Að hika er sama og tapa Sara Elísa Þórðardóttir Oskarsson skrifar 23. nóvember 2020 07:00 Ríkisstjórninni leiðist ekki að endurtaka í ræðu og riti að nýsköpun sé rauði þráðurinn í nú þriggja ára gömlum stjórnarsáttmála sínum. Í ljósi þeirrar staðreyndar að kvikmyndagerð er í eðli sínu nýsköpun hefur hún þrátt fyrir það verið alveg merkilega svifasein hvað það varðar að sýna alvöru framtak í verki gagnvart þeirri nýsköpunargrein. Í maí síðastliðnum lögðu íslenskir kvikmyndaframleiðendur það til við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar hækki tímabundið úr 25 prósentum í 35 prósent vegna COVID-19. Því var hafnað á þeim forsendum að Ísland væri samkeppnishæft í kvikmyndagerðarbransanum. En það var og er rangt mat. Slík hækkun á endurgreiðslum hefði bæði flýtt fyrir sem og stóraukið líkurnar á því að erlendir framleiðendur hefði komið með verkefni til Íslands á síðasta hálfa árinu. En ríkisstjórnin tafði leikinn. Í síðustu viku bárust fréttir af miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins. Haft var eftir Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra að stór tækifæri fælust í því að styðja enn frekar við kvikmyndagerð í landinu og hækka endurgreiðslur af framleiðslukostnaði í 35% úr 25%. Ráðherra vísaði þar í kvikmyndastefnu sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, lagði nýverið fram. Í henni er miðað að því að gera kvikmyndaframleiðslu að fjórðu stoð íslensks efnahagslífs. Samt hefur endurgreiðslan enn ekki verið hækkuð eins og sár þörf er á. Það er gríðarhörð samkeppni í kvikmyndabransanum á alþjóðlegavettvangi og oft má aðeins litlu muna þegar að keppst er um verkefni hvert þau svo fara. Reyndir aðilar úr kvikmyndagerð hér á landi hafa fullyrt að umrædd hækkun á endurgreiðslu myndi miklu breyta og stórauka líkurnar á að Ísland landaði kvikmyndaverkefnum. Nú hefur ferðaþjónustan sem var áður en COVID skall á, stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar nánast þurrkast út vegna heimsfaraldursins. En erlendum kvikmyndagerðarverkefnum fylgja oft stórir hópir fólks sem dvelja hérlendis í einhvern tíma. Þetta fólk nýtir sér hótelgistingu, bílaleigur, veitingastaði og ýmiskonar innlenda þjónustu og afþreyingu. Því má sjá að erlend kvikmyndaverkefni hefðu verið búbót fyrir ferðaþjónustuna á þessum erfiðu tímum. Fjölmörg störf hefðu getað skapast við aukin umsvif kvikmyndagerðar og það nánast yfir nótt. Að kvikmyndaframleiðslu koma einstaklingar úr öllum mögulegum atvinnugreinum. Kreditlistinn í lok kvikmyndar eða þáttar segir allt sem segja þarf í þeim efnum. Það hefur lengi verið borðleggjandi að styðja ætti á ríkulegan hátt við greinina strax í gær. En það hefur ekki verið gert. Í staðinn er ríkisstjórnin enn grjót í eigin götu COVID-viðspyrnu og atvinnuuppbyggingar. Hálft ár er nú farið í súginn og vert að benda á að nú á COVID tímum leitast framleiðendur enn frekar eftir því að kvikmynda sem mest á einum stað. Því má ætla að Ísland hefði getað fengið stór verkefni í heilu lagi hefði hikið í ráðamönnum ekki tafið fyrir. Íslensk kvikmyndagerð er líka gríðarlega öflug leið til að markaðssetja landið á jákvæðan hátt, án þess að leggja þurfi í beinan kostnað. Íslensk náttúra er einstök á heimsmælikvarða og óspillt náttúra hennar verður einstakari með hverju árinu vegna loftslagbreytinga. Tæplega 40% þeirra ferðamanna sem til Íslands koma segjast hafa fengið innblásturinn til þess með því að horfa á myndefni kvikmyndað á Íslandi. Ísland hefur farið á mis við mörg stór verkefni undanfarið vegna sinnuleysis og aðgerðarleysis stjórnvalda sem ekki farið í þær einföldu og augljósu aðgerðir sem þarf til að Ísland verði samkeppnishæft. Landið er að verða undir í alþjóðlegri samkeppni og enn hafa stjórnvöld ekki gefið það upp hvenær þau hyggjast hækka endurgreiðslur eins og verður að gera! Netflix myndin Eurovision fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina í haust. Vegna veikrar samkeppnishæfni Íslands voru margar útisenurnar teknar upp í Skotlandi, jafnvel senur sem í söguþræðinum gerðust á Íslandi. Nýjasta og jafnframt blógusta dæmið um svipaðan svekkjandi missi er myndin Northman. Sögusvið myndarinnar er Ísland á 10. öld og fjallar um hefndir. Stærstur hluti sögunnar gerist á Íslandi en þrátt fyrir það verður myndin tekin upp á Írlandi, vegna þess að Írland bauð betur hvað varðar endurgreiðslur. Endurgreiðsla vegna kvikmyndaverkefna hérlendis er nú 25 prósent en Írland býður upp á 32 til 37 prósenta endurgreiðslu. Innbyggt í endurgreiðslukerfi Írlands er einnig hvati til þess að dreifa tökunum jafnara yfir landið. Endurgreiðslan er hærri ef tekið er upp á tilteknum svæðum landsins sem þurfa meira á umsvifunum að halda. Langtímahugsun og markviss uppbygging í fótboltaíþróttinni hérlendis hefur heldur betur skilað sér fyrir þjóðina síðustu misseri, og er nú vel lagt í greinina með uppbyggingu nýs þjóðarleikvangs. Kvikmyndagerðariðnaðurinn á skilið sömu athygli og umhyggju enda hefur hann margsannað gildi sitt, mikilvægi og fagmennsku á heimsmælikvarða. Viðlíka framkvæmdir þarf nauðsynlega að ráðast í á næstunni. Byggja þarf til að mynda fleiri almennileg kvikmyndaver hér á landi um leið og færi gefst. Kvikmyndagerð er verðmætaskapandi inn- og útflutningsgrein byggð á nýsköpun. Í sama ranni og út frá sömu rökum þarf nauðsynlega að hækka endurgreiðslur til tónlistargeirans. Iðjusemi Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar tónlistarmanns, sem í COVID hefur komið upp upptökuveri á Akureyri fyrir erlenda kvikmyndatónlist er til algjörar fyrirmyndar. Eins er þess skemmst að minnast þegar að Hildur Guðnadóttir tónskáld sópaði til sín öllum virtustu verðlaunum kvikmyndageirans fyrir kvikmyndatónlistina sem hún samdi fyrir stórmyndina Joker í upphafi árs. Ákvarðanafælni ríkisstjórnarinnar hefur verið áberandi frá upphafi kjörtímabilsins, en nú er hún orðin óforsvaranlega blóðug og kosnaðarsöm. Eins og segir í gamalli íslenskri vísu eftir Steingrím Thorsteinsson: T ækifæ rið gríptu greitt, giftu mun það skapa.. Járnið skaltu hamra heitt, að hika er sama og tapa. Höfundur er listamaður og situr nú á þingi fyrir Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sara Oskarsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórninni leiðist ekki að endurtaka í ræðu og riti að nýsköpun sé rauði þráðurinn í nú þriggja ára gömlum stjórnarsáttmála sínum. Í ljósi þeirrar staðreyndar að kvikmyndagerð er í eðli sínu nýsköpun hefur hún þrátt fyrir það verið alveg merkilega svifasein hvað það varðar að sýna alvöru framtak í verki gagnvart þeirri nýsköpunargrein. Í maí síðastliðnum lögðu íslenskir kvikmyndaframleiðendur það til við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar hækki tímabundið úr 25 prósentum í 35 prósent vegna COVID-19. Því var hafnað á þeim forsendum að Ísland væri samkeppnishæft í kvikmyndagerðarbransanum. En það var og er rangt mat. Slík hækkun á endurgreiðslum hefði bæði flýtt fyrir sem og stóraukið líkurnar á því að erlendir framleiðendur hefði komið með verkefni til Íslands á síðasta hálfa árinu. En ríkisstjórnin tafði leikinn. Í síðustu viku bárust fréttir af miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins. Haft var eftir Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra að stór tækifæri fælust í því að styðja enn frekar við kvikmyndagerð í landinu og hækka endurgreiðslur af framleiðslukostnaði í 35% úr 25%. Ráðherra vísaði þar í kvikmyndastefnu sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, lagði nýverið fram. Í henni er miðað að því að gera kvikmyndaframleiðslu að fjórðu stoð íslensks efnahagslífs. Samt hefur endurgreiðslan enn ekki verið hækkuð eins og sár þörf er á. Það er gríðarhörð samkeppni í kvikmyndabransanum á alþjóðlegavettvangi og oft má aðeins litlu muna þegar að keppst er um verkefni hvert þau svo fara. Reyndir aðilar úr kvikmyndagerð hér á landi hafa fullyrt að umrædd hækkun á endurgreiðslu myndi miklu breyta og stórauka líkurnar á að Ísland landaði kvikmyndaverkefnum. Nú hefur ferðaþjónustan sem var áður en COVID skall á, stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar nánast þurrkast út vegna heimsfaraldursins. En erlendum kvikmyndagerðarverkefnum fylgja oft stórir hópir fólks sem dvelja hérlendis í einhvern tíma. Þetta fólk nýtir sér hótelgistingu, bílaleigur, veitingastaði og ýmiskonar innlenda þjónustu og afþreyingu. Því má sjá að erlend kvikmyndaverkefni hefðu verið búbót fyrir ferðaþjónustuna á þessum erfiðu tímum. Fjölmörg störf hefðu getað skapast við aukin umsvif kvikmyndagerðar og það nánast yfir nótt. Að kvikmyndaframleiðslu koma einstaklingar úr öllum mögulegum atvinnugreinum. Kreditlistinn í lok kvikmyndar eða þáttar segir allt sem segja þarf í þeim efnum. Það hefur lengi verið borðleggjandi að styðja ætti á ríkulegan hátt við greinina strax í gær. En það hefur ekki verið gert. Í staðinn er ríkisstjórnin enn grjót í eigin götu COVID-viðspyrnu og atvinnuuppbyggingar. Hálft ár er nú farið í súginn og vert að benda á að nú á COVID tímum leitast framleiðendur enn frekar eftir því að kvikmynda sem mest á einum stað. Því má ætla að Ísland hefði getað fengið stór verkefni í heilu lagi hefði hikið í ráðamönnum ekki tafið fyrir. Íslensk kvikmyndagerð er líka gríðarlega öflug leið til að markaðssetja landið á jákvæðan hátt, án þess að leggja þurfi í beinan kostnað. Íslensk náttúra er einstök á heimsmælikvarða og óspillt náttúra hennar verður einstakari með hverju árinu vegna loftslagbreytinga. Tæplega 40% þeirra ferðamanna sem til Íslands koma segjast hafa fengið innblásturinn til þess með því að horfa á myndefni kvikmyndað á Íslandi. Ísland hefur farið á mis við mörg stór verkefni undanfarið vegna sinnuleysis og aðgerðarleysis stjórnvalda sem ekki farið í þær einföldu og augljósu aðgerðir sem þarf til að Ísland verði samkeppnishæft. Landið er að verða undir í alþjóðlegri samkeppni og enn hafa stjórnvöld ekki gefið það upp hvenær þau hyggjast hækka endurgreiðslur eins og verður að gera! Netflix myndin Eurovision fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina í haust. Vegna veikrar samkeppnishæfni Íslands voru margar útisenurnar teknar upp í Skotlandi, jafnvel senur sem í söguþræðinum gerðust á Íslandi. Nýjasta og jafnframt blógusta dæmið um svipaðan svekkjandi missi er myndin Northman. Sögusvið myndarinnar er Ísland á 10. öld og fjallar um hefndir. Stærstur hluti sögunnar gerist á Íslandi en þrátt fyrir það verður myndin tekin upp á Írlandi, vegna þess að Írland bauð betur hvað varðar endurgreiðslur. Endurgreiðsla vegna kvikmyndaverkefna hérlendis er nú 25 prósent en Írland býður upp á 32 til 37 prósenta endurgreiðslu. Innbyggt í endurgreiðslukerfi Írlands er einnig hvati til þess að dreifa tökunum jafnara yfir landið. Endurgreiðslan er hærri ef tekið er upp á tilteknum svæðum landsins sem þurfa meira á umsvifunum að halda. Langtímahugsun og markviss uppbygging í fótboltaíþróttinni hérlendis hefur heldur betur skilað sér fyrir þjóðina síðustu misseri, og er nú vel lagt í greinina með uppbyggingu nýs þjóðarleikvangs. Kvikmyndagerðariðnaðurinn á skilið sömu athygli og umhyggju enda hefur hann margsannað gildi sitt, mikilvægi og fagmennsku á heimsmælikvarða. Viðlíka framkvæmdir þarf nauðsynlega að ráðast í á næstunni. Byggja þarf til að mynda fleiri almennileg kvikmyndaver hér á landi um leið og færi gefst. Kvikmyndagerð er verðmætaskapandi inn- og útflutningsgrein byggð á nýsköpun. Í sama ranni og út frá sömu rökum þarf nauðsynlega að hækka endurgreiðslur til tónlistargeirans. Iðjusemi Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar tónlistarmanns, sem í COVID hefur komið upp upptökuveri á Akureyri fyrir erlenda kvikmyndatónlist er til algjörar fyrirmyndar. Eins er þess skemmst að minnast þegar að Hildur Guðnadóttir tónskáld sópaði til sín öllum virtustu verðlaunum kvikmyndageirans fyrir kvikmyndatónlistina sem hún samdi fyrir stórmyndina Joker í upphafi árs. Ákvarðanafælni ríkisstjórnarinnar hefur verið áberandi frá upphafi kjörtímabilsins, en nú er hún orðin óforsvaranlega blóðug og kosnaðarsöm. Eins og segir í gamalli íslenskri vísu eftir Steingrím Thorsteinsson: T ækifæ rið gríptu greitt, giftu mun það skapa.. Járnið skaltu hamra heitt, að hika er sama og tapa. Höfundur er listamaður og situr nú á þingi fyrir Pírata.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun