Honda nær þriðja stigi í sjálfsaksturstækni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. nóvember 2020 07:01 Honda Legend er fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn sem nær þriðja stigs sjálfsaksturstækni. Honda hefur fengið leyfi japanskra yfirvalda til að framleiða bíl með þriðja stigs sjálfsaksturstækni. Það er í fyrsta skipti sem bifreið með þeirri tækni er leyfð til aksturs í venjulegri umferð, segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Honda er því fyrsti bílaframleiðandinn til að fá að fjöldaframleiða bíl búinn þessari tækni. Þriðja stigs sjálfsaksturstæknin verður prófuð í fólksbílnum Honda Legend og stefnir japanski bílaframleiðandinn að því að bíllinn komi á markað í mars á næsta ári. Honda Legend verður þannig fær að taka sjálfvirkt fram úr öðrum bílum í þungri umferð. Kerfið hjá Honda ber heitið Traffic Jam Pilot. Tæknistig sjálfsaksturs bíla eru fimm og er Honda Legend eins og áður með þriðja stigs sjálfvirkni en stig fimm þýðir að bíllinn sé alsjálfvirkur. Nokkrir bílaframleiðendur m.a. Tesla og General Motors eru komin með 2 stigs sjálfvirkni í sína bíla sem þýðir að Honda er komið fremst allra framleiðenda í þessari tækni. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent
Honda hefur fengið leyfi japanskra yfirvalda til að framleiða bíl með þriðja stigs sjálfsaksturstækni. Það er í fyrsta skipti sem bifreið með þeirri tækni er leyfð til aksturs í venjulegri umferð, segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Honda er því fyrsti bílaframleiðandinn til að fá að fjöldaframleiða bíl búinn þessari tækni. Þriðja stigs sjálfsaksturstæknin verður prófuð í fólksbílnum Honda Legend og stefnir japanski bílaframleiðandinn að því að bíllinn komi á markað í mars á næsta ári. Honda Legend verður þannig fær að taka sjálfvirkt fram úr öðrum bílum í þungri umferð. Kerfið hjá Honda ber heitið Traffic Jam Pilot. Tæknistig sjálfsaksturs bíla eru fimm og er Honda Legend eins og áður með þriðja stigs sjálfvirkni en stig fimm þýðir að bíllinn sé alsjálfvirkur. Nokkrir bílaframleiðendur m.a. Tesla og General Motors eru komin með 2 stigs sjálfvirkni í sína bíla sem þýðir að Honda er komið fremst allra framleiðenda í þessari tækni.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent