Um réttinn til að hafa rangar skoðanir Snæbjörn Brynjarsson skrifar 15. nóvember 2020 16:38 Við eigum öll rétt á því að hafa eigin skoðanir. Það er jú, skoðanafrelsi og okkur frjálst að fylla huga okkar með þeim hugmyndum sem við viljum, trúa því sem okkur langar til, og jafnvel reyna að sannfæra aðra um vitleysuna sem við rekumst á í sannleiksleitinni. En fullyrðingin, ég má hafa þessa skoðun, sé hún notuð sem rök fyrir tiltekinni skoðun, þá bendir það yfirleitt til þess að viðkomandi hafi fátt annað til að rökstyðja málið með. Mér má finnast þetta, er rétt fullyrðing en afleit rök. Við höfum auðvitað öll rétt á því að hafa rangt fyrir okkur. Sá réttur er meira að segja heilagur og stjórnarskrárvarinn. Sem þýðir þó ekki að við ættum að nýta hann til þess að réttlæta ranghugmyndir, hunsa sönnunargögn, tölfræði og jafnvel almenna skynsemi. Og við megum ekki reiðast ef við gólum röksemdir okkar, jafnvel í hljóðnema í útvarpsstúdíói tvisvar til þrisvar í viku, eða í vel lesnum pistlum á síðum Morgunblaðsins eða margdeildum (og umdeildum) facebook-færslum, þá fáum við á endanum meira til baka en bergmálið úr bergmálshellinum okkar. Að við fáum lifandi fólk með aðra heimssýn og aðra skoðun inn á heimasvæði okkar með misvinsamlegar ábendingar, (og auðvitað misréttar því þau hafa sama rétt á að hafa rangt fyrir sér), sem sýna okkur að kannski var okkar fyrsta hugdetta ekki alveg hárrétt. Það er ekki þöggun að fá svar. Ef svo væri þá væru flest öll samtöl þöggun. Og oftar en ekki þá var umdeilda fullyrðingin sett fram til að koma umræðunni af stað. Því oft á tíðum eru það þeir sem eru hvað viðkvæmastir fyrir umræðunni, sem verja skoðun sína með því að segja: Mér fannst bara skorta umræðu um þetta. Og svo þegar umræðan er komin á flug segja þeir. Mér má alveg finnast þetta. Sem vissulega er rétt, þó svo oftar en ekki hafi allar fyrri fullyrðingar viðkomandi verið kolrangar, byggt á eintómri óskhyggju og ótrúlegri leti við að kynna sér fyrirliggjandi gögn. Við höfum rétt á því að vera löt. En það þýðir þó ekki að við ættum að vera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Við eigum öll rétt á því að hafa eigin skoðanir. Það er jú, skoðanafrelsi og okkur frjálst að fylla huga okkar með þeim hugmyndum sem við viljum, trúa því sem okkur langar til, og jafnvel reyna að sannfæra aðra um vitleysuna sem við rekumst á í sannleiksleitinni. En fullyrðingin, ég má hafa þessa skoðun, sé hún notuð sem rök fyrir tiltekinni skoðun, þá bendir það yfirleitt til þess að viðkomandi hafi fátt annað til að rökstyðja málið með. Mér má finnast þetta, er rétt fullyrðing en afleit rök. Við höfum auðvitað öll rétt á því að hafa rangt fyrir okkur. Sá réttur er meira að segja heilagur og stjórnarskrárvarinn. Sem þýðir þó ekki að við ættum að nýta hann til þess að réttlæta ranghugmyndir, hunsa sönnunargögn, tölfræði og jafnvel almenna skynsemi. Og við megum ekki reiðast ef við gólum röksemdir okkar, jafnvel í hljóðnema í útvarpsstúdíói tvisvar til þrisvar í viku, eða í vel lesnum pistlum á síðum Morgunblaðsins eða margdeildum (og umdeildum) facebook-færslum, þá fáum við á endanum meira til baka en bergmálið úr bergmálshellinum okkar. Að við fáum lifandi fólk með aðra heimssýn og aðra skoðun inn á heimasvæði okkar með misvinsamlegar ábendingar, (og auðvitað misréttar því þau hafa sama rétt á að hafa rangt fyrir sér), sem sýna okkur að kannski var okkar fyrsta hugdetta ekki alveg hárrétt. Það er ekki þöggun að fá svar. Ef svo væri þá væru flest öll samtöl þöggun. Og oftar en ekki þá var umdeilda fullyrðingin sett fram til að koma umræðunni af stað. Því oft á tíðum eru það þeir sem eru hvað viðkvæmastir fyrir umræðunni, sem verja skoðun sína með því að segja: Mér fannst bara skorta umræðu um þetta. Og svo þegar umræðan er komin á flug segja þeir. Mér má alveg finnast þetta. Sem vissulega er rétt, þó svo oftar en ekki hafi allar fyrri fullyrðingar viðkomandi verið kolrangar, byggt á eintómri óskhyggju og ótrúlegri leti við að kynna sér fyrirliggjandi gögn. Við höfum rétt á því að vera löt. En það þýðir þó ekki að við ættum að vera það.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun