Já, þetta er forgangsmál Kristján Bragi Þorsteinsson skrifar 26. nóvember 2020 07:00 Ástandið undanfarna mánuði hefur snert okkur öll á einhvern hátt. Sumir hafa veikst, aðrir misst af stórum tímamótum og hjá enn öðrum er vinnan og lífsviðurværið undir. Ég og kollegar mínir í veitingarekstri höfum sannarlega ekki farið varhluta af því síðastnefnda. Á fáeinum áratugum varð fábrotin veitingastaðamenning Íslendinga að spennandi atvinnugrein með fjölda staða á heimsmælikvarða. Hæfileikaríkt hugsjónafólk og framgangur ferðaþjónustunnar hafa skapað jarðveg þar sem hægt var að lifa ágætlega af greininni, þó fáir verði ríkir af veitingarekstri á Íslandi. Geirinn er hins vegar brothættur. Með hruni í ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins var fótunum kippt undan fjölmörgum veitingastöðum sem hafa auðgað flóruna hér á landi. Þar eru mínir tveir, litlu veitingastaðir engin undanteking. Þrátt fyrir algjört tekjufall hefur naumlega tekist með aðstoð frábærra íslenskra kúnna og mikilvægum stuðningsaðgerðum fjármálaráðherra að halda sjó undanfarna mánuði. Róðurinn hefur þó tekist að þyngjast verulega undanfarnar vikur. Þegar einungis tíu mega koma saman er take-away viðskiptavina reglan frekar en undantekningin. Við þær aðstæður er hins vegar einum mikilvægasta og metnaðarfyllsta þætti margra staða, að para saman góðan mat og vín, alfarið kippt út. Það er nefnilega bannað með lögum að selja óopnaðar áfengisumbúðir með sóttum mat. Gestir okkar mega því eingöngu njóta matarins með víni sem keypt er í áfengisbúðum ríkisins eða í erlendri netverslun. Gildandi löggjöf minnkar því bæði úrval og upplifun gesta og eykur verulega á erfiða stöðu veitingastaðanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kynnti nýlega frumvarpsdrög um jafnræði í áfengisverslun. Þar er lagt til að íslensk netverslun með áfengi verði heimil til jafns við erlenda. Með breytingunni mætti panta mat til að njóta heima í netverslun veitingastaða og kaupa vel valda vín- eða bjórflösku með. Tæplega fæst séð að vín- eða bjórflaskan valdi neytandanum meiri skaða með þessum hætti en ef hún hefði verið keypt af ÁTVR eða Winebuyer.com. Í frumvarpinu er mælt fyrir um enn strangari viðurlög við ófullnægjandi aldurseftirliti og því ekki um aukið aðgengi ungmenna að ræða þó dómsmálaráðherrann leyfi kaup fullorðinna á víni með mat af veitingastöðum. Frumvarpið stuðlar hins vegar að fjölbreyttari og betri upplifun gesta. Mikilvægast er þó að velta margra rekstraraðila gæti aukist nægilega til að koma veitingastöðum og starfsfólki þeirra yfir stærsta skaflinn. Í þessu samhengi er vinsælt að spyrja hvort þetta mál ráðherrans sé virkilega forgangsmál. Í mínum heimi er því auðsvarað. Þegar fram kemur frumvarp sem gæti bjargað lífsviðurværi og störfum fjölda fólks án teljandi skaða þá er svarið einfalt. Já, þetta er forgangsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ástandið undanfarna mánuði hefur snert okkur öll á einhvern hátt. Sumir hafa veikst, aðrir misst af stórum tímamótum og hjá enn öðrum er vinnan og lífsviðurværið undir. Ég og kollegar mínir í veitingarekstri höfum sannarlega ekki farið varhluta af því síðastnefnda. Á fáeinum áratugum varð fábrotin veitingastaðamenning Íslendinga að spennandi atvinnugrein með fjölda staða á heimsmælikvarða. Hæfileikaríkt hugsjónafólk og framgangur ferðaþjónustunnar hafa skapað jarðveg þar sem hægt var að lifa ágætlega af greininni, þó fáir verði ríkir af veitingarekstri á Íslandi. Geirinn er hins vegar brothættur. Með hruni í ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins var fótunum kippt undan fjölmörgum veitingastöðum sem hafa auðgað flóruna hér á landi. Þar eru mínir tveir, litlu veitingastaðir engin undanteking. Þrátt fyrir algjört tekjufall hefur naumlega tekist með aðstoð frábærra íslenskra kúnna og mikilvægum stuðningsaðgerðum fjármálaráðherra að halda sjó undanfarna mánuði. Róðurinn hefur þó tekist að þyngjast verulega undanfarnar vikur. Þegar einungis tíu mega koma saman er take-away viðskiptavina reglan frekar en undantekningin. Við þær aðstæður er hins vegar einum mikilvægasta og metnaðarfyllsta þætti margra staða, að para saman góðan mat og vín, alfarið kippt út. Það er nefnilega bannað með lögum að selja óopnaðar áfengisumbúðir með sóttum mat. Gestir okkar mega því eingöngu njóta matarins með víni sem keypt er í áfengisbúðum ríkisins eða í erlendri netverslun. Gildandi löggjöf minnkar því bæði úrval og upplifun gesta og eykur verulega á erfiða stöðu veitingastaðanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kynnti nýlega frumvarpsdrög um jafnræði í áfengisverslun. Þar er lagt til að íslensk netverslun með áfengi verði heimil til jafns við erlenda. Með breytingunni mætti panta mat til að njóta heima í netverslun veitingastaða og kaupa vel valda vín- eða bjórflösku með. Tæplega fæst séð að vín- eða bjórflaskan valdi neytandanum meiri skaða með þessum hætti en ef hún hefði verið keypt af ÁTVR eða Winebuyer.com. Í frumvarpinu er mælt fyrir um enn strangari viðurlög við ófullnægjandi aldurseftirliti og því ekki um aukið aðgengi ungmenna að ræða þó dómsmálaráðherrann leyfi kaup fullorðinna á víni með mat af veitingastöðum. Frumvarpið stuðlar hins vegar að fjölbreyttari og betri upplifun gesta. Mikilvægast er þó að velta margra rekstraraðila gæti aukist nægilega til að koma veitingastöðum og starfsfólki þeirra yfir stærsta skaflinn. Í þessu samhengi er vinsælt að spyrja hvort þetta mál ráðherrans sé virkilega forgangsmál. Í mínum heimi er því auðsvarað. Þegar fram kemur frumvarp sem gæti bjargað lífsviðurværi og störfum fjölda fólks án teljandi skaða þá er svarið einfalt. Já, þetta er forgangsmál.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun