Um réttinn til að hafa rangar skoðanir Snæbjörn Brynjarsson skrifar 15. nóvember 2020 16:38 Við eigum öll rétt á því að hafa eigin skoðanir. Það er jú, skoðanafrelsi og okkur frjálst að fylla huga okkar með þeim hugmyndum sem við viljum, trúa því sem okkur langar til, og jafnvel reyna að sannfæra aðra um vitleysuna sem við rekumst á í sannleiksleitinni. En fullyrðingin, ég má hafa þessa skoðun, sé hún notuð sem rök fyrir tiltekinni skoðun, þá bendir það yfirleitt til þess að viðkomandi hafi fátt annað til að rökstyðja málið með. Mér má finnast þetta, er rétt fullyrðing en afleit rök. Við höfum auðvitað öll rétt á því að hafa rangt fyrir okkur. Sá réttur er meira að segja heilagur og stjórnarskrárvarinn. Sem þýðir þó ekki að við ættum að nýta hann til þess að réttlæta ranghugmyndir, hunsa sönnunargögn, tölfræði og jafnvel almenna skynsemi. Og við megum ekki reiðast ef við gólum röksemdir okkar, jafnvel í hljóðnema í útvarpsstúdíói tvisvar til þrisvar í viku, eða í vel lesnum pistlum á síðum Morgunblaðsins eða margdeildum (og umdeildum) facebook-færslum, þá fáum við á endanum meira til baka en bergmálið úr bergmálshellinum okkar. Að við fáum lifandi fólk með aðra heimssýn og aðra skoðun inn á heimasvæði okkar með misvinsamlegar ábendingar, (og auðvitað misréttar því þau hafa sama rétt á að hafa rangt fyrir sér), sem sýna okkur að kannski var okkar fyrsta hugdetta ekki alveg hárrétt. Það er ekki þöggun að fá svar. Ef svo væri þá væru flest öll samtöl þöggun. Og oftar en ekki þá var umdeilda fullyrðingin sett fram til að koma umræðunni af stað. Því oft á tíðum eru það þeir sem eru hvað viðkvæmastir fyrir umræðunni, sem verja skoðun sína með því að segja: Mér fannst bara skorta umræðu um þetta. Og svo þegar umræðan er komin á flug segja þeir. Mér má alveg finnast þetta. Sem vissulega er rétt, þó svo oftar en ekki hafi allar fyrri fullyrðingar viðkomandi verið kolrangar, byggt á eintómri óskhyggju og ótrúlegri leti við að kynna sér fyrirliggjandi gögn. Við höfum rétt á því að vera löt. En það þýðir þó ekki að við ættum að vera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Við eigum öll rétt á því að hafa eigin skoðanir. Það er jú, skoðanafrelsi og okkur frjálst að fylla huga okkar með þeim hugmyndum sem við viljum, trúa því sem okkur langar til, og jafnvel reyna að sannfæra aðra um vitleysuna sem við rekumst á í sannleiksleitinni. En fullyrðingin, ég má hafa þessa skoðun, sé hún notuð sem rök fyrir tiltekinni skoðun, þá bendir það yfirleitt til þess að viðkomandi hafi fátt annað til að rökstyðja málið með. Mér má finnast þetta, er rétt fullyrðing en afleit rök. Við höfum auðvitað öll rétt á því að hafa rangt fyrir okkur. Sá réttur er meira að segja heilagur og stjórnarskrárvarinn. Sem þýðir þó ekki að við ættum að nýta hann til þess að réttlæta ranghugmyndir, hunsa sönnunargögn, tölfræði og jafnvel almenna skynsemi. Og við megum ekki reiðast ef við gólum röksemdir okkar, jafnvel í hljóðnema í útvarpsstúdíói tvisvar til þrisvar í viku, eða í vel lesnum pistlum á síðum Morgunblaðsins eða margdeildum (og umdeildum) facebook-færslum, þá fáum við á endanum meira til baka en bergmálið úr bergmálshellinum okkar. Að við fáum lifandi fólk með aðra heimssýn og aðra skoðun inn á heimasvæði okkar með misvinsamlegar ábendingar, (og auðvitað misréttar því þau hafa sama rétt á að hafa rangt fyrir sér), sem sýna okkur að kannski var okkar fyrsta hugdetta ekki alveg hárrétt. Það er ekki þöggun að fá svar. Ef svo væri þá væru flest öll samtöl þöggun. Og oftar en ekki þá var umdeilda fullyrðingin sett fram til að koma umræðunni af stað. Því oft á tíðum eru það þeir sem eru hvað viðkvæmastir fyrir umræðunni, sem verja skoðun sína með því að segja: Mér fannst bara skorta umræðu um þetta. Og svo þegar umræðan er komin á flug segja þeir. Mér má alveg finnast þetta. Sem vissulega er rétt, þó svo oftar en ekki hafi allar fyrri fullyrðingar viðkomandi verið kolrangar, byggt á eintómri óskhyggju og ótrúlegri leti við að kynna sér fyrirliggjandi gögn. Við höfum rétt á því að vera löt. En það þýðir þó ekki að við ættum að vera það.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun