Viðskipti erlent

Norwegian fær ekki frekari að­stoð frá norska ríkinu

Atli Ísleifsson skrifar
Faraldurinn hefur birið Norwegian Air líkt og önnur flugfélög heims hart.
Faraldurinn hefur birið Norwegian Air líkt og önnur flugfélög heims hart. Getty

Norska ríkið mun ekki hlaupa frekar undir bagga með flugfélaginu Norwegian. Líkt og á við um önnur flugfélög hefur heimsfaraldurinn bitið Norwegian hart, en síðustu mánuðu hefur félagið notið ýmiss konar aðstoðar frá norska ríkinu til að koma megi í veg fyrir að það fari í þrot.

Norskir fjölmiðlar greina nú frá því að norska ríkið hafi hafnað nýjustu umleitunum flugfélagsins um aðstoð.

Iselin Nybø, viðskiptaráðherra Noregs, segir að Norwegian hafi beðið um efnahagsaðstoð sem hleypur á milljörðum, en að ríkisstjórnin álíti sem svo að ekki sé réttlætanleg ástæða til að notast við almannafé í þessari stöðu og þessu tilfelli. Þess í stað verði leitað leiða til að aðstoða flugsamgöngugeirann í heild sinni.

Forsvarsmenn Norwegian hafa áður sagt að laust fé verði á þrotum á fyrsta ársfjórðungi næsta árs, komi ekki til frekari aðstoðar.

Alls hefur norska ríkið dælt 13 milljörðum norskra króna í flugfélög frá upphafi heimsfaraldursins.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
3,07
29
1.339.885
REGINN
3,04
5
46.731
ICEAIR
2,6
152
134.317
HAGA
1,62
5
121.181
KVIKA
1,33
8
67.296

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
-0,92
7
105.335
ORIGO
-0,72
3
14.549
BRIM
-0,56
4
8.810
MAREL
-0,45
17
141.455
TM
-0,32
5
110.981
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.