Þjóðhagsleg arðsemi Borgarlínu Hrafnkell Á. Proppé skrifar 24. nóvember 2020 07:31 Að undanförnu hefur borið á gagnrýni í fjölmiðlum á félagshagfræðilega greiningu á fyrsta fasa Borgarlínu sem finna má í fimm ára samgönguáætlun Alþingis og er jafnframt hluti af samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Hafa forsendur greiningarinnar, aðferðafræði og réttmæti niðurstöðunnar verið dregnar í efa en niðurstöður greiningarinnar draga fram að Borgarlínuverkefnið er þjóðfélagslega arðbært og að með tilkomu Borgarlínunnar verður almenn bílaumferð minni en hún hefði ella orðið Af gagnrýnendum má helst skilja að beita hefði átt annarri aðferðarfræði við að meta þjóðhagslega arðsemi verkefnisins, að þau viðmið sem horft sé til séu ekki sniðin að íslenskum aðstæðum og að arðsemiskrafan sé óeðlileg. Að mati þessarar aðila gefur niðurstaða félagshagfræðilegu greiningarinnar því ekki rétta niðurstöður. Rétt er að koma eftirfarandi á framfæri. Í samræmi við alþjóðlega staðla og tryggir faglegheit við ákvarðanatöku Frá því að Borgarlínuverkefnið var sett á dagskrá árið 2015 hefur verið stefnt að því að nýta slíka greiningu til að meta arðsemi verkefnisins. Er það í samræmi við ábendingar OECD um að forgangsröðun fjárfestinga í innviðum sé ábótavant á Íslandi og gera þurfi átak í þeim efnum. Sú félagshagfræðilega greining sem beitt er á Borgarlínuverkefnið fylgir leiðbeiningum Evrópusambandsins og OECD en gerð er krafa um slíkar greiningar ef leitað verður fjármögnunar utan landssteinanna fyrir verkefnið. Vandað var til verka Verkefnið var tengt gerð nýs fjölferðamáta samgöngulíkans og var lögð áhersla á að fylgja alþjóðlegri og staðlaðri aðferðafræði við mat á kostnaði og ábata en slíkt er mikilvægt til að hægt sé að bera Borgarlínuna saman við önnur sambærileg verkefni. Það er ekki svo að Verkefnastofa Borgarlínu eða þeir ráðgjafar sem unnu félagshagfræðilegu greininguna hafi handvalið þá kostnaðar- og ábataþætti eða aðferðaferðafræði sem metnir voru, eins og skilja má á þeim sem hafa gagnrýnt niðurstöðurnar og lýst miklum efasemdum um verkefnið. Til að meta arðsemina var TERESA líkaninu beitt. Það var þróað af dönskum samgönguyfirvöldum og Vegagerðin hefur lagað það að íslenskum aðstæðum. Líkaninu hefur áður verið beitt á samgönguverkefni hérlendis og er ætlunin að halda því áfram. Næmnigreinin er notuð til að gera grein fyrir áhrifum óvissu í undirliggjandi forsendum, eins og tíðkast fyrir verkefni á fyrstu stigum. Farið var í einu og öllu eftir alþjóðlega staðlaðri aðferðarfræði og viðurkennt reiknilíkan notað sem samgönguyfirvöld hafa nýtt í öðrum verkefnum. Spyrja má hvort gagnrýnin hefði ekki verið mun meiri og alvarlegri sú væri ekki raunin? Höfundur er forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Borgarlína Reykjavík Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur borið á gagnrýni í fjölmiðlum á félagshagfræðilega greiningu á fyrsta fasa Borgarlínu sem finna má í fimm ára samgönguáætlun Alþingis og er jafnframt hluti af samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Hafa forsendur greiningarinnar, aðferðafræði og réttmæti niðurstöðunnar verið dregnar í efa en niðurstöður greiningarinnar draga fram að Borgarlínuverkefnið er þjóðfélagslega arðbært og að með tilkomu Borgarlínunnar verður almenn bílaumferð minni en hún hefði ella orðið Af gagnrýnendum má helst skilja að beita hefði átt annarri aðferðarfræði við að meta þjóðhagslega arðsemi verkefnisins, að þau viðmið sem horft sé til séu ekki sniðin að íslenskum aðstæðum og að arðsemiskrafan sé óeðlileg. Að mati þessarar aðila gefur niðurstaða félagshagfræðilegu greiningarinnar því ekki rétta niðurstöður. Rétt er að koma eftirfarandi á framfæri. Í samræmi við alþjóðlega staðla og tryggir faglegheit við ákvarðanatöku Frá því að Borgarlínuverkefnið var sett á dagskrá árið 2015 hefur verið stefnt að því að nýta slíka greiningu til að meta arðsemi verkefnisins. Er það í samræmi við ábendingar OECD um að forgangsröðun fjárfestinga í innviðum sé ábótavant á Íslandi og gera þurfi átak í þeim efnum. Sú félagshagfræðilega greining sem beitt er á Borgarlínuverkefnið fylgir leiðbeiningum Evrópusambandsins og OECD en gerð er krafa um slíkar greiningar ef leitað verður fjármögnunar utan landssteinanna fyrir verkefnið. Vandað var til verka Verkefnið var tengt gerð nýs fjölferðamáta samgöngulíkans og var lögð áhersla á að fylgja alþjóðlegri og staðlaðri aðferðafræði við mat á kostnaði og ábata en slíkt er mikilvægt til að hægt sé að bera Borgarlínuna saman við önnur sambærileg verkefni. Það er ekki svo að Verkefnastofa Borgarlínu eða þeir ráðgjafar sem unnu félagshagfræðilegu greininguna hafi handvalið þá kostnaðar- og ábataþætti eða aðferðaferðafræði sem metnir voru, eins og skilja má á þeim sem hafa gagnrýnt niðurstöðurnar og lýst miklum efasemdum um verkefnið. Til að meta arðsemina var TERESA líkaninu beitt. Það var þróað af dönskum samgönguyfirvöldum og Vegagerðin hefur lagað það að íslenskum aðstæðum. Líkaninu hefur áður verið beitt á samgönguverkefni hérlendis og er ætlunin að halda því áfram. Næmnigreinin er notuð til að gera grein fyrir áhrifum óvissu í undirliggjandi forsendum, eins og tíðkast fyrir verkefni á fyrstu stigum. Farið var í einu og öllu eftir alþjóðlega staðlaðri aðferðarfræði og viðurkennt reiknilíkan notað sem samgönguyfirvöld hafa nýtt í öðrum verkefnum. Spyrja má hvort gagnrýnin hefði ekki verið mun meiri og alvarlegri sú væri ekki raunin? Höfundur er forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar