandair Icelandair hefur þegar endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. 25. ágúst 2020 16:45 ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Vísir fjallaði um dóm héraðsdóms í dag en málið varðar konu sem keypti Eames-hægindastól fyrir rétt rúma milljón króna hjá Pennanum sumarið 2018. Nær allt andvirði stólsins greiddi konan með inneignarnótum sem hún hafði öðlast með bóksölu á skiptibókamarkaði Pennans og gjafakorti. Enginn fyrirvari var gerður við greiðsluna og gefinn var út sölureikningur fyrir kaupunum. Síðar hafnaði Penninn því að afhenda konunni stólinn og sagði viðskiptin ekki hafa verið lögmæt. Pennanum var þó loks gert að afhenda konunni stólinn. „Veit ekki hvað Pennanum gengur til“ „Fyrstu viðbrögð eru að það sé gott að fyrirtækinu sé gert að taka við eigin gjafakortum og inneignarnótum, það finnst manni mjög eðlilegt. Og svo náttúrulega, eins og er í svona málum, eru vafaatriði dæmd neytandanum í hag, sem er líka eðlilegt gagnvart venjulegum neytendarétti,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. „Maður veit ekki hvað Pennanum gengur til að afhenda ekki vöruna, því samkvæmt þessari frétt þá er enginn ágreiningur um að hún gerði þennan kaupsamning og greiddi vöruna, með inneignarnótu, gjafabréfi og 18 þúsund krónum í reiðufé.“ Upphæðin einnig óvenjuleg Breki segir að hann hafi ekki fengið veður af sambærilegu máli áður. „Ég get ekki sagt að þetta sé dæmigert mál fyrir það sem við fáum til okkar. Þetta er óvenjulegt á marga vegu.“ Mál tengd gjafakortum og inneignarnótum sem koma á borð samtakanna varði yfirleitt gildistíma. „Oft á tíðum er skammur gildistími og við höfum verið að gagnrýna það mjög og hefðum viljað hafa einhvers konar samræmdan tíma. Mörg fyrirtæki eru farin að bjóða upp á ótakmarkaðan gildistíma, þ.e.a.s. að það rennur ekki út, önnur fyrirtæki standa enn á því að inneignarnótur renni út á einu ári. Við teljum að þetta eigi að vera eins og aðrar fjárkröfur,“ segir Breki. Ekki hefur enn reynt á gildistíma gjafabréfa eða inneignarnóta fyrir dómstólum „Við erum að bíða eftir einhverju slíku máli að fara með. En yfirleitt eru þetta ekki svona háar upphæðir eins og þetta, þetta eru yfirleitt einhverjir þúsundkallar eða tugir þúsunda að hámarki, en ekki milljón. Sem er líka ódæmigert fyrir þau mál sem koma til okkar. En við fögnum þessari niðurstöðu fyrir hönd neytandans.“
Neytendur Dómsmál Tengdar fréttir Fær loksins milljón króna hægindastólinn sem hún keypti með inneignarnótum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Pennann ehf. í síðustu viku til að afhenda konu milljón króna hægindastól, sem hún greiddi nær alfarið fyrir með inneignarnótum og gjafabréfi. Penninn vildi ekki afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að konan hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ á skiptibókamarkaði, auk þess sem þær mætti ekki nota til húsgagnakaupa. 3. desember 2020 18:13 Ríflega 28 þúsund beiðnir um endurgreiðslu enn á borði Icelandair Icelandair hefur þegar endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. 25. ágúst 2020 16:45 ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Fær loksins milljón króna hægindastólinn sem hún keypti með inneignarnótum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Pennann ehf. í síðustu viku til að afhenda konu milljón króna hægindastól, sem hún greiddi nær alfarið fyrir með inneignarnótum og gjafabréfi. Penninn vildi ekki afhenda konunni stólinn og bar því fyrir sig að konan hefði fengið inneignarnóturnar með „óeðlilegum hætti“ á skiptibókamarkaði, auk þess sem þær mætti ekki nota til húsgagnakaupa. 3. desember 2020 18:13
Ríflega 28 þúsund beiðnir um endurgreiðslu enn á borði Icelandair Icelandair hefur þegar endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. 25. ágúst 2020 16:45
ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03