Ríflega 28 þúsund beiðnir um endurgreiðslu enn á borði Icelandair Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 16:45 Flugfloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli í samgöngubanni Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Icelandair hefur endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. Í dag eru rúmlega 28 þúsund beiðnir útistandandi. Þetta kemur fram í skriflegu svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttur upplýsingafulltrúa Icelandair við fyrirspurn fréttastofu. Millilandaflug hefur verið í lágmarki í alllangan tíma vegna faraldursins og hafa niðurfellingar á flugi því haft áhrif a hundruð þúsund farþega Icelandair. Greint var frá því fyrr í dag að hundruð mála eru á borði Neytendasamtakanna vegna endurgreiðslna sem ekki hafa borist fyrir flugmiða í ferðum sem ekki voru farnar hjá Icelandair. Til standi að funda með forsvarsmönnum Icelandair um mánaðamótin um lausn þessara mála. Þriðjungur farþega sem ekki fengu að fara í flug hafa óskað eftir endurgreiðslu Gríðarlegur fjöldi mála er því á borði félagsins auk þess sem hluti starfsmanna Icelandair var í hlutastarfi um tíma. Endurgreiðslur hafa því tekið töluvert lengri tíma en undir venjulegum kringumstæðum að því er fram kemur í svarinu. „Markmið okkar er að leysa úr þessum málum gagnvart viðskiptavinum okkar eins fljótt og auðið er og við höfum til að mynda innleitt tæknilausn til að einfalda endurgreiðsluferlið og auka afkastagetu,“ segir í svarinu. Um þriðjungur þeirra farþega sem komust ekki í flug sitt sökum niðurfellingar hefur óskað eftir endurgreiðslu. Tveir þriðjungar hafa því óskað eftir breytingum á flugáætlun eða eftir því að fá inneign hjá félaginu. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Endurgreiðslukröfur á Icelandair á borði Neytendasamtakanna hlaupa á hundruðum Hundruð mála eru á borði Neytendasamtakanna vegna endurgreiðslna sem ekki hafa borist fyrir flugmiða sem keyptir voru í ferðum sem ekki voru farnar. 25. ágúst 2020 13:51 Skoða að sölutryggja hlutafjárútboðið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að það komi til greina og sé til skoðunar að sölutryggja fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 20. ágúst 2020 06:34 Ferðamenn lentu á Íslandi og vissu ekki af kröfunni um sóttkví Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Nokkur dæmi eru um ferðalanga sem lentu á Íslandi án þess að vita af kröfunni um sóttkví og þurftu að breyta áætlunum sínum. 19. ágúst 2020 20:58 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Icelandair hefur endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. Í dag eru rúmlega 28 þúsund beiðnir útistandandi. Þetta kemur fram í skriflegu svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttur upplýsingafulltrúa Icelandair við fyrirspurn fréttastofu. Millilandaflug hefur verið í lágmarki í alllangan tíma vegna faraldursins og hafa niðurfellingar á flugi því haft áhrif a hundruð þúsund farþega Icelandair. Greint var frá því fyrr í dag að hundruð mála eru á borði Neytendasamtakanna vegna endurgreiðslna sem ekki hafa borist fyrir flugmiða í ferðum sem ekki voru farnar hjá Icelandair. Til standi að funda með forsvarsmönnum Icelandair um mánaðamótin um lausn þessara mála. Þriðjungur farþega sem ekki fengu að fara í flug hafa óskað eftir endurgreiðslu Gríðarlegur fjöldi mála er því á borði félagsins auk þess sem hluti starfsmanna Icelandair var í hlutastarfi um tíma. Endurgreiðslur hafa því tekið töluvert lengri tíma en undir venjulegum kringumstæðum að því er fram kemur í svarinu. „Markmið okkar er að leysa úr þessum málum gagnvart viðskiptavinum okkar eins fljótt og auðið er og við höfum til að mynda innleitt tæknilausn til að einfalda endurgreiðsluferlið og auka afkastagetu,“ segir í svarinu. Um þriðjungur þeirra farþega sem komust ekki í flug sitt sökum niðurfellingar hefur óskað eftir endurgreiðslu. Tveir þriðjungar hafa því óskað eftir breytingum á flugáætlun eða eftir því að fá inneign hjá félaginu.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Endurgreiðslukröfur á Icelandair á borði Neytendasamtakanna hlaupa á hundruðum Hundruð mála eru á borði Neytendasamtakanna vegna endurgreiðslna sem ekki hafa borist fyrir flugmiða sem keyptir voru í ferðum sem ekki voru farnar. 25. ágúst 2020 13:51 Skoða að sölutryggja hlutafjárútboðið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að það komi til greina og sé til skoðunar að sölutryggja fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 20. ágúst 2020 06:34 Ferðamenn lentu á Íslandi og vissu ekki af kröfunni um sóttkví Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Nokkur dæmi eru um ferðalanga sem lentu á Íslandi án þess að vita af kröfunni um sóttkví og þurftu að breyta áætlunum sínum. 19. ágúst 2020 20:58 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Endurgreiðslukröfur á Icelandair á borði Neytendasamtakanna hlaupa á hundruðum Hundruð mála eru á borði Neytendasamtakanna vegna endurgreiðslna sem ekki hafa borist fyrir flugmiða sem keyptir voru í ferðum sem ekki voru farnar. 25. ágúst 2020 13:51
Skoða að sölutryggja hlutafjárútboðið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að það komi til greina og sé til skoðunar að sölutryggja fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 20. ágúst 2020 06:34
Ferðamenn lentu á Íslandi og vissu ekki af kröfunni um sóttkví Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Nokkur dæmi eru um ferðalanga sem lentu á Íslandi án þess að vita af kröfunni um sóttkví og þurftu að breyta áætlunum sínum. 19. ágúst 2020 20:58