Ná ekki saman um notkun hraðprófa til að liðka fyrir ferðalögum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. nóvember 2020 13:10 Lufthansa er á meðal þeirra flugfélaga sem nýtt hafa sér hraðprófin í innanlandsflugi. Vísir/Gettt Aðildarríki Evrópusambandsins virðast eiga í erfiðleikum með að koma sér saman um sameiginlegar reglur um notkun hraðprófa til þess að greina kórónuveiruna. Evrópsk flugfélög hafa gert sér vonir um að slíkar reglur geti litið dagsins ljós svo liðka megi fyrir ferðalögum á milli landa í álfunni. Reuters greinir frá og hefur upplýsingarnar upp úr minnisblaði frá þýskum stjórnvöldum sem fara nú með formennsku í leiðtogaráði ESB. Í frétt Reuters segir að evrópsk flugfélög hafi þrýst á stjórvöld víða í álfunni að finna aðrar leiðir en þær að leggja bann við ferðalögum á milli landi. Hafa þau þar litið til svokallaðra hraðprófa sem greina kórónuveiruna á andartaki. Slík próf eru þó ekki jafn áreiðanleg og svokallaðar PCR-skimanir, líkt og þær sem notaðar eru hér á landi þegar smit eru greind. Þýska flugfélagið Lufthansa og ítalska flugfélagið AirItalia eru sögð vera þau flugfélög sem helst þrýsti á sameiginlegar reglur um hraðpróf en ýmis flugfélög hafa notað þau í innanlandsflugi í Evrópu, þar sem aðeins þeim sem greinast neikvæðir á flugvellinum er hleypt um borð í vélarnar. Viðmið gefin út á morgun en ríkjum ekki skylt að fara eftir þeim Í minnisblaðinu sem Reuters hefur undir höndum segir að fjölmörg aðildarríki séi ekki reiðubúin til þess að setja slíkar reglur, sum telji sig þurfa fá betri vitneskju um áreiðanleika slíkra prófa á meðan önnur ríki segja að reglur um prófin séu málefni ríkjanna sjálfra, og ekki sé þörf fyrir að setja sameiginlegar reglur um notkun þeirra. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun á morgun gefa út viðmið um notkun slíkra prófa en aðildarríkjunum ber engin skylda til þess að fara eftir þeim viðmiðun. Í frétt Reuters segir að þessi þróun sé áfall fyrir evrópsk flugfélög sem höfðu gert sér vonir um að með hraðprófum væri hægt að losna við eina af þeim fjölmörgu hindrunum sem koma í veg fyrir mikla farþegaflutninga á tímum kórónuveirufaraldursins. Lesa má um hraðpróf á vef Landlæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Þýskaland Evrópusambandið Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Aðildarríki Evrópusambandsins virðast eiga í erfiðleikum með að koma sér saman um sameiginlegar reglur um notkun hraðprófa til þess að greina kórónuveiruna. Evrópsk flugfélög hafa gert sér vonir um að slíkar reglur geti litið dagsins ljós svo liðka megi fyrir ferðalögum á milli landa í álfunni. Reuters greinir frá og hefur upplýsingarnar upp úr minnisblaði frá þýskum stjórnvöldum sem fara nú með formennsku í leiðtogaráði ESB. Í frétt Reuters segir að evrópsk flugfélög hafi þrýst á stjórvöld víða í álfunni að finna aðrar leiðir en þær að leggja bann við ferðalögum á milli landi. Hafa þau þar litið til svokallaðra hraðprófa sem greina kórónuveiruna á andartaki. Slík próf eru þó ekki jafn áreiðanleg og svokallaðar PCR-skimanir, líkt og þær sem notaðar eru hér á landi þegar smit eru greind. Þýska flugfélagið Lufthansa og ítalska flugfélagið AirItalia eru sögð vera þau flugfélög sem helst þrýsti á sameiginlegar reglur um hraðpróf en ýmis flugfélög hafa notað þau í innanlandsflugi í Evrópu, þar sem aðeins þeim sem greinast neikvæðir á flugvellinum er hleypt um borð í vélarnar. Viðmið gefin út á morgun en ríkjum ekki skylt að fara eftir þeim Í minnisblaðinu sem Reuters hefur undir höndum segir að fjölmörg aðildarríki séi ekki reiðubúin til þess að setja slíkar reglur, sum telji sig þurfa fá betri vitneskju um áreiðanleika slíkra prófa á meðan önnur ríki segja að reglur um prófin séu málefni ríkjanna sjálfra, og ekki sé þörf fyrir að setja sameiginlegar reglur um notkun þeirra. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun á morgun gefa út viðmið um notkun slíkra prófa en aðildarríkjunum ber engin skylda til þess að fara eftir þeim viðmiðun. Í frétt Reuters segir að þessi þróun sé áfall fyrir evrópsk flugfélög sem höfðu gert sér vonir um að með hraðprófum væri hægt að losna við eina af þeim fjölmörgu hindrunum sem koma í veg fyrir mikla farþegaflutninga á tímum kórónuveirufaraldursins. Lesa má um hraðpróf á vef Landlæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Þýskaland Evrópusambandið Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent