Um réttinn til að hafa rangar skoðanir Snæbjörn Brynjarsson skrifar 15. nóvember 2020 16:38 Við eigum öll rétt á því að hafa eigin skoðanir. Það er jú, skoðanafrelsi og okkur frjálst að fylla huga okkar með þeim hugmyndum sem við viljum, trúa því sem okkur langar til, og jafnvel reyna að sannfæra aðra um vitleysuna sem við rekumst á í sannleiksleitinni. En fullyrðingin, ég má hafa þessa skoðun, sé hún notuð sem rök fyrir tiltekinni skoðun, þá bendir það yfirleitt til þess að viðkomandi hafi fátt annað til að rökstyðja málið með. Mér má finnast þetta, er rétt fullyrðing en afleit rök. Við höfum auðvitað öll rétt á því að hafa rangt fyrir okkur. Sá réttur er meira að segja heilagur og stjórnarskrárvarinn. Sem þýðir þó ekki að við ættum að nýta hann til þess að réttlæta ranghugmyndir, hunsa sönnunargögn, tölfræði og jafnvel almenna skynsemi. Og við megum ekki reiðast ef við gólum röksemdir okkar, jafnvel í hljóðnema í útvarpsstúdíói tvisvar til þrisvar í viku, eða í vel lesnum pistlum á síðum Morgunblaðsins eða margdeildum (og umdeildum) facebook-færslum, þá fáum við á endanum meira til baka en bergmálið úr bergmálshellinum okkar. Að við fáum lifandi fólk með aðra heimssýn og aðra skoðun inn á heimasvæði okkar með misvinsamlegar ábendingar, (og auðvitað misréttar því þau hafa sama rétt á að hafa rangt fyrir sér), sem sýna okkur að kannski var okkar fyrsta hugdetta ekki alveg hárrétt. Það er ekki þöggun að fá svar. Ef svo væri þá væru flest öll samtöl þöggun. Og oftar en ekki þá var umdeilda fullyrðingin sett fram til að koma umræðunni af stað. Því oft á tíðum eru það þeir sem eru hvað viðkvæmastir fyrir umræðunni, sem verja skoðun sína með því að segja: Mér fannst bara skorta umræðu um þetta. Og svo þegar umræðan er komin á flug segja þeir. Mér má alveg finnast þetta. Sem vissulega er rétt, þó svo oftar en ekki hafi allar fyrri fullyrðingar viðkomandi verið kolrangar, byggt á eintómri óskhyggju og ótrúlegri leti við að kynna sér fyrirliggjandi gögn. Við höfum rétt á því að vera löt. En það þýðir þó ekki að við ættum að vera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við eigum öll rétt á því að hafa eigin skoðanir. Það er jú, skoðanafrelsi og okkur frjálst að fylla huga okkar með þeim hugmyndum sem við viljum, trúa því sem okkur langar til, og jafnvel reyna að sannfæra aðra um vitleysuna sem við rekumst á í sannleiksleitinni. En fullyrðingin, ég má hafa þessa skoðun, sé hún notuð sem rök fyrir tiltekinni skoðun, þá bendir það yfirleitt til þess að viðkomandi hafi fátt annað til að rökstyðja málið með. Mér má finnast þetta, er rétt fullyrðing en afleit rök. Við höfum auðvitað öll rétt á því að hafa rangt fyrir okkur. Sá réttur er meira að segja heilagur og stjórnarskrárvarinn. Sem þýðir þó ekki að við ættum að nýta hann til þess að réttlæta ranghugmyndir, hunsa sönnunargögn, tölfræði og jafnvel almenna skynsemi. Og við megum ekki reiðast ef við gólum röksemdir okkar, jafnvel í hljóðnema í útvarpsstúdíói tvisvar til þrisvar í viku, eða í vel lesnum pistlum á síðum Morgunblaðsins eða margdeildum (og umdeildum) facebook-færslum, þá fáum við á endanum meira til baka en bergmálið úr bergmálshellinum okkar. Að við fáum lifandi fólk með aðra heimssýn og aðra skoðun inn á heimasvæði okkar með misvinsamlegar ábendingar, (og auðvitað misréttar því þau hafa sama rétt á að hafa rangt fyrir sér), sem sýna okkur að kannski var okkar fyrsta hugdetta ekki alveg hárrétt. Það er ekki þöggun að fá svar. Ef svo væri þá væru flest öll samtöl þöggun. Og oftar en ekki þá var umdeilda fullyrðingin sett fram til að koma umræðunni af stað. Því oft á tíðum eru það þeir sem eru hvað viðkvæmastir fyrir umræðunni, sem verja skoðun sína með því að segja: Mér fannst bara skorta umræðu um þetta. Og svo þegar umræðan er komin á flug segja þeir. Mér má alveg finnast þetta. Sem vissulega er rétt, þó svo oftar en ekki hafi allar fyrri fullyrðingar viðkomandi verið kolrangar, byggt á eintómri óskhyggju og ótrúlegri leti við að kynna sér fyrirliggjandi gögn. Við höfum rétt á því að vera löt. En það þýðir þó ekki að við ættum að vera það.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun