Út úr kófinu Jón Ívar Einarsson, Sigríður Á. Andersen og Þorsteinn Siglaugsson skrifa 20. nóvember 2020 07:30 Afleiðingar kórónuveirunnar og þeirra almennu samfélagslegu lokana og hindrana sem beitt hefur verið til að hægja á útbreiðslu hennar taka til allra sviða samfélagsins. Stjórnvöld hafa að einhverju leyti reynt að bregðast við þessum afleiðingum, en þó virðist vera ákveðin rörsýn á að reyna ítrekað að „stöðva veiruna“ í stað heildrænnar sýnar. Valkosturinn við núverandi stefnu er að beita hnitmiðuðum aðgerðum í stað almennra aðgerða. Hnitmiðaðar aðgerðir grundvallast á þeirri lykilstaðreynd að veiran er afar hættuleg elsta aldurshópnum en öðrum að jafnaði ekki. Hnitmiðaðar aðgerðir hafa jafnframt þann kost að þær valda ekki eins miklum samfélagslegum áhrifum og lokanir og samskiptahindranir, þótt vitanlega kosti þær bæði fé og fyrirhöfn. Lokun landamæra fyrir ferðamönnum ein og sér hefur að mati þeirra sem til þekkja í ferðaþjónustu valdið atvinnumissi í það minnsta tíu þúsund manns. Sé miðað við erlendar rannsóknir má búast við að þessi aðgerð hafi jafnvel bein áhrif á heilsufar og lífslíkur fólks. Þau smit sem forðað er með lokuninni eru hins vegar fá, sérstaklega í samanburði við innanlandssmit. Og sú viðbára sumra að lokunin hafi engin áhrif haft á ferðamannastraum er fyrirsláttur einn, líkt og sést þegar tölur eru skoðaðar og gögn um ferðamenn í nágrannalöndunum og víðar. Lokanir skóla og tómstundastarfs og truflun á námsferli barna og unglinga er stórskaðleg. Stöðvun heilbrigðisþjónustu á einkastofum með vísan til óljósra áhrifa þeirra á hið ríkisrekna heilbrigðiskerfi hefur valdið mörgum tjóni og mögulega dauðsföllum. Sá kostnaður og tekjutap sem ríkissjóður hefur þurft að bera, og mun áfram þurfa að bera verði fram haldið sem horfir, mun veikja heilbrigðiskerfið, velferðarþjónustuna og menntakerfið á næstu árum. Við undirrituð höfum á undanförnum vikum og mánuðum gert opinberlega grein fyrir áhyggjum okkar af þessari stöðu og velt vöngum yfir leiðum út úr henni. Ýmsir hafa sett sig í samband við okkur og lýst vilja sínum til að taka þátt í að reyna að vinda ofan af þessari stefnu. Þessi hópur hefur sett saman yfirlýsingu sem nú í vikunni var birt á vefsíðunni kofid.is, undir yfirskriftinni „Út úr kófinu“. Markmið okkar er tvíþætt. Annars vegar að opna umræðuna. Hins vegar að hafa frumkvæði að skynsamlegum tillögum til lausnar. Eðlilega grundvallast slíkar tillögur á því að beita hnitmiðuðum og markvissum aðgerðum í stað þeirra aðgerða sem nú er beitt. Yfirlýsing hópsins hefur þegar vakið nokkra umræðu. Í gær brugðust Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir við yfirlýsingu okkar, með þeim orðum að þau væru ósammála þeim skoðunum og röksemdum sem þar koma fram. En jafnframt viðurkenndu þau að hafa ekki lesið yfirlýsinguna. Við vorum svolítið hissa á þessu. Markviss vernd viðkvæmra hópa er grunnstefið í þeirri nálgun sem við teljum skynsamlegt að beita. Þessari stefnu var lýst af þremur af helstu sérfræðingum heims í faraldursfræðum nú í október í svonefndri Great Barrington yfirlýsingu. Alma, Þórólfur og Víðir Reynisson rituðu grein í Fréttablaðið fyrir fáum vikum þar sem þau brugðust við þessum tillögum, en þær eru þó raunar í megindráttum samhljóða þeirri stefnu sem sóttvarnarlæknir lýsti sjálfur í upphafi faraldursins. Í greininni færa þau rök gegn óheftri útbreiðslu veirunnar og heimfæra þau svo upp á stefnu yfirlýsingarinnar, sem snýst einmitt alls ekki um óhefta útbreiðslu heldur markvissa og skipulagða vernd viðkvæmra hópa meðan faraldurinn gengur yfir og þar til bóluefni og lyf koma til sögunnar. Með þeim hætti megi lágmarka fjölda dauðsfalla, forðast ofurálag á heilbrigðiskerfið og ná að komast út úr kófinu. Nýlegar fréttir um jákvæðar frumniðurstöður rannsókna á bóluefnum lofa vissulega góðu og vonandi verða þau jafn örugg og áhrifarík og virðist í fyrstu. Hins vegar mun að öllum líkindum taka marga mánuði að fá nægjanlegt bóluefni til landsins til að ráða niðurlögum faraldursins, e.t.v. eins langan tíma og við höfum nú þegar verið í kófinu. Það er því enn mikilvægt að huga að heildaráhrifum faraldursins og neikvæðra áhrifa af aðgerðum gegn covid. Opin umræða og raunsæ upplýsingagjöf er fyrsta skrefið út úr kófinu. Nauðsynlegt er að stemma stigu við ranghugmyndum og ofsahræðslu. Það gerist aðeins með vandaðri upplýsingagjöf og að því markmiði munum við vinna ótrauð. Um síðustu helgi héldum við opinn fund þar sem Dr. Martin Kulldorff, einn höfunda Great Barrington yfirlýsingarinnar var gestur okkar. Af viðbrögðunum að dæma var þetta gagnlegur fundur og ljóst að eftirspurn er eftir breiðari umræðu en átt hefur sér stað hér á landi hingað til. Ekki síður gagnlegt væri að fá að eiga spjall við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Ölmu Möller landlækni á svipuðum nótum innan skamms. Dr. Jón Ívar Einarsson, prófessor við Harvard Medical School Sigríður Á. Andersen, alþingismaður Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sigríður Á. Andersen Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Sjá meira
Afleiðingar kórónuveirunnar og þeirra almennu samfélagslegu lokana og hindrana sem beitt hefur verið til að hægja á útbreiðslu hennar taka til allra sviða samfélagsins. Stjórnvöld hafa að einhverju leyti reynt að bregðast við þessum afleiðingum, en þó virðist vera ákveðin rörsýn á að reyna ítrekað að „stöðva veiruna“ í stað heildrænnar sýnar. Valkosturinn við núverandi stefnu er að beita hnitmiðuðum aðgerðum í stað almennra aðgerða. Hnitmiðaðar aðgerðir grundvallast á þeirri lykilstaðreynd að veiran er afar hættuleg elsta aldurshópnum en öðrum að jafnaði ekki. Hnitmiðaðar aðgerðir hafa jafnframt þann kost að þær valda ekki eins miklum samfélagslegum áhrifum og lokanir og samskiptahindranir, þótt vitanlega kosti þær bæði fé og fyrirhöfn. Lokun landamæra fyrir ferðamönnum ein og sér hefur að mati þeirra sem til þekkja í ferðaþjónustu valdið atvinnumissi í það minnsta tíu þúsund manns. Sé miðað við erlendar rannsóknir má búast við að þessi aðgerð hafi jafnvel bein áhrif á heilsufar og lífslíkur fólks. Þau smit sem forðað er með lokuninni eru hins vegar fá, sérstaklega í samanburði við innanlandssmit. Og sú viðbára sumra að lokunin hafi engin áhrif haft á ferðamannastraum er fyrirsláttur einn, líkt og sést þegar tölur eru skoðaðar og gögn um ferðamenn í nágrannalöndunum og víðar. Lokanir skóla og tómstundastarfs og truflun á námsferli barna og unglinga er stórskaðleg. Stöðvun heilbrigðisþjónustu á einkastofum með vísan til óljósra áhrifa þeirra á hið ríkisrekna heilbrigðiskerfi hefur valdið mörgum tjóni og mögulega dauðsföllum. Sá kostnaður og tekjutap sem ríkissjóður hefur þurft að bera, og mun áfram þurfa að bera verði fram haldið sem horfir, mun veikja heilbrigðiskerfið, velferðarþjónustuna og menntakerfið á næstu árum. Við undirrituð höfum á undanförnum vikum og mánuðum gert opinberlega grein fyrir áhyggjum okkar af þessari stöðu og velt vöngum yfir leiðum út úr henni. Ýmsir hafa sett sig í samband við okkur og lýst vilja sínum til að taka þátt í að reyna að vinda ofan af þessari stefnu. Þessi hópur hefur sett saman yfirlýsingu sem nú í vikunni var birt á vefsíðunni kofid.is, undir yfirskriftinni „Út úr kófinu“. Markmið okkar er tvíþætt. Annars vegar að opna umræðuna. Hins vegar að hafa frumkvæði að skynsamlegum tillögum til lausnar. Eðlilega grundvallast slíkar tillögur á því að beita hnitmiðuðum og markvissum aðgerðum í stað þeirra aðgerða sem nú er beitt. Yfirlýsing hópsins hefur þegar vakið nokkra umræðu. Í gær brugðust Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir við yfirlýsingu okkar, með þeim orðum að þau væru ósammála þeim skoðunum og röksemdum sem þar koma fram. En jafnframt viðurkenndu þau að hafa ekki lesið yfirlýsinguna. Við vorum svolítið hissa á þessu. Markviss vernd viðkvæmra hópa er grunnstefið í þeirri nálgun sem við teljum skynsamlegt að beita. Þessari stefnu var lýst af þremur af helstu sérfræðingum heims í faraldursfræðum nú í október í svonefndri Great Barrington yfirlýsingu. Alma, Þórólfur og Víðir Reynisson rituðu grein í Fréttablaðið fyrir fáum vikum þar sem þau brugðust við þessum tillögum, en þær eru þó raunar í megindráttum samhljóða þeirri stefnu sem sóttvarnarlæknir lýsti sjálfur í upphafi faraldursins. Í greininni færa þau rök gegn óheftri útbreiðslu veirunnar og heimfæra þau svo upp á stefnu yfirlýsingarinnar, sem snýst einmitt alls ekki um óhefta útbreiðslu heldur markvissa og skipulagða vernd viðkvæmra hópa meðan faraldurinn gengur yfir og þar til bóluefni og lyf koma til sögunnar. Með þeim hætti megi lágmarka fjölda dauðsfalla, forðast ofurálag á heilbrigðiskerfið og ná að komast út úr kófinu. Nýlegar fréttir um jákvæðar frumniðurstöður rannsókna á bóluefnum lofa vissulega góðu og vonandi verða þau jafn örugg og áhrifarík og virðist í fyrstu. Hins vegar mun að öllum líkindum taka marga mánuði að fá nægjanlegt bóluefni til landsins til að ráða niðurlögum faraldursins, e.t.v. eins langan tíma og við höfum nú þegar verið í kófinu. Það er því enn mikilvægt að huga að heildaráhrifum faraldursins og neikvæðra áhrifa af aðgerðum gegn covid. Opin umræða og raunsæ upplýsingagjöf er fyrsta skrefið út úr kófinu. Nauðsynlegt er að stemma stigu við ranghugmyndum og ofsahræðslu. Það gerist aðeins með vandaðri upplýsingagjöf og að því markmiði munum við vinna ótrauð. Um síðustu helgi héldum við opinn fund þar sem Dr. Martin Kulldorff, einn höfunda Great Barrington yfirlýsingarinnar var gestur okkar. Af viðbrögðunum að dæma var þetta gagnlegur fundur og ljóst að eftirspurn er eftir breiðari umræðu en átt hefur sér stað hér á landi hingað til. Ekki síður gagnlegt væri að fá að eiga spjall við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Ölmu Möller landlækni á svipuðum nótum innan skamms. Dr. Jón Ívar Einarsson, prófessor við Harvard Medical School Sigríður Á. Andersen, alþingismaður Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun