Ertu ekki örugglega búinn að endurfjármagna húsnæðislánið þitt? Vilhjálmur Birgisson skrifar 20. nóvember 2020 11:30 Eitt af aðalmarkmiðum okkar sem komu að gerð Lífskjarasamningsins var að auka ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara beinum launabreytingum. Þar horfðum við meðal annars á að ná að skapa skilyrði til þess að ná niður því okurvaxtaumhverfi sem íslenskir neytendur og heimili hafa þurft að búa við áratugum saman. Það má klárlega segja að þetta markmið okkar hafi gengið eftir að miklu leyti og nægir að nefna í þessu samhengi að stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað frá undirritun Lífskjarasamningsins sem var í apríl 2019 úr 4,5% í 0,75%. Vissulega má gagnrýna fjármálakerfið sem hefur því miður ekki skilað þessari miklu lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans að fullu til neytenda, en samt hafa húsnæðisvextir lækkað umtalsvert frá undirritun Lífskjarasamningsins. Það liggur fyrir að fjöldi heimila hefur nýtt sér þessa vaxtalækkun og endurfjármagnað húsnæðislán sín, en því miður hef ég heyrt af fólki sem hefur ekki enn nýtt sér tækifærið til að endurfjármagna lánin á lægri vaxtakjörum. Milljónir í húfi fyrir skuldsett heimili Fyrir nokkrum dögum hafði einstaklingur samband við mig sem tjáði mér að hann væri með 24 milljóna verðtryggt húsnæðislán sem bæri fasta verðtryggða vexti upp á 4,15%. Ég hvatti umræddan einstakling til að fara eins og skot og óska eftir endurfjármögnun á sínu húsnæðisláni, enda um gríðarlega hagsmuni um að ræða. Til að sýna fram á hversu mikinn fjárhagslegan ávinning er um að ræða hjá þessum einstaklingi þá ætla ég að sýna útreikning á því hverju hans heimili hefur orðið af frá því Lífskjarasamningurinn var undirritaður 3. apríl 2019 vegna þess að hann hefur ekki farið í endurfjármögnun. Af þessu 24 milljóna verðtryggða húsnæðisláni sem ber 4,15% fasta vexti er hann að greiða 83 þúsund í vaxtakostnað á mánuði eða 996 þúsund á ári. Frá því Lífskjarasamningarnir voru undirritaðir hefur neysluvísitalan hækkað um 4,73% sem þýðir að af 24 milljóna húsnæðisláni hefur höfuðstóllinn hækkað um tæpar 1,2 milljónir. Ef umræddur húsnæðiseigandi hefði hinsvegar endurfjármagnað sig strax í apríl 2019 þá hefði hann getað tekið óverðtryggða húsnæðisvexti á 3,5% sem þýðir að vaxtagjöld á mánuði hefðu verið 70 þúsund sem gerir 840 þúsund á ársgrundvelli. Þetta þýðir að ef hann hefði endurfjármagnað sig úr verðtryggðu láni á 4,15% vöxtum yfir í óverðtryggða vexti upp á 3,5% þá hefði hann sparað sér 13 þúsund krónur í hverjum mánuði og ekki bara það heldur hefði húsnæðislánið hans ekki hækkað um 1,2 milljónir vegna verðtryggingarinnar! Það má því segja að þessi einstaklingur hafi orðið af því að geta aukið ráðstöfunartekjur sínar um 156 þúsund á ársgrundvelli og sloppið við að horfa upp á hækkun á höfuðstól lánsins um 1,2 milljónir á 18 mánuðum! Ég vil því enn og aftur brýna fyrir öllum sem ekki hafa enn endurfjármagnað sig að gera það strax, enda geta heimilin aukið ráðstöfunartekjur sínar um tugi þúsunda á mánuði og losnað úr viðjum þeirra glæpalána sem verðtryggðu lánin eru. Það var þetta sem við lögðum gríðarlega áherslu á við gerð Lífskjarasamningsins, að ná að skapa skilyrði fyrir vaxtalækkun og auka þannig ráðstöfunartekjur heimilanna samhliða hækkun launa. Að þessu sögðu ítreka ég mikilvægi þess að þeir sem ekki hafa endurfjármagnað sig drífi sig í að ræða við sinn lánveitanda, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir skuldsett heimili. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Húsnæðismál Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Eitt af aðalmarkmiðum okkar sem komu að gerð Lífskjarasamningsins var að auka ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara beinum launabreytingum. Þar horfðum við meðal annars á að ná að skapa skilyrði til þess að ná niður því okurvaxtaumhverfi sem íslenskir neytendur og heimili hafa þurft að búa við áratugum saman. Það má klárlega segja að þetta markmið okkar hafi gengið eftir að miklu leyti og nægir að nefna í þessu samhengi að stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað frá undirritun Lífskjarasamningsins sem var í apríl 2019 úr 4,5% í 0,75%. Vissulega má gagnrýna fjármálakerfið sem hefur því miður ekki skilað þessari miklu lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans að fullu til neytenda, en samt hafa húsnæðisvextir lækkað umtalsvert frá undirritun Lífskjarasamningsins. Það liggur fyrir að fjöldi heimila hefur nýtt sér þessa vaxtalækkun og endurfjármagnað húsnæðislán sín, en því miður hef ég heyrt af fólki sem hefur ekki enn nýtt sér tækifærið til að endurfjármagna lánin á lægri vaxtakjörum. Milljónir í húfi fyrir skuldsett heimili Fyrir nokkrum dögum hafði einstaklingur samband við mig sem tjáði mér að hann væri með 24 milljóna verðtryggt húsnæðislán sem bæri fasta verðtryggða vexti upp á 4,15%. Ég hvatti umræddan einstakling til að fara eins og skot og óska eftir endurfjármögnun á sínu húsnæðisláni, enda um gríðarlega hagsmuni um að ræða. Til að sýna fram á hversu mikinn fjárhagslegan ávinning er um að ræða hjá þessum einstaklingi þá ætla ég að sýna útreikning á því hverju hans heimili hefur orðið af frá því Lífskjarasamningurinn var undirritaður 3. apríl 2019 vegna þess að hann hefur ekki farið í endurfjármögnun. Af þessu 24 milljóna verðtryggða húsnæðisláni sem ber 4,15% fasta vexti er hann að greiða 83 þúsund í vaxtakostnað á mánuði eða 996 þúsund á ári. Frá því Lífskjarasamningarnir voru undirritaðir hefur neysluvísitalan hækkað um 4,73% sem þýðir að af 24 milljóna húsnæðisláni hefur höfuðstóllinn hækkað um tæpar 1,2 milljónir. Ef umræddur húsnæðiseigandi hefði hinsvegar endurfjármagnað sig strax í apríl 2019 þá hefði hann getað tekið óverðtryggða húsnæðisvexti á 3,5% sem þýðir að vaxtagjöld á mánuði hefðu verið 70 þúsund sem gerir 840 þúsund á ársgrundvelli. Þetta þýðir að ef hann hefði endurfjármagnað sig úr verðtryggðu láni á 4,15% vöxtum yfir í óverðtryggða vexti upp á 3,5% þá hefði hann sparað sér 13 þúsund krónur í hverjum mánuði og ekki bara það heldur hefði húsnæðislánið hans ekki hækkað um 1,2 milljónir vegna verðtryggingarinnar! Það má því segja að þessi einstaklingur hafi orðið af því að geta aukið ráðstöfunartekjur sínar um 156 þúsund á ársgrundvelli og sloppið við að horfa upp á hækkun á höfuðstól lánsins um 1,2 milljónir á 18 mánuðum! Ég vil því enn og aftur brýna fyrir öllum sem ekki hafa enn endurfjármagnað sig að gera það strax, enda geta heimilin aukið ráðstöfunartekjur sínar um tugi þúsunda á mánuði og losnað úr viðjum þeirra glæpalána sem verðtryggðu lánin eru. Það var þetta sem við lögðum gríðarlega áherslu á við gerð Lífskjarasamningsins, að ná að skapa skilyrði fyrir vaxtalækkun og auka þannig ráðstöfunartekjur heimilanna samhliða hækkun launa. Að þessu sögðu ítreka ég mikilvægi þess að þeir sem ekki hafa endurfjármagnað sig drífi sig í að ræða við sinn lánveitanda, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir skuldsett heimili. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar