Afleiðingar af klámáhorfi í nánum samböndum hjá ungu fólki Sigurbjörg Harðardóttir skrifar 27. nóvember 2020 08:00 Það virðist vera að klámáhorf ungmenna sé alltaf að aukast og sé að verða að talsverðu vandamáli. Rannsóknir sýna að þeim fjölgar sem horfa á klám, aldurinn færist neðar og efnið verður grófara og grófara. Rannsóknir hafa sýnt að meðalaldur íslenskra ungmenna þegar þau sjá klám í fyrsta sinn er 11,7 ár. Því má telja líklegt að þetta sé fyrsta kynlífs“fræðslan“ sem það barn er að fá. Og ef við hugsum okkur að svo sé og skoðum að hverjum flest klámefni er sniðið og hvað það sýnir, þá er því oftast beint að markhópnum gagnkynhneigðir karlmenn og myndefnið sýnir lang oftast gróft kynlíf þar sem karl hefur vald yfir konu og skilaboðin segja að allar konur vilji kynlíf, hvar og hvenær sem er og að það eigi alltaf að vera á forsendum karlmannsins. Svona skilboð til ungra og óþroskaðra barna sem eru á miklum mótunarárum geta ekki verið til góðs. Afleiðingarnar geta í raun ekki orðið aðrar en að ungmenni a viðkvæmum mótunarárum fái ranga mynd af kynlífi, mynd sem byggir á að kynlíf innihaldi alla jafna ofbeldi og valdníðslu. Reynsla ráðgjafa hjá Aflinu- samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi sýnir að þessar afleiðingar virðist eiga við rök að styðjast. Ungar konur upplifa allt of oft að hafa verið í sambandi þar sem kærastinn leit á þær sem sína eign og vildi að þær stunduðu kynlíf á hans forsendum. Þær upplifa mikið ofbeldi, niðurlægingu og kúgun. Algengt er að þær átti sig ekki á því að um ofbeldi sé að ræða fyrr en þær eru komnar út úr sambandinu. Afleiðingarnar eru oft langvarandi vandi, lágt sjálfsmat, sjálfsvirðingin lítil og sjálfsmyndin brotin því þarna er grunnurinn lagður að hugmyndum um hvernig fullorðnir einstaklingar byggja upp sambönd. Það virðist sem hugmynd margra sé að í nánu sambandi sé ekki um að ræða kynbundið ofbeldi þar sem um kærasta sé að ræða og að hann megi gera það sem hann vilji. Kærastinn er einnig ekki endilega meðvitaður um að hann sé að beita ofbeldi þar sem hann telur að það sem hann sé að gera sé eðlilegt kynlíf og það er kannski ekki svo skrýtið ef við gefum okkur að frá 12 ára aldri sé nánast eina kynlífs“fræðslan“ sem hann hefur fengið í gegnum klámáhorf. Hvað er til ráða? Við verðum að bregðast við þessum vanda með einhverjum hætti, en hvað er til ráða? Í mínum huga er vel ígrunduð kynfræðsla í grunnskólum sem byrjar snemma sem og opin umræða það sem þarf til. Í dag erum við svo heppin að ungt fólk heldur úti ýmsum instagram síðum, t.d. og Fávitar og Karlmennska þar sem ungt fólk fær tækifæri til að tala opinskátt um sambönd og kynlíf og þeim svarað af hreinskilni og virðingu. Þetta er gríðarlega mikilvægt og gott starf sem þetta flotta fólk sinnir. En við foreldrar þurfum líka að axla ábyrgð í þessum málum og mikilvægur þáttur í því er að kenna snemma virðingu fyrir öðrum, byggja snemma upp traust samband við börnin okkar og ræða við þau um sambönd og kynlíf með opnum huga þegar þau hafa þroska til. Einnig er mikilvægt að vera meðvituð um hvað börnin okkar eru að gera á netinu og taka spjallið við þau um kynlíf ef við sjáum að þau eru að horfa á klám. Þar er t.d. hægt að taka umræðuna um hvað sé eðlilegt kynlíf og hvað ekki. Verum ábyrg, hjálpum unglingunum okkar að vera meðvituð um hvað sé rétt og rangt í nánum samböndum. Við sem samfélag höfum fullt um það að segja. Höfundur er verkefnastjóri og ráðgjafi hjá Aflinu samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það virðist vera að klámáhorf ungmenna sé alltaf að aukast og sé að verða að talsverðu vandamáli. Rannsóknir sýna að þeim fjölgar sem horfa á klám, aldurinn færist neðar og efnið verður grófara og grófara. Rannsóknir hafa sýnt að meðalaldur íslenskra ungmenna þegar þau sjá klám í fyrsta sinn er 11,7 ár. Því má telja líklegt að þetta sé fyrsta kynlífs“fræðslan“ sem það barn er að fá. Og ef við hugsum okkur að svo sé og skoðum að hverjum flest klámefni er sniðið og hvað það sýnir, þá er því oftast beint að markhópnum gagnkynhneigðir karlmenn og myndefnið sýnir lang oftast gróft kynlíf þar sem karl hefur vald yfir konu og skilaboðin segja að allar konur vilji kynlíf, hvar og hvenær sem er og að það eigi alltaf að vera á forsendum karlmannsins. Svona skilboð til ungra og óþroskaðra barna sem eru á miklum mótunarárum geta ekki verið til góðs. Afleiðingarnar geta í raun ekki orðið aðrar en að ungmenni a viðkvæmum mótunarárum fái ranga mynd af kynlífi, mynd sem byggir á að kynlíf innihaldi alla jafna ofbeldi og valdníðslu. Reynsla ráðgjafa hjá Aflinu- samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi sýnir að þessar afleiðingar virðist eiga við rök að styðjast. Ungar konur upplifa allt of oft að hafa verið í sambandi þar sem kærastinn leit á þær sem sína eign og vildi að þær stunduðu kynlíf á hans forsendum. Þær upplifa mikið ofbeldi, niðurlægingu og kúgun. Algengt er að þær átti sig ekki á því að um ofbeldi sé að ræða fyrr en þær eru komnar út úr sambandinu. Afleiðingarnar eru oft langvarandi vandi, lágt sjálfsmat, sjálfsvirðingin lítil og sjálfsmyndin brotin því þarna er grunnurinn lagður að hugmyndum um hvernig fullorðnir einstaklingar byggja upp sambönd. Það virðist sem hugmynd margra sé að í nánu sambandi sé ekki um að ræða kynbundið ofbeldi þar sem um kærasta sé að ræða og að hann megi gera það sem hann vilji. Kærastinn er einnig ekki endilega meðvitaður um að hann sé að beita ofbeldi þar sem hann telur að það sem hann sé að gera sé eðlilegt kynlíf og það er kannski ekki svo skrýtið ef við gefum okkur að frá 12 ára aldri sé nánast eina kynlífs“fræðslan“ sem hann hefur fengið í gegnum klámáhorf. Hvað er til ráða? Við verðum að bregðast við þessum vanda með einhverjum hætti, en hvað er til ráða? Í mínum huga er vel ígrunduð kynfræðsla í grunnskólum sem byrjar snemma sem og opin umræða það sem þarf til. Í dag erum við svo heppin að ungt fólk heldur úti ýmsum instagram síðum, t.d. og Fávitar og Karlmennska þar sem ungt fólk fær tækifæri til að tala opinskátt um sambönd og kynlíf og þeim svarað af hreinskilni og virðingu. Þetta er gríðarlega mikilvægt og gott starf sem þetta flotta fólk sinnir. En við foreldrar þurfum líka að axla ábyrgð í þessum málum og mikilvægur þáttur í því er að kenna snemma virðingu fyrir öðrum, byggja snemma upp traust samband við börnin okkar og ræða við þau um sambönd og kynlíf með opnum huga þegar þau hafa þroska til. Einnig er mikilvægt að vera meðvituð um hvað börnin okkar eru að gera á netinu og taka spjallið við þau um kynlíf ef við sjáum að þau eru að horfa á klám. Þar er t.d. hægt að taka umræðuna um hvað sé eðlilegt kynlíf og hvað ekki. Verum ábyrg, hjálpum unglingunum okkar að vera meðvituð um hvað sé rétt og rangt í nánum samböndum. Við sem samfélag höfum fullt um það að segja. Höfundur er verkefnastjóri og ráðgjafi hjá Aflinu samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun