Handbolti

Kristján markahæstur í naumum sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kristján Örn lék með ÍBV áður en hann var seldur til Frakklands.
Kristján Örn lék með ÍBV áður en hann var seldur til Frakklands. vísir/bára

Handknattleiksmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson átti góðan leik þegar lið hans PAUC AIX vann sigur með minnsta mun á Cesson-Rennes í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Leiknum lauk með eins marks sigri PAUC, 23-24 í hörkuleik.

Kristján Örn var markahæstur sinna manna með fjögur mörk úr sex skotum en Nicolas Claire var sömuleiðis með fjögur mörk. 

PAUC AIX í sjöunda sæti deildarinnar en 16 lið leika í frönsku úrvalsdeildinni.

Í Þýskalandi var Bjarki Már Elísson næstmarkahæstur í liði Lemgo sem gerði jafntefli við Leipzig, 32-32.

Bjarki Már gerði fimm mörk úr sex skotum en Spánverjinn Guardiola var markahæstur í liði Lemgo með sex mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.