Viðskipti erlent

Hafa lokað á við­skipti með bréf í Norwegian

Atli Ísleifsson skrifar
Líkt og á einnig við um önnur flugfélög þá hefur faraldur kórónuveirunnar haft mikil áhrif á starfsemi Norwegian.
Líkt og á einnig við um önnur flugfélög þá hefur faraldur kórónuveirunnar haft mikil áhrif á starfsemi Norwegian. Getty

Búið er að loka á öll viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Norwegian í norsku kauphöllinni. NRK segir frá því að von sé á tilkynningu frá félaginu.

Hlutabréfin höfðu fallið um 0,3 prósent þegar greint var frá því að viðskipti með bréf í félaginu hafi verið stöðvuð, eftir hádegi í dag.

Virði bréfanna voru 0,47 norskar krónur þegar lokað var á viðskiptin, eftir að hafa lægst farið í 0,44 norskar krónur.

Hópur starfsmanna Norwegian hefur safnast saman fyrir utan norska þinghúsið í Osló í dag og mótmælt því að ekki standi til að veita félaginu frekari ríkisaðstoð.

Líkt og á einnig við um önnur flugfélög þá hefur faraldur kórónuveirunnar haft mikil áhrif á starfsemi Norwegian.

Ekki liggur fyrir um innihald þeirrar tilkynningar frá félaginu sem nú er beðið.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
2,72
9
151.247
REITIR
2,56
11
113.813
TM
1,84
4
69.925
BRIM
1,6
1
5.070
SJOVA
1,43
11
258.719

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-1,36
2
7.184
MAREL
-0,14
4
11.892
ICEAIR
0
21
76.533
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.