Skoðun

Komdu með uppá hólinn

Bergrún Tinna Magnúsdóttir skrifar

Elsku Vatnshóll, nú á að fara að þrengja að þér.

Þú hefur gefið mér svo mikið í gegnum árin. Hér renndi ég mér á ofsahraða af efstu brún, niður hólinn og yfir allt túnið fyrir neðan. Stóru strákarnir voru á stýrissleðum og bjuggu til stökkpall. Ég safnaði í mig kjarki til að renna mér beint fram af brúninni. Í dag, veturinn 2020 á þessum krefjandi tímum samkomutakmarkana, upplifði elsta dóttir mín það sama og naut þess að renna sér aftur og aftur og aftur. Mikið sem við erum heppin með hólinn og svæðið umhverfis hann.

En hér stendur til að reisa blokkir og taka frá okkur þessa dýrmætu perlu. Hverjum datt það í hug? Hraðasta og besta óskipulagða skíðabrekka Reykjavíkurborgar verður tekin frá okkur. Grafan gæti komið á morgun eða hinn. Hvað fær dóttir mín marga daga í viðbót til að njóta sín hér?

Elsku samborgarar, ég hvet ykkur til að rölta upp á hólinn og upplifa þessa einstöku náttúruperlu í síðasta sinn. Tíminn er að renna út. Að rölta um svæðið og upp á hólinn gefur þeim sem þess leitar innri frið og hugarró. Hvort heldur sem er í köldu vetrarloftinu eða á blíðum sumardegi. Að komast úr þéttri byggðinni og sjá fjöllin, sjóinn og umhverfið allt í kring er ómetanlegt. Að finna barnið í sjálfum sér, HLAUPA? SYNGJA? DANSA? HORFA? ANDA. Ein/einn upp á hól og öðlast innri frið og ró. Með börnunum, fara í kapp, fara í leik og endurupplifa barnslegu gleðina.

Borgarstjórnin heldur fyrir eyrun og neitar að hlusta á íbúa hverfisins. Takk fyrir mig Dagur, þetta er komið gott.

Höfundur er móðir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×