(fag)Mennskan Einar Hermannsson skrifar 1. desember 2020 18:40 Allt frá því að hópur frumkvöðla stofnaði SÁÁ hefur verið haft að leiðarljósi að veita þeim stuðnig sem orðið hafa fíkn að bráð. Segja má að stofnun SÁÁ hafi verið kraftaverk enda ekki nokkur maður sem í upphafi leiddi hugann að rekstrahagnaði eða eygðu von um að selja sinn hlut í samtökunum. Mennskan réð för og frumkvöðlarnir geta í dag litið aftur og verið með réttu mjög stoltir yfir sínum verkum. Í dag er SÁÁ mikilvæg stoð í heilbrigðiskerfinu. Árlega hafa innlagnir á Vog verið um 2.200, heimsóknir á göngudeild okkar í Efstaleiti og á Akureyri 25.000 og 600 innlagnir á Vík eftirmeðferðarstöð okkar á Kjalarnesi. Síðast en ekki síst er í boði búsetuúræðið Vin sem rúmar 20 karlmenn og vantar sárlega samskonar úrræði fyrir konur. Afar mikilvægt er að geta boðið langtíma búsetuúrræði með slíku sniði þar sem menntaður heilbrigðisstarfsmaður og starfsmenn göngudeildar koma sameiginlega að bataferlinu og virkja einstaklinginn á ný. Með tímanum hafa kröfur samfélagsins til heilbrigðiskerfsins breyst og gerðar eru auknar kröfur til þeirra sem vinna með sjúklingum. Við hjá SÁÁ höfum svo sannarlega staðið undir þeim kröfum en tæplega 90% starfsfólksins er með heilbrigðismenntun. Í okkar röðum er að finna lækna, hjúkrunarfræðinga, áfengis og vímuefnaráðgjafa, sálfræðinga, sjúkraliða og lýðheilsufræðinga. Fagmennskan er ávallt í fyrirrúmi og stöðugt unnið að því að þróa og starfa samkvæmt nýjustu kröfum í fræðunum með mennskuna að leiðarljósi líkt og frumkvöðlarnir lögðu hornstein að. Ríkið greiðir um 90 % af rekstri SÁÁ og það sem uppá vantar kemur af sjálfsaflafé sem fyrirtæki og einstaklingar hafa látið af hendi rakna svo starfsemi SÁÁ geti keyrt á fullu afli og þróað ný úrræði. Fyrir það erum við mjög þakklát. Þar sem við glímum við illvígan sjukdóm er félagslegi þátturinn mikilvægur, sumir þurfa meiri og lengri þjónustu til að ná bata og virkni, það þarf að hlúa betur að þeim hópi. Þvi miður var álfasala ekki möguleg í ár í ljósi aðstæðna en þess í stað verðum við með söfnunarþátt á RÚV þann 4. desember. Við biðlum til þjóðarinnar að styðja við bakið á okkar sjúklingum og aðstendum þeirra á þessum skrýtnu og erfiðum tímum. Það er hægt að taka margt frá okkur, en mennskan er alltaf til staðar og það að rétta öðrum hjálparhönd. Með fyrirfram þökkum og ósk um gleðileg jól Höfundur er formaður SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Sjá meira
Allt frá því að hópur frumkvöðla stofnaði SÁÁ hefur verið haft að leiðarljósi að veita þeim stuðnig sem orðið hafa fíkn að bráð. Segja má að stofnun SÁÁ hafi verið kraftaverk enda ekki nokkur maður sem í upphafi leiddi hugann að rekstrahagnaði eða eygðu von um að selja sinn hlut í samtökunum. Mennskan réð för og frumkvöðlarnir geta í dag litið aftur og verið með réttu mjög stoltir yfir sínum verkum. Í dag er SÁÁ mikilvæg stoð í heilbrigðiskerfinu. Árlega hafa innlagnir á Vog verið um 2.200, heimsóknir á göngudeild okkar í Efstaleiti og á Akureyri 25.000 og 600 innlagnir á Vík eftirmeðferðarstöð okkar á Kjalarnesi. Síðast en ekki síst er í boði búsetuúræðið Vin sem rúmar 20 karlmenn og vantar sárlega samskonar úrræði fyrir konur. Afar mikilvægt er að geta boðið langtíma búsetuúrræði með slíku sniði þar sem menntaður heilbrigðisstarfsmaður og starfsmenn göngudeildar koma sameiginlega að bataferlinu og virkja einstaklinginn á ný. Með tímanum hafa kröfur samfélagsins til heilbrigðiskerfsins breyst og gerðar eru auknar kröfur til þeirra sem vinna með sjúklingum. Við hjá SÁÁ höfum svo sannarlega staðið undir þeim kröfum en tæplega 90% starfsfólksins er með heilbrigðismenntun. Í okkar röðum er að finna lækna, hjúkrunarfræðinga, áfengis og vímuefnaráðgjafa, sálfræðinga, sjúkraliða og lýðheilsufræðinga. Fagmennskan er ávallt í fyrirrúmi og stöðugt unnið að því að þróa og starfa samkvæmt nýjustu kröfum í fræðunum með mennskuna að leiðarljósi líkt og frumkvöðlarnir lögðu hornstein að. Ríkið greiðir um 90 % af rekstri SÁÁ og það sem uppá vantar kemur af sjálfsaflafé sem fyrirtæki og einstaklingar hafa látið af hendi rakna svo starfsemi SÁÁ geti keyrt á fullu afli og þróað ný úrræði. Fyrir það erum við mjög þakklát. Þar sem við glímum við illvígan sjukdóm er félagslegi þátturinn mikilvægur, sumir þurfa meiri og lengri þjónustu til að ná bata og virkni, það þarf að hlúa betur að þeim hópi. Þvi miður var álfasala ekki möguleg í ár í ljósi aðstæðna en þess í stað verðum við með söfnunarþátt á RÚV þann 4. desember. Við biðlum til þjóðarinnar að styðja við bakið á okkar sjúklingum og aðstendum þeirra á þessum skrýtnu og erfiðum tímum. Það er hægt að taka margt frá okkur, en mennskan er alltaf til staðar og það að rétta öðrum hjálparhönd. Með fyrirfram þökkum og ósk um gleðileg jól Höfundur er formaður SÁÁ.
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar